| |
1. 2401008 - Menningarmálaverkefnasjóður 2024 | |
Til úthlutunar árið 2024 voru 1.000.000 kr.- og skiptist úthlutun svo:
Sælukotið Árblik - jólatrésskemmtun = 80.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Sönghópurinn Hljómbrot - tónlistarverkefni = 200.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Héraðsskjalasafn Dalasýslu - námskeið, sögustund = 70.000kr.- Staða: Ekki varð af verkefninu.
History up close ehf. - námskeið í fornu handverki = 200.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Skátafélagið Stígandi - fjölskylduútilega = 200.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Alexandra Rut Jónsdóttir - jólatónleikar, menningaviðburður = 200.000kr.- Staða: Skýrslu skilað og styrkur greiddur.
Hallrún Ásgrímsdóttir - málverkasýning = 50.000kr.- Staða: Ekki varð af verkefninu.
Greiddir styrkir fyrir árið 2024 voru því 880.000kr.- en ónýttir styrkir 120.000kr.- | | |
|
2. 2411011 - Menningarmálaverkefnasjóður 2025 | |
Skýrslur vegna úthlutana 2024 til verkefna sem fóru fram hafa skilað sér.
Teknar eru fyrir umsóknir sem bárust í sjóðinn fyrir árið 2025.
Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár hvert. Auglýst var eftir umsóknum 10. desember 2024 til og með 10. janúar 2025.
Í sjóðinn bárust 14 umsóknir, til úthlutunar voru 1.000.000 kr.-
9 verkefni hljóta styrk að þessu sinni:
Jón Egill Jóhannsson - Er líða fer að jólum 2025 = 250.000 kr.- History up Close - Námskeið í fornu handverki = 170.000 kr.- Hollvinahópur Grafarlaugar f.h. Umf. Æskan - Upplýsingaskilti við Grafarlaug = 150.000 kr.- Sælukotið Árblik, Guðrún Esther Jónsdóttir - Jólaball í Árbliki = 100.000 kr.- Berghildur Pálmadóttir - Sögur úr sveitinni = 80.000 kr.- Guðmundur R. Gunnarsson - Davíðsmót = 70.000 kr.- Atli Freyr Guðmundsson - D&D í Dölunum = 60.000 kr.- Jasa Baka - Dala stúlka = 60.000 kr.- Kristján E. Karlsson - Ásýnd Dalanna = 60.000 kr.-
Nefndin þakkar fyrir innsendar umsóknir. | | |
|
3. 2410020 - Jörvagleði 2025 | |
Setningardagskrá áætluð á Sumardaginn fyrsta (fimmtudagskvöldinu). Rokkkórinn verður með tónleika á laugardagskvöldinu. Áfram unnið að því að setja upp dagskrá og áhugasamir hvattir til að hafa samband.
| | |
|
| |
4. 2412006 - Byggðaáætlun - B.9. Stefnumótun og hlutverk menningarstofnana | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|