Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 133

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.08.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir varamaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hafrún Ösp Gísladóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Jón Egill Jónsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 2.
1. 2408005 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2024-2025
Farið yfir það framboð sem verður í boði á komandi skólaári hvað tómstundir og íþróttir varðar.
Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir það starf sem boðið verður upp á í haust og búið er að skipuleggja.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með það framboð af tómstundum sem í boði verður.
Íþróttir og tómstundir haust 2024.pdf
2. 2408002 - Ungmennaráð 2024-2025
Í erindisbréfi ungmennaráðs stendur:
"Kjósa verður fulltrúa í stjórn ungmennaráðs fyrir 15. september ár hvert."
Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs ber að kjósa í ungmenna ráð fyrir 15. september ár hvert, tvo fulltrúa í senn.

Lögð fram drög að auglýsingu eftir framboðum í ungmennaráð. Auglýsingin var samþykkt með á orðnum breytingum og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma auglýsingu og kynningarefni á framfæri til ungmenna. Framboðsfrestur er til og með 9. september n.k.
3. 2305001 - Skólaþjónusta
Framlagður til kynningar samningur við Ásgarð skólaráðgjöf, AIS ehf. sem gerður var sumarið 2023. Einnig rætt um aðkomu og aðstoð fyrirtækisins við fræðslunefnd Dalabyggðar varðandi gerð verklagsreglna og utanumhald hvað ábyrgðarsvið nefndarinnar varðar.
4. 2408003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar undirbúning og upphaf nýs skólaárs, nemendafjölda og stöðu í starfsmannamálum.
Einnig framlagt erindi frá skólastjóra vegna skólalóðar og aðstöðu nemenda á framkvæmdatíma við íþróttamannvirki.

Varðandi skólalóð, öryggismál og leiksvæði, þá óskar fræsðlunefnd eftir því að byggingarnefnd/byggðarráð taki umræðu um þennan mikilvæga þátt við framkvæmdaaðilann sem og eftirlitsaðilann sem sér um byggingarstjórn og eftirlit með verkinu er varðar aðstöðu nemenda grunnskólans samanber minnisblað skólastjóra.

Varðandi leiktæki á skólalóð þá mælist fræðslunefnd til að það verði skoðað hvað helst vanti á núverandi lóð í samráði við skólastjórnendur.

Rætt um kynningarfund sem haldinn verður þann 4. september n.k. í Dalabúð þar sem Menntastefna Dalabyggðar verður kynnt. Fræðslunefnd hvetur alla áhugasama til að mæta á fundinn sem haldinn verður í Dalabúð kl. 17:30.
Minnisblað skólastjóra-Til fræðslunefndarfund 27.8.2024.pdf
5. 2408004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2024-2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar undirbúning og upphaf nýs skólaárs, fjölda barna og stöðu í starfsmannamálum.
Ljóst er að börnum er að fjölga á leikskólanum þegar líður á haustið, eru 23 börn nú en stefnir í að verði 27 börn í nóvember. Rætt um mönnum og stöðu hennar.
6. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Farið yfir þann tímaramma sem ætlaður er til undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2025 til 2028.
Ný þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur (sumar 2024)..pdf
Tímarammi vinnu við fjárhagsáæltun 2025 - 2028.pdf
7. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Framlagðar til kynningar tillögur/greinargerð starfshóps um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð sem sveitarstjórn hefur tekið til afgreiðslu og staðfesti að öðru leiti en að kaflanum "viðbótartillögur" var vísað af sveitarstjórn til frekari umræðu í byggðarráði og fræðslunefnd.
Varðandi viðbótartillögur sem vísað var til fræðslunefndar þá var rætt um hvaða möguleikar væru til staðar. Fræðslunefnd óskar eftir við byggðarráð að þeir þættir sem tilgreindir eru í viðbótartillögum starfshópsins verði hafðir til hliðsjónar við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir komandi ár.
Skýrsla starfshóps, undirrituð..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei