Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 322

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.05.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir varaformaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Kynnt staða vegna útboðs á skólaakstri sem fram fór í samvinnu við Ríkiskaup. Unnið er í úrvinnslu fram kominna tilboða í akstursleiðirnar 7.
2. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Rætt um samning við Íslenska gámafélagið um söfnun úrgangs/sorps í Dalabyggð en heimild er í núgildandi samning að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.
Samþykkt að óska eftir við samningsaðila að framlengja um eitt ár eins og heimilt er samkvæmt núgildandi samningi.
3. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála í samræðum Dalabyggðar við lánastofnanir og verktaka.
Samþykkt að vinna áfram í þeim takti sem rætt var á fundinum.
4. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
5. 2301067 - Starfsmannamál
Sveitarstjóri fór yfir stöðu starfsmannamála.
6. 2405002 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
7. 2405009 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
8. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Framlögð umsókn frá Olís um lóð við Vesturbraut.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Olís/ÓB viðkomandi lóð.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Olís um lóðina og mögulegrar uppbyggingar í tengslum við lóðina og allra næsta nágrenni hennar í samræmi við umræðu á fundinum.
9. 2405003 - Aðkomutákn við Búðardal
Á 309. fundi byggðarráðs þann 26.05.2023 var fjallað um uppsetningu skilta við innkomu í Búðardal.
Í framhaldi tók til starfa starfshópur sem skipaður var fulltrúum Dalabyggðar, Vegagerðarinnar og SSV með það hlutverk að fara yfir reglur og verklag við uppsetningu ásamt því að útbúa auglýsingu til að kalla eftir hugmyndum. Starfshópurinn samþykkti að óska eftir tillögu að aðkomutákni frekar en aðeins skilti.
Hópurinn hefur valið verk úr innsendum tillögum og leggur til við byggðarráð að fjármagn verði áætlað í verkið og að merkið verði kynnt á 30 ára afmæli Dalabyggðar.

Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu starfshópsins og kostnaði vegna þess verði vísað til gerðar viðauka III.
10. 2403013 - 17. júní 2024
Sl. ár hefur verið samið við félagasamtök innan Dalabyggðar um að sinna dagskrá á Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní. Í ár er aðeins annað upp á teningnum enda er ekki aðeins verið að fagna þjóðhátíðardeginum heldur einnig 80 ára afmæli lýðveldisins og 30 ára afmæli Dalabyggðar.
Það eru fjölmörg félög innan Dalabyggðar sem koma að hátíðardagskránni í ár en þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir fjármagni í afmælishluta hátíðarhaldanna er því beint til byggðarráðs að áætla fjármagn í þann hluta.

Byggðarráð samþykkir að veita allt að kr. 750.000 til hátíðarhaldanna til viðbótar við það sem nú þegar er í fjárhagsáætlun ársins. Vísað til gerðar viðauka III.
11. 2405004 - Útfærsla frístundastyrks vor 2024
Lagt til við byggðarráð að eftirstöðvar af styrk frá Stjórnarráði Íslands frá árinu 2022, til að efla virkni og vellíðan barna og ungmenna, verði nýttur til að hækka frístundastyrk Dalabyggðar vorið 2024 um 5.000 kr.- pr. barn sem sótt er um fyrir.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu að hækkun frístundastyrks.
12. 2405006 - Húsnæði viðbragðsaðila
Unnin hefur verið þarfagreining fyrir sameiginlegt húsnæði viðbragðsaðila í Dalabyggð.
Greiningin byggir á svörum frá lögreglunni á Vesturlandi, slökkviliði Dalabyggðar, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Björgunarsveitinni Ósk, Rauða krossinum Dölum og Reykhólum og Slysavarnadeild Dalasýslu.
Niðurstaðan er að lágmarki 994fm og hámarki 1270fm (að undanskilinni sameiginlegri/samnýttri aðstöðu líkt og eldhús, setustofa o.s.frv.) m.v. svör fyrrnefndra aðila.

Byggðarráð fagnar því að fram sé komin þarfagreining fyrir viðkomandi húsnæði og væntir þess að verkefnið hljóti framgang á komandi mánuðum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei