Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 128

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
10.08.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Arwa Fadhli Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, nefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Yggdrasil Carbon ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Ljárskóga.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda varðandi umsóknina.
Samningur1.pdf
Samningur2.pdf
Samnsv Ljárskógar f Yggcarbon.pdf
2. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Lögð fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir Skoravík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa að funda með umsækjanda varðandi verkefnið.
Skoravík Lysing 20220704.pdf
3. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir
Sótt er um landskipti út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að afla fullnægjandi gagna og vinna málið áfram. Nefndin bendir þó á að sveitarfélög ákvarða ekki um lögbýlisrétt.
Beiðni um landsskipti.pdf
4. 2206011 - Eldsneytisgeymir við rafstöð RARIK
Niðurstöður grenndarkynningar lagðar fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar og bréfið tekur undir sjónarmið bréfritara um verklag framkvæmdarinnar og varðandi grenndarkynningu. Samkvæmt yfirlýsingu Rarik, sem fjallað er um í lið 6 á þessum fundi er þessi ráðstöfun tímabundin.
5. 2206037 - Umsókn um byggingarleyfi
Niðurstöður grenndarkynningar lagðar fram.
Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar ábendinguna. Við umfjöllun um byggingarleyfið á sínum tíma þótti nefndinni jákvætt að nýtt hús skyggði ekki á útsýni frá þeim fasteignum sem fyrir eru.
Athugasemdir.pdf
6. 2112015 - Bakkahvammur breyting á deiliskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita til Eflu um breytta lóðaskipan, til að taka tillit til hugsanlegra fornleifa. Einnig að hafa samráð við Minjastofnun um endurskoðaða lóðaskipan í Bakkahvammi 15 og 17. Nefndin veitir skipulagsfulltrúa umboð til að skrá breytta lóðaskipan og byggingarreiti, að framangreindum formsatriðum uppfylltum.
Mál til kynningar
7. 2207009 - Framtíðaráform um varaafl raforku í Dalabyggð.
Svar frá RARIK um framtíð varaafls í Dalabyggð lagt fram.
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd þakkar ítarlegt svar.
2206011 - Niðurstaða byggðarráðs Dalabyggðar. Svar RARIK.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei