Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 277

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.10.2021 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr: 2110011 - Umsagnarbeiðni v. rekstrarleyfi G.III-Gil gistiheimili, Skriðulandi,Dalabyggð, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr.: 2110013 - Umsagnarbeiðni V. umsókn Veiðifélag Hörðudalsár um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, almennt mál, verði dagskrárliður 10.
Mál.nr.: 2110019 - Styrkunsókn - skilti við Flæðilæk, almennt mál, verði dagskrárliður 11.
Mál.nr.: 2110020 - Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022, almennt mál, verði dagskrárliður 12.
Mál.nr.: 2102023 - Sala á slökkvibíl, almennt mál, verði dagskrárliður 13.
Röð dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Á 276. fundi byggðarráðs 22.09.2021 (dagskrárliður 1) voru drög að fjárhagsáætlun send til umsagnar í nefndum.

Úr fundargerð 19. fundar menningarmálanefndar 28.09.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Drög að fjárhagsáætlun lögð fram.
Nefndin leggur til að áætlun fyrir menningarmálaverkefnasjóð hækki til að raunhæft sé að sjóðurinn geti sinnt hlutverki sínu.

Úr fundargerð 25. fundar atvinnumálanefndar 05.10.2021, dagskrárliður 3:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Úr fundargerð 276. fundar byggðarráðs 22.09.2021, dagskrárliður 1:
2104022 - Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025
Nefndin beinir því til byggðarráðs að gera ráð fyrir gatnagerð við fjárhagsáætlunargerð vegna skipulagðra lóða.

Farið yfir fjárhagsáætlun og fjárfestingar. Vísað til næsta fundar.
Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Byggðaráð 11.10.2021.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari, Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2109016 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki VI
Viðauki VI lagður fram.
Viðauki VI samþykktur og vísað til sveitarstjórnar.
Fjárhagsáætlun 2021- Viðauki VI.pdf
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 2109021 - Erindi varðandi hundasvæði í Búðardal
Bréf frá Sigurði Bjarna Gilbertssyni lagt fram.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Kostnaðargreina þarf verkefnið og einnig að skoða það í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.
Erindi er varðar hundsvæði í Búðardal.pdf
4. 2109022 - Auglýsing á lóðum
Tillaga um að auglýsa þær lóðir sem til eru í deiliskipulagi með fyrirvara um að þær séu ekki tilbúnar.
Samþykkt samhljóða.
5. 2109027 - Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Dalabyggð lýsi yfir stuðningi við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni.
Samþykkt samhljóða.
husnaedisstudningur-hins-opinbera-a-landsbyggd.pdf
Viljayfirlýsing um málefni VH.pdf
Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni.pdf
Minnisblað HMS um landsbyggðar hses..pdf
Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.pdf
6. 2104027 - Umsókn um styrk - Björgunarsv.Ósk - fasteignagjöld 2021
Afgreiðslu var frestað á 266. fundi byggðarráðs 29.04.2021 þar til ársreikningur hefði borist.
Umsókn um styrk samþykkt samhljóða.
Ársrkn 2019_Bjsv Ósk_sign.pdf
Bjsv_Ósk-ársreikningur 2020_undirritað.pdf
7. 2110005 - Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins
Tilkynning frá HMS lögð fram.
Byggðarráð hvetur stjórn Bakkahvamms hses til að sækja um stofnframlög til Dalabyggðar og HMS vegna byggingar þriggja almennra leiguíbúða.
Samþykkt samhljóða.
FW: Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins.pdf
8. 2110006 - Breyting á samþykktum Dalabyggðar vegna fjarfunda.
Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið hefur á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber að gefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga.
Fyrir liggur bréf ráðuneytisins þar sem tilkynnt er um helstu breytingar á gildandi framkvæmd ásamt fyrrgreindum leiðbeiningum og fyrirmynd af samþykkt um stjórn sveitarfélaga.

Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að 14. grein samþykkta um stjórn sveitarfélagisns Dalabyggðar verði tekin til endurskoðunar í samræmi við auglýsingu um leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.

Samþykkt samhljóða.
Leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna.pdf
Leiðbeiningar um fjarfundi sveitarstjórna.pdf
Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.pdf
Bréf til sveitarfélaga.pdf
9. 2110011 - Umsagnarbeiðni v. rekstrarleyfi G.III-Gil gistiheimili, Skriðulandi,Dalabyggð
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Heljarskinns ehf kt. 700821-3660 um rekstrarleyfi til rekstrar gististaðar í flokki III, stærra gistiheimili, sem rekinn verður sem Gil gistiheimili, að Skriðulandi (F2118336/2118337), 371 Dalabyggð.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
Ums.b.rek.GIII- Gil,gistiheimili,Skriðulandi,Dalab._2021021153.pdf
10. 2110013 - Umsagnarbeiðni V. umsókn Veiðifélag Hörðudalsár um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Veiðifélag Hörðudalsár kt.590282-0309 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekinn verður sem Kornmúli, í Kornmúla sumarbústað (F2118554 mhl.020101), Fremri-Hrafnabjörgum, 371 Dalabyggð.
Dalabyggð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
Ums.b.rek.GII-Kornmúli,Fremri-Hrafnabjörgum,Dalabyggð_2021021454.pdf
11. 2110019 - Styrkunsókn - skilti við Flæðilæk
Umsókn frá Kristjóni Sigurðssyni vegna upplýsingaskiltis við Flæðilæk í Saurbæ.
Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 50.000. Verður tekið með í viðauka VI.
Flaedilaekur-Saurbae-skilti-6-okt-2021.pdf
Flaedilaekur-Saurbae-skilti.pdf
12. 2110020 - Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022
Gert er ráð fyrir að framlag Dalabyggðar til verkefnisins verði kr. 572.222 á árinu 2022.
Gert verður ráð fyrir kostnaði vegna verkefnisins í fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt samhljóða.
Kynning á samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu árið 2022.pdf
Bréf til sveitarfélaga-KB.pdf
Samþykktir og skipting fasts- og valkostnaðar eftir sveitarfélögum .pdf
Sameiginleg verkefni í stafrænni umbreytingu 2022 (1).pdf
13. 2102023 - Sala á slökkvibíl.
Úr fundargerð 264. fundar byffðarráðs 25.03.2021, dagskrárliður 16:
2102023 - Sala á slökkvibíl.
Úr fundargerð 203. fundar sveitarstjórnar 11.03.2021, dagskrárliður 2:
2102023 - Viðhald á slökkvibílum
Úr fundargerð 263. fundar byggðarráðs 25.02.2021, dagskrárliður 4:
2102023 - Viðhald á slökkvibílum
Ræða þarf hvort fara skuli í viðgerðir á slökkvibíl. Slökkviliðsstjóri mætir á fundinn.
Ákveðið að ráðast ekki í viðhald á þriðja bíl slökkviliðsins og hann verði tekinn úr umferð. Talið er fullnægjandi að vera með tvo bíla.
Lagt verður til við sveitarstjórn að bíllinn verði seldur.
Samþykkt samhljóða.
Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir dagskrárlið 4.
Samþykkt samhljóða.
Ásett verð á bílinn er kr. 950.000.
Samþykkt samhljóða.

Fyrir liggur tilboð kr. 800.000. Samþykkt samhljóða að því verði tekið.
Mál til kynningar
14. 2109023 - Tilkynning um niðurfellingu, Hallsstaðavegur (5913-01) af vegaskrá
Bréf frá Vegagerðinni lagt fram.
Hallstaðavegur niðurfelling 29.09.21.pdf
15. 2002008 - Ársfundur Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. 2021
Fundarboð lagt fram.
Ársfundur Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs..pdf
16. 2105020 - Framkvæmdir 2021
Málinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Framkvæmdir_minnisblað 2021-10-08.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei