| |
Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna sat fundinn undir liðum 1 til 4.
| | 1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024 | |
| Eins og staðan er í dag eru horfur á að í grunnskólanum verði 77 börn. Búið er að manna flestar stöður í starfsmannahaldi skólans þó enn séu ákveðin mál óleyst, unnið er að lausn mála. | | |
|
| 2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024 | |
Ekki hefur náðst að manna allar stöður í ágúst en eftir næstu mánaðarmót þá verður leikskólinn fullmannaður. Ekki hefur náðst að opna á að öll rými séu starfrækt núna í upphafi eftir sumarlokun en horfurnar eru bjartari eftir næstu helgi. 26 börn eru í leikskólanum núna. | | |
|
| 3. 2305001 - Skólaþjónusta | |
| Skólastjóri mun skoða með forráðamönnum Ásgarðs heppilega tímasetningu á kynningarfundi fyrir foreldrum og forráðamönnum á samstarfinu á milli Auðarskóla og Ásgarðs. | | |
|
| 4. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar | |
| Næstu skref eru þau að starfsfólk Auðarskóla og fulltrúar Ásgarðs munu funda og í kjölfarið verður haldinn umræðufundur með skólaráði og foreldrasamfélaginu. Tímasetning þess fundar liggur ekki fyrir. | | |
|
| 5. 2301027 - Skólaakstur | |
| Samþykkt að sveitarstjóri, verkefnastjóri fjölskyldumála og skólastjóri hefji undirbúning að því að greina þarfir á einstaka akstursleiðum í undirbúningi þess að útboð fari í gang næsta vetur/vor. | | |
|
| 6. 2010009 - Framhaldsnám fyrir ungmenni úr Dalabyggð | |
| Sveitarstjóri kynnti stöðuna og hver næstu skref séu. | | |
|
Jón Egill Jónsson tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 7.
| | 7. 2308005 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2023-2024 | |
| Einnig fór tómstundafulltrúi yfir þær lagfæringar sem hafa átt sér stað á íþróttasvæðinu í Búðardal í sumar. | | Íþróttir og tómstundir vetur 2023.pdf | | |
|
| 8. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027 | |
| |
|