Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 271

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
01.07.2021 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Úr fundargerð 270. fundar byggðarráðs 24.06.2021, dagskrárliður 3:
1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Náðst hefur samkomulag varðandi stækkun bíls. Byggðarráð leggur til að heimild til framlengingar í eitt ár verði nýtt og ekki verði því farið í að bjóða út skólaakstur að svo stöddu. Leitað verður álits allra sveitarstjórnarfulltrúa á þessari breytingu áður en ákvörðun verður tekin í byggðarráði í umboði sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Leitað var álits allra sveitarstjórnarfulltrúa á því að heimild til framlengingar samninga um skólaakstur verði nýtt og ekki farið í að bjóða út skólaakstur að svo stöddu. Allir fulltrúar í sveitarstjórn lýstu sig samþykka þessu.

Byggðarráð samþykkir í umboði sveitarstjórnar að nýta heimild í samningum um skólaakstur til framlengingar í eitt ár.

Byggðarráð felur í umboði sveitarstjórnar formanni ráðsins og sveitarstjóra að ganga frá samningi um stækkun skólabíls á leið 2 í samræmi við umræður á fundinum.
2. 2104014 - Styrkvegir 2021
Áætlun um styrkvegaframkvæmdir lögð fram.
Áætlun samþykkt samhljóða.
Styrkvegir Vegagerðin.pdf
Tillaga að fjármagni til styrkvega 2021.pdf
3. 2011028 - Erindi til Leigufélagsins Bríet v. leiguíbúða Bakkahvamms hses.
Svar frá Bríet þar sem yfirtaka á íbúðum Bakkahvamms hses er sögð óframkvæmanleg.
Áfram verður unnið að því að Bríet yfirtaki rekstur Bakkahvamms hses,
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 2105002F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 18
1. Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi - 2009015
2. Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell - 1912011
3. 17. júní 2021 - 2106013
4. Menningarmálaverkefnasjóður - 2009004
5. Ársyfirlit 2020 - Héraðsbókasafn - 2106017

Fundargerð staðfest.
Mál til kynningar
5. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Fundað var með fulltrúum frá Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ 25.06.2021.
6. 2106027 - Varðandi innheimtu dráttarvaxta af kröfum vegna fasteignaskatta og beiðni um upplýsingar
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Til allra sveitarfélaga varðandi innheimtu dráttarvaxta.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei