Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 239

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.11.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að máli nr. 2302010 - Rekstrarsamningar 2023 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr.7.

Lagt er til að máli nr. 2210019, Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr.9.

Lagt er til að fundargerð fræðslunefndar Dalabyggðar, mál nr.2310001F, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr.11.

Lagt er til að fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, mál nr.2309006F, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr.12.

Lagt er til að fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftrirlits Vesturlands, mál nr.2301009, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr.15.

Aðrir dagskrárliðir færist til miðað við ofangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310019 - Fjárhagsstaða bænda 2023
Rætt um fjárhagsstöðu bændastéttarinnar og aðgerðir því tengdu.
Á síðasta fundi sínum tók byggðarráð Dalabyggðar undir ályktun Samtaka ungra bænda sem lögð var fram á baráttufundi þeirra í Salnum í Kópavogi 26. 10.2023.

Til máls tóku: Skúli, Garðar, Þuríður, Björn Bjarki, Ingibjörg.

Sveitarstjórn Dalabyggðar tekur undir ályktun Samtaka ungra bænda sem lögð var fram á baráttufundi þeirra í Salnum í Kópavogi 26.10.2023, sem bæði atvinnumálanefnd og byggðarráð Dalabyggðar hafa þegar tekið undir.

Samþykkt samhljóða.
Matvælaframleiðsla er orðin sjálfboðastarf.pdf
Staða landbúnaðar - Dalabyggð, 03.11.2023.pdf
SUB bækl. 181023.pdf
2. 2310016 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki V
Á fundi byggðarráðs þann 27. október sl. var svohljóðandi tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 lögð fram og samþykkt:

- Áætlun um staðgreiðslu og útsvar hækkar um kr.8.058.000,-
- Jöfnunasjóður, tekjur hækka um kr.7.368.000 (mismunur á lækkun á tekjujöfnunarframlagi og hækkun á Útgjaldaframlagi)
- Tilfærsla milli deilda kr.5.055.000,- (innan félagsþjónustu)
- Viðbótarkostnaður v. sérstakra húsaleigubóta kr.1.120.000
- Aukin kostnaður v. barnaverndar og þjónustu við fatlaða kr.55.397.000
- Hækkun launakostnaðar kr.23.513.000
- Lækkun á öðrum rekstrarkostnaði kr.1.234.000
- Hækkun á vaxtakostnaði kr.12.553.000
- Hækkun á afskriftum kr.2.188.000
- Lækkun á öðrum kostnaði v. eignasölu kr.1.087.000
- Lækkun á söluhagnaði kr.11.419.000
- Hækkun á daggjöldum í grunnskóla kr.1.100.000
- Hækkun á framlagi til grunnskóla kr.7.564.000
- Lækkun á leigutekjum v. eignasölu kr.1.282.000
- Hækkun á eignfærslu v.byggingu/hönnun íþróttamannvirkja kr.15.000.000

Breyting í A-sjóði er kr.59.495.000 til hækkunar
Breyting í B-sjóði er kr.21.566.000 til hækkunar
Samtals er Viðaukahækkun á rekstrarkostnaði kr.81.061.000 og er áætluð lokaniðurstaða A og B hluta því jákvæð um kr.7,0 millj.kr.

Til máls tók: Björn Bjarki.
3. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2024 til 2027 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 27.október sl. varðandi gjaldskrár og greiðslutilhögun fasteignagjalda:
"Gjaldskrár hækka alla jafna um 8%.
Sorphirðugjöld hækka þó um 30% í þeirri viðleitni að minnka meðgjöf með málaflokknum.
Greiðsludreifing fasteignagjalda og tengdra gjalda sem innheimt eru með þeim verði 8 mánuðir í stað 6 mánaða."

Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að heildar skatttekjur A og B hluta á ársinu 2024 verði 556,9 millj.kr., framlög jöfnunarsjóðs 400,2 millj.kr. og aðrar tekjur 366,7 millj.kr.
Gjalda megin er gert ráð fyrir að í laun og launatengd gjöld verði varið 530 millj.kr., annar rekstrarkostnaður verði 402,6 millj.kr., fjármagnskostnaður verði 35,8 millj.kr. og afskriftir nemi 54,6 millj.kr.
Rekstrarniðurstaðan verði samkvæmt því 290,2 millj.kr. í rekstrarafgang.
Heildarfjárfesting ársins 2024 er áætluð 813,5 millj.kr. og vigta þar lang þyngst fyrirhugaðar framkvæmdir við íþróttamannvirki sem eru 700 millj.kr. á árinu 2024.
Fyrirhugað er að halda opna fundi um fjárhagsáætlun í Nýsköpunarsetri til að ræða áætlunina þann og verður tímasetning kynnt á heimasíðu og facebook síðu Dalabyggðar á næstu dögum.

Til máls tóku: Björn Bjarki, Þuríður, Skúli, Ingibjörg.

Lagt til að vísa fjárhagsáætlun til 2. umræðu.

Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2024-2027 fyrri umræða, 9.11.2023.pdf
4. 2301013 - Silfurtún, undirbúningur á slitum B-hluta félags og eignarhald fasteignar
Um næstu áramóti, 2023/2024 yfirtekur HVE rekstur hjúkrunar- og dvalarheimilisins Silfurtúns. Ljóst er að færa þarf fasteignir sem eru í eigu B-hluta félagsins sem nú á og rekur þær eignir sem um ræðir yfir í aðalsjóð Dalabyggðar og huga að uppgjöri á skuld B-hluta félagsins við aðalsjóð samhliða.
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt til að hefja tilfærslu fasteigna sem eru í eigu B-hluta félagsins í aðalsjóð Dalabyggðar og huga að uppgjöri á skuld B-hluta félagsins við aðalsjóð samhliða.

Samþykkt samhljóða.
5. 2302006 - Félagslegar íbúðir
Farið yfir stöðu máls í samskiptum Dalabyggðar og Leigufélagsins Bríetar ehf. varðandi húseignir sem eru í eigu Dalabyggðar. Fram er komið tilboð frá Leigufélaginu Bríeti ehf. í eignir sveitarfélagsins við Stekkjarhvamm og Gunnarsbraut gegn yfirtöku á eignum og skuldum Dalabyggðar og eignarhlut í Leigufélaginu Bríeti ehf.
Til máls tóku: Björn Bjarki, Skúli, Ingibjörg.

Lagt til að fela sveitarstjóra að ganga frá málinu í samstarfi við Leigufélagið Bríet í samræmi við tilboð í eignir sveitarfélagsins við Stekkjarhvamm og Gunnarsbraut gegn yfirtöku á eignum og skuldum Dalabyggðar og eignarhlut í Leigufélaginu Bríeti.

Samþykkt samhljóða.
6. 2210026 - Uppbygging innviða
Framlögð drög að viljayfirlýsingu Dalabyggðar og Leigufélagsins Bríetar ehf. um uppbyggingu leiguíbúða og styrkingu leigumarkaðar í sveitarfélaginu á vegum Bríetar á árinu 2024.
Til máls tóku: Skúli, Garðar, Björn Bjarki, Ingibjörg.

Viljayfirlýsing lögð fram til afgreiðslu og sveitarstjóra falið að skrifa undir hana.

Samþykkt samhljóða.
Viljayfirlýsing Dalabyggð.pdf
Skúli víkur af fundi undir afgreiðslu samnings um rekstur í Félagsheimilinu Árblik.
7. 2302010 - Rekstrarsamningar 2023
Rekstrarsamningur (drög) vegna Félagsheimilisins Árbliks lagður fram til samþykktar.
Rekstrarsamningur (drög) vegna Vínlandsseturs lagður fram til staðfestingar.

Til máls tók: Björn Bjarki.

Samningur um rekstur í Félagsheimilinu Árblik lagður fram til afgreiðslu.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Samningur um rekstur á Vínlandssetri í Búðardal lagður fram til afgreiðslu.

Samþykktur samhljóða.
samningar_endurskodun_arblik_svstj_09112023..pdf
Vínlandssetur_leigusamningur_svstj_09112023..pdf
8. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrispurn um viðhald og endurnýjun
Á síðasta fundi byggðarráðs var rætt um þær breytingar sem Rarik hefur kynt varðandi gjaldskrá hitaveitu á lögbýlum sem tengd eru hitaveitunni. Kynnt drög að fyrirspurn til Rarik.
Til máls tók: Björn Bjarki.

Drög að fyrirspurn lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Bréf dags.9.11.2023.pdf
9. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar
Á 141. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað:
Deiliskipulag Áarlands var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar 9. október 2023 og afgreiddi stofnunin erindið 7. nóvember 2023 og gerði athugasemd við auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Hér verður farið yfir athugsemdirnar lið fyrir lið og gerð grein fyrir afstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar í kjölfar þessarar afgreiðslu Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagsáform eru ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2023 var auglýst 15. júlí 2022 og birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 23. júní 2023. Auglýsing deiliskipulagstillögu er því í ósamræmi við 2. mgr. 41. gr. Skipulagslaga.
Flokka þarf landbúnaðarland í deiliskipulagsvinnu sbr. ákvæði fyrir landbúnaðarland í gr. 17.13 í aðalskipulagi og 4. kafla skýrslu um flokkun landbúnaðarlands í viðauka aðalskipulags. Skipulagsstofnun bendir einnig á að sveitastjórn þarf að taka afstöðu til 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og m.a. rökstyðja hvort aðrir valkostir séu fyrir staðsetningu mannvirkja á jörðinni með tilliti til ræktunarmöguleika.
Ný gistihús eru ekki í samræmi við ákvæði í kafla 17.13 í aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir að minniháttar ferðaþjónusta í tengslum við búrekstur krefjist ekki nýrra mannvirkja og skerði ekki möguleika til hefðbundinna landbúnaðarnota.
Á landbúnaðarlandi utan landbúnaðarlands í flokki I er heimilt að reisa allt að þrjú frístundahús. Í deiliskipulagsbreytingunni eru sýnd fjögur frístundarhús á landbúnaðarlandi, það eru frístundahús nr. 30, 40 og 50 og einnig stærsti hluti byggingarreits frístundarhúss nr. 60.
Byggingarreitir uppfylla ekki fjarlægðartakmörk vega sbr. 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og kafla 17.8, töflu 17.2 í aðalskipulagi. Auk þess þarf að sýna veghelgunarsvæði Klofningsvegar.
Gera þarf grein fyrir þegar byggðum mannvirki og sýna á uppdrætti sbr. 7.1 gr. skipulagsreglugerðar.
Sýna þarf byggingarreiti þar sem gert er ráð fyrir endurbyggingu núverandi húsa.
Grunnkort skal ná nægilega út fyrir mörk skipulagssvæðis til að sýna afstöðu og samhengi við aðliggjandi svæði.
Leita þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands.
Viðbrögð umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar eru eftirfarandi:
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar telur að ekki hafi verið gætt meðalhófs í afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Deiliskipulagstillagan sem er heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 1992 var unnin á árinu 2022 með hliðsjón af þágildandi aðalskipulagi og gildandi deiliskipulagi svæðisins. Deiliskipulagstillagan var samþykkt til auglýsingar 11. apríl 2023 í skipulagsnefnd og 13. apríl 2023 í sveitarstjórn. Tillagan var auglýst frá 25. apríl með athugasemdarfresti til 6. júní 2023 og send til umsagnaraðila. Þann 6. júní kom í ljós að auglýsing hafði ekki verið birt í Lögbirtingablaði og var bætt úr því formsatriði og athugasemdarfrestur framlengdur um sex vikur til 18. júlí 2023.
Þann 23. Júní 2023 staðfesti Skipulagsstofnun nýtt aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032. Landnotkun í landi Ár er lítið breytt, áfram gert ráð fyrir frístundabyggð F30 fyrir allt að 20 frístundahús en afmörkun F30 færð til samræmis við núverandi frístundalóðir sbr. deiliskipulagið frá 1992. Einnig er gert ráð fyrir tjaldsvæði og þjónustuhúsum í landi Ár í bæði eldra aðalskipulagi og nýju.

Samkvæmt Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 var heimilt að byggja upp sérhæfð hús ferðaþjónstu á lögbýlum sbr.: „Heimilt verður, þar sem aðstæður leyfa á hverju lögbýli, að hafa sérhæfðar byggingar fyrir ferðaþjónustu, þ.e. hótel, gistiheimili og byggingar fyrir veitingarekstri, svo fremi sem heildarstærð þeirra fari ekki yfir 1.500 m².“
Umfang ferðaþjónustuhúsa á landbúnaðarsvæði í endurskoðuðu deiliskipulagi eru undir því viðmiði, átta smáhýsi til útleigu eru samtals 320 fm og í samræmi við þágildandi aðalskipulag. Smáhýsin samræmast einnig gildandi aðalskipulags um 20 hús á svæði F30.

Ákvæði um flokkun landbúnaðarlands var ekki í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Í samþykktu deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingarreitum á ræktuðum túnum heldur eru fyrirhuguð hús öll utan landbúnaðarlands eða í tengslum við núverandi bæjarhús.

Á grunni eldra deiliskipulags frá 1992 voru stofnaðar frístundahúsalóðir sem margar eru þegar byggðar og liggja allar innan marka skilgreindrar frístundabyggðar F30 í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032.

Við afgreiðslu sveitarstjórnar 17. ágúst 2023 var deiliskipulagið samþykkt ásamt viðbrögðum skipulagsnefndar við framkomnum umsögnum og athugasemdum. Ekki var talið forsvaranlegt að byrja deiliskipulagsvinnu að nýju vegna gildistöku nýs Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 þar sem landnotkun á jörðinni er lítið breytt, allar frístundahúsalóðir deiliskipulags liggja innan marka frístundabyggðar F30.
Leitað var umsagnar Minjastofnunar Íslands.
Í ljósi ofangreinds leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til við sveitarstjórn Dalabyggðar að auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.

Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt til að staðfesta bókun umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð
10. 2310002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 315
Samþykkt samhljóða.
10.1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Farið yfir stöðu mála varðandi gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar fyrir árin 2024 til 2027.
Gjaldskrár hækka alla jafna um 8%.
Sorphirðugjöld hækka þó um 30% í þeirri viðleitni að minnka meðgjöf með málaflokknum.
Greiðsludreifing fasteignagjalda og tengdra gjalda sem innheimt eru með þeim verði 8 mánuðir í stað 6 mánaða.
Jafnframt er unnið að uppfærðum reglum varðandi afslátt eldri borgara og öryrkja af fasteignagjöldum til að þær séu í samræmi við verðlagsþróun.
10.2. 2310016 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki V
- Áætlun um Staðgreiðslu og útsvar hækkar um 8.058.000,-
- Jöfnunasjóður - tekjur hækka um 7.368.000 (mismunur á lækkun á tekjujöfnunarframlagi og hækkun á Útgjaldaframlagi)
- Tilfærsla milli deilda 5.055.000,- innan Félagsþjónustunnar
- Viðbótarkostnaður v. sérstakra húsaleigubóta kr. 1.120.000
- Aukin kostnaður v. barnaverndar og þjónustu við fatlaða 55.397.000
- Hækkun launakostnaðar 23.513.000
- Lækkun á öðrum rekstrarkostnaði 1.234.000
- Hækkun á vaxtakostnaði 12.553.000
- Hækkun á afskriftarkostnaði 2.188.000
- Lækkun á öðrum kostnaði v. eignarsölu 1.087.000
- Lækkun á söluhagnaði 11.419.000
- Hækkun á daggjöldm í grunnskóla 1.100.000
- Hækkun á framlagi til grunnskóla 7.564.000
- Lækkun á leigutekjum v. eignasölu 1.282.000
- Hækkun á eignfærslu v.byggingu íþróttamannvirkja 15.000.000

Breyting í A-sjóði er kr. 59.495.000 til hækkunar
Breyting í B-sjóði er kr. 21.566.000 til hækkunar
Samtals er Viðaukahækkun á rekstri kr. 81.061.000 og er því lokaniðurstaða A og B hluta því jákvæð um kr. 7,0 millj kr.
10.3. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023
Á 34. fundi menningarmálanefndar Dalabyggðar sem haldinn var 9. október sl. var eftirfarandi bókað undir umræðu um safnamál í Dalabyggð:

"Nú er ljóst að Staðarfell er ekki lengur inn í myndinni sem framtíðar staður fyrir byggðarsafn Dalabyggðar. Í verkefnaáætlun DalaAuðs voru nokkur markmið í menningarmálum tengd uppbyggingu byggðarsafns að Staðarfelli og því ljóst að leita þarf annarra lausna og vill menningarmálanefnd kalla eftir skýrri sýn þar að lútandi frá byggðarráði og sveitarstjórn Dalabyggðar þannig að það liggi fyrir þegar drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins verða kynnt í nóvember n.k."
Í ljósi framkominnar greinagerðar starfshóps um safnamál sem var að störfum í vor, tekur byggðarráð undir framkomin gögn og hefur falið sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við það.
10.4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar var rætt um deiliskipulag í Búðardal og þá þörf sem værifyrir hendi að endurnýja og/eða yfirfara deiliskipulag í og við þéttbýlið. Skipulagsfulltrúi hefur nú skilað inn gögnum varðandi verðkönnun sem hann sá um framkvæmd á varðandi þann kostnað sem af því hlýst að fara í fyrrgreinda vinnu.
Sveitarstjóri í samstarfi við skipulagafulltrúa vinni málið áfram, með það í huga að útvíkka verkefnið í samræmi við umræður á fundinum.
10.5. 2310017 - Lausaganga hrossa 2023
Sveitarstjóri sagði frá samskiptum vegna lausagögnu hrossa og annarra þátta því tengdu.
Rætt um stöðu mála.
10.6. 2310004 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts/gjalda
Framlögð umsókn um greiðslu styrks vegna fasteignaskatts/gjalda frá Hestamannafélaginu Glað f.h. Nesodda ehf. vegna reiðskemmu.
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið m.t.t. gildandi reglna Dalabyggðar.
10.7. 2310008 - Afskriftarbeiðni
Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi með ósk um afskriftir krafna.
Samþykkt að fella niður kröfur.
10.8. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Framlögð umsókn um lóð frá Olís við Vesturbraut í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að eiga samtal við Olís um málið og mögulega frekari uppbyggingu/þjónustu á svæðinu.
10.9. 2310005 - Leiktæki á skólalóð
Framlögð bréf sem ungir íbúar í Dalabyggð sendu til sveitarstjóra þar sem óskað er eftir úrbótum á skólalóð.
Sveitarstjóra falið að eiga samtal við Foreldrafélag Auðarskóla varðandi mögulega útfærslu verkefnisins.
10.10. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrispurn um viðhald og endurnýjun
Rætt um þær breytingar sem Rarik hefur kynt varðandi gjaldskrá hitaveitu á lögbýlum sem tengd eru hitaveitunni.
Rætt um stöðu mála.
10.11. 2310019 - Fjárhagsstaða bænda 2023
Rætt um fjárhagsstöðu bændastéttarinnar og aðgerðir því tengdu.
Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir ályktur Samtaka ungra bænda sem lögð var fram á baráttufundi þeirra í Salnum í Kópavogi 26. 10.2023 og hún er svo hljóðandi:

Engum sem vill sjá getur dulist að rekstrarumhverfi landbúnaðar á Íslandi er komið að fótum fram. Ungir bændur standa frammi fyrir fjárhagslegum ómöguleika og ungt fólk sem vill hefja hefðbundinn búskap á enga möguleika. Alls enga. Mikil ógn steðjar því að nauðsynlegri nýliðun í stétt bænda. Um leið er fæðuöryggi þjóðarinnar sett í uppnám. Við höfum nýlega séð skýr merki þess að þegar harðnar á dalnum er hver þjóð sjálfri sér næst hvað nauðþurftir varðar. Þess vegna þurfum við að slá skjaldborg um íslenskan landbúnað. Ekki eingöngu af öryggisástæðum heldur líka vegna menningarhlutverks búvöruframleiðslunnar sem samofið er þjóðinni frá því land var numið.

Á sama tíma og núverandi rekstrarskilyrði eru í raun ókleifur hamar fyrir ungt fólk stendur íslenskur landbúnaður frammi fyrir stórkostlegum nýjum tækifærum á heimsmarkaði. Þau felast í aukinni umhverfisvitund jarðarbúa í öllum heimshornum, nýjum kröfum um heilnæmi matvæla, vistvæna orkugjafa í framleiðslunni og heilbrigða búskaparhætti. Í þessum efnum erum við í allra fremstu röð. Þegar grannt er skoðað blasir það líka við að fjölmörg tækifæri felast í framsækinni nýsköpun í krafti þekkingar og nýrrar tækni. Til þess að nýta þessi sóknarfæri þurfa stjórnvöld að ryðja brautina og opna ungu fólki ný og spennandi tækifæri jafnt til búskapar sem rannsóknar-, vísinda- og þróunarstarfa á sviði landbúnaðarins.

Það eru beinlínis falsfréttir að landbúnaður í nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlantsála þrífist án opinbers stuðnings. Og það getur í besta falli kallast upplýsingaóreiða þegar búið er að læða því inn hjá íslenskri þjóð með mætti endurtekningarinnar að stuðningur hérlendis við landbúnað sé meiri en annars staðar. Staðreyndin er einfaldlega sú að hvar sem er í heiminum er ræktun og framleiðsla landbúnaðarafurða svo kostnaðarsöm að stjórnvöld á hverjum stað kjósa að styðja starfsemina. Bæði til þess að varðveita atvinnugreinina og halda verði til neytenda hóflegu. Ísland er þar engin undantekning. En það er bull að stuðningur hérlendis við landbúnaðinn sé úr takti við það sem tíðkast í vestrænum heimi.

Baráttufundur Samtaka ungra bænda skorar á stjórnvöld að opna augun og leggja við hlustir. Þau verða að þekkja og skilja raunveruleika búreksturs í landinu. Í fyrsta lagi vandann. Í öðru lagi tækifærin. Í þriðja lagi alþjóðlega samkeppnisstöðu íslenska landbúnaðarins. Þar reynir á þekkingu á raunverulegum ríkisstyrkjum til matvælaframleiðslu um allan heim? bæði þá sem eru uppi á borðum og líka hina sem klæddir eru í alls kyns feluliti. Það er glapræði að leggja íslenskan landbúnað af. Þess vegna þarf að bregðast við án tafar. Seinna er of seint.
10.12. 2208001 - Matarsmiðja í Tjarnarlundi
Unnið hefur verið að því að fá vottað eldhús er verði til útleigu. Hér eru lögð fram drög að gjaldskrá fyrir litla matvælavinnslu í Tjarnarlundi ásamt gæðahandbók.
Byggðarráð tekur jákvætt í framlögð drög að gjaldskrá og beinir henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
11. 2310001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 125
Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 5.

Samþykkt samhljóða.
11.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Til umræðu er staðan á starfsemi grunnskólans, kynntar tillögur varðandi ákveðna þætti í starfsemi grunnskólans á komandi starfsári og fyrstu drög að skóladagatali 2024 - 2025 kynnt.
Skólastjóri fór yfir starfið og upplifun starfsmanna á stöðunni eftir fyrstu spönn starfsins, ánægjulegt er að sjá jákvæða upplifun starfsmanna á breyttum starfsháttum í skólanum.

Skólastjóri kynnti uppfært skipurit Auðarskóla m.t.t. þeirra breytinga sem urðu á skipulagi skólans sl. sumar. Ekki verður um neinn kostnaðarauka að ræða við þessar breytingar. Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar á skipuriti.

Skólastjóri kynnti fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025 og hvaða forsendur liggi þar að baki.Skólastjóri mun kynna drögin fyrir starfsmönnum og skólaráði á næstunni.

Rætt um lengda viðveru sem boðið hefur verið upp á í Auðarskóla. Skólastjóra falið að skoða fyrirkomulag þjónustunnar.
11.2. 2311004 - Erindi til fræðslunefndar og byggðarráðs
Framlagt erindi til fræðslunefndar varðandi greiðsluþátttöku nemenda vegna þátttöku í skólabúðum.
Fræðslunefnd þakkar fyrir erindið en sér ekki forsendur til að breyta því fyrirkomulagi sem nú er, þ.e.að Dalabyggð taki þátt í 50% af þeim kostnaði sem um ræðir. Fræðslunefnd vill benda á að ef foreldrar sjá sér ekki fært að taka þátt í þeim kostnaði sem um ræðir að þá er mögulegt að sækja um fjárhagsstuðning til félagsmálanefndar Dalabyggðar.
11.3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Til umræðu er staðan á starfsemi leikskólans, kynntar hugmyndir að útfærslu á vinnutímastyttingu og fyrstu drög að skóladagatali 2024 - 2025 kynnt.
Skólastjóri kynnti fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025 og hvaða forsendur liggi þar að baki.Skólastjóri mun kynna drögin fyrir starfsmönnum og skólaráði á næstunni.

Kynnt tillaga að fyrirkomulagi á vinnutímastyttingu og hvaða áhrif sú aðgerð hefur á starfsemi leikskólans og opnunartíma. Fræðslunefnd felur skólastjóra að kynna breytt fyrirkomulag fyrir starfsfólki leikskólans, skólaráði og í kjölfarið foreldrum og forráðamönnum leikskólabarna.
11.4. 2311002 - Íslenska æskulýðsrannsóknin
Framlögð skýrsla sem Menntavísindastofnun gaf út fyrir stuttu í kjölfar könnunar sem unnin var á árinu.
11.5. 2110050 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Sagt frá fræðslufundi sem haldinn var í Auðarskóla í samstarfi við Heimili og skóla.
Fræðslunefnd lýsir ánægju með þá góðu þátttöku sem varð á fundinum með Heimili og skóla sem haldinn var í Auðarskóla 18. október sl. þar sem m.a. var undirritaður Farsældarsáttmáli í Dalabyggð.
11.6. 2308011 - Ungmennaráð 2023-2024
Rætt um næstu skref í kjölfar þess að nú hefur verið kosið í ungmennaráð fyrir nýhafið starfsár.
Samþykkt að fela tómstundafulltrúa að boða til fundar Ungmennaráðs með formanni fræðslunefndar og sveitarstjóra sem fyrst.
12. 2309006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 141
Til máls tók: Guðlaug um dagskrárlið 8.

Samþykkt samhljóða.
12.1. 1802017 - Deiliskipulag við Borgarbraut
Tillaga til afgreiðslu fyrir auglýsingu sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Um er að ræða efnislega óbreytta en lagfærða tillögu sem áður var auglýst árið 2019 en tók ekki gildi í kjölfarið. Því þarf að endurauglýsa tillöguna. Deiliskipulagstillaga er í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Samþykkt samhljóða, skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna.
12.2. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Skipulagsstofnun óskaði umsagnar Dalabyggðar um 5.500 ha skógræktarframkvæmd sem tilkynnt var til ákvörðunar um matskyldu, sbr. 19. og 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Dalabyggð hefur sent Skipulagsstofnun umsögn dags. 30. október 2023.

Í umsögn er vísað til stefnu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 um skógrækt. Umfang skógræktarframkvæmdar er yfir stærðarmörkum um skógrækt á landbúnaðarsvæðum og kallar því aðalskipulagsbreytingu þar sem landnotkun yrði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL). Í ljósi þess að um mjög stórt skógræktarverkefni er að ræða sem tekur til svæða sem falla undir verndarákvæði 61. gr. laga um náttúruvernd og mikilvægra fuglasvæða og líkur á að skógræktin hafi umtalsverð áhrif á umhverfið þá telur Dalabyggð æskilegt að umrædd framkvæmd fari í umhverfismat, sbr. viðmið í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Á það sérstaklega við um stærð og umfang framkvæmdar, nýtingu lands og líffræðilega fjölbreytni, staðsetningu framkvæmdar, verndarsvæði og loks gerðar og eiginleika hugsanlegra umhverfisáhrifa skógræktar. Niðurstöður umhverfismats skógræktarframkvæmdar munu nýtast til að taka ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði í landi Ljárskóga.
Nefndin samþykkir umsögnina samhljóða.
12.3. 2311006 - Umsókn um lögbýli á jörðinni Hömrum í Laxárdal.
Jörðin Hamrar er eyðijörð. Nýr landeigandi hefur áform um að á jörðinni verði stunduð skógrækt. Samkvæmt jarðalögum er það ráðherra (ráðuneyti) sem veitir leyfi til stofnunar lögbýlis, en með umsókn um stofnun lögbýlis skal m.a. fylgja umsögn sveitarstjórnar.
Nefndin leggst ekki gegn stofnun lögbýlis, en bendir á 18. grein Jarðalaga 81/2004 um að stofnun lögbýlis raski ekki búrekstraraðstöðu nálægra jarða og að landnotkun samræmist aðalskipulagi.
12.4. 2311005 - Vesturbraut 22 - bygging starfsmannaaðstöðu
Bygging á starfsmannaaðstöðu við gámasvæði Dalabyggðar. Forsmíðað af Íslenska Gámafélaginu og flutt á staðinn.
Samþykkt samhljóða.
12.5. 2310015 - Umsókn um byggingarleyfi að Búðarbraut 12b
Dalakot ehf. sækir um endur- og viðbyggingu við Búðarbraut 12b.
Samþykkt samhljóða. Grendarkynning hefur þegar farið fram.
12.6. 2309005 - Umsókn um byggingarleyfi að Miðbraut 1
Miðbraut 1, umsókn um viðbyggingu og breytingar.
Nefndin felur byggingarfullrúa að ganga frá byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn berast.
12.7. 2311008 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Lækjarhvammi 8
Nefndin bendir á að grenndarkynning hefur ekki farið fram. Nefndin felur jafnframt byggingarfulltrúa að ganga frá byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn berast.
12.8. 2311007 - Hundagerði í Búðardal
Skoðaðar hafa verið útfærslur og tillögur að staðsetningu hundagerðis í Búðardal. Óskað eftir umfjöllun og áliti umhverfis- og skipulagsnefndar á þeim valkostum sem liggja fyrir.
Kynntar og ræddar hugmyndir að hugsanlegri staðsetningu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.
12.9. 2311010 - Uppsetning á Olíutank fyrir varaflstöð
Framlögð umsókn um uppsetningu á olíutanki fyrir varaaflstöð.
Samþykkt samhljóða.
12.10. 2210019 - Breyting á deiliskipulagi vegna frístundabyggðar
Deiliskipulag Áarlands var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar 9. október 2023 og afgreiddi stofnunin erindið 7. nóvember 2023 og gerði athugasemd við auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Hér verður farið yfir athugsemdirnar lið fyrir lið og gerð grein fyrir afstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar í kjölfar þessarar afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Afgreiðsla Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagsáform eru ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2023 var auglýst 15. júlí 2022 og birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 23. júní 2023. Auglýsing deiliskipulagstillögu er því í ósamræmi við 2. mgr. 41. gr. Skipulagslaga.
Flokka þarf landbúnaðarland í deiliskipulagsvinnu sbr. ákvæði fyrir landbúnaðarland í gr. 17.13 í aðalskipulagi og 4. kafla skýrslu um flokkun landbúnaðarlands í viðauka aðalskipulags. Skipulagsstofnun bendir einnig á að sveitastjórn þarf að taka afstöðu til 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og m.a. rökstyðja hvort aðrir valkostir séu fyrir staðsetningu mannvirkja á jörðinni með tilliti til ræktunarmöguleika.
Ný gistihús eru ekki í samræmi við ákvæði í kafla 17.13 í aðalskipulagi. Gert er ráð fyrir að minniháttar ferðaþjónusta í tengslum við búrekstur krefjist ekki nýrra mannvirkja og skerði ekki möguleika til hefðbundinna landbúnaðarnota.
Á landbúnaðarlandi utan landbúnaðarlands í flokki I er heimilt að reisa allt að þrjú frístundahús. Í deiliskipulagsbreytingunni eru sýnd fjögur frístundarhús á landbúnaðarlandi, það eru frístundahús nr. 30, 40 og 50 og einnig stærsti hluti byggingarreits frístundarhúss nr. 60.
Byggingarreitir uppfylla ekki fjarlægðartakmörk vega sbr. 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og kafla 17.8, töflu 17.2 í aðalskipulagi. Auk þess þarf að sýna veghelgunarsvæði Klofningsvegar.
Gera þarf grein fyrir þegar byggðum mannvirki og sýna á uppdrætti sbr. 7.1 gr. skipulagsreglugerðar.
Sýna þarf byggingarreiti þar sem gert er ráð fyrir endurbyggingu núverandi húsa.
Grunnkort skal ná nægilega út fyrir mörk skipulagssvæðis til að sýna afstöðu og samhengi við aðliggjandi svæði.
Leita þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands.
Viðbrögð umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar eru eftirfarandi:
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar telur að ekki hafi verið gætt meðalhófs í afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Deiliskipulagstillagan sem er heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 1992 var unnin á árinu 2022 með hliðsjón af þágildandi aðalskipulagi og gildandi deiliskipulagi svæðisins. Deiliskipulagstillagan var samþykkt til auglýsingar 11. apríl 2023 í skipulagsnefnd og 13. apríl 2023 í sveitarstjórn. Tillagan var auglýst frá 25. apríl með athugasemdarfresti til 6. júní 2023 og send til umsagnaraðila. Þann 6. júní kom í ljós að auglýsing hafði ekki verið birt í Lögbirtingablaði og var bætt úr því formsatriði og athugasemdarfrestur framlengdur um sex vikur til 18. júlí 2023.
Þann 23. Júní 2023 staðfesti Skipulagsstofnun nýtt aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032. Landnotkun í landi Ár er lítið breytt, áfram gert ráð fyrir frístundabyggð F30 fyrir allt að 20 frístundahús en afmörkun F30 færð til samræmis við núverandi frístundalóðir sbr. deiliskipulagið frá 1992. Einnig er gert ráð fyrir tjaldsvæði og þjónustuhúsum í landi Ár í bæði eldra aðalskipulagi og nýju.

Samkvæmt Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 var heimilt að byggja upp sérhæfð hús ferðaþjónstu á lögbýlum sbr.: „Heimilt verður, þar sem aðstæður leyfa á hverju lögbýli, að hafa sérhæfðar byggingar fyrir ferðaþjónustu, þ.e. hótel, gistiheimili og byggingar fyrir veitingarekstri, svo fremi sem heildarstærð þeirra fari ekki yfir 1.500 m².“
Umfang ferðaþjónustuhúsa á landbúnaðarsvæði í endurskoðuðu deiliskipulagi eru undir því viðmiði, átta smáhýsi til útleigu eru samtals 320 fm og í samræmi við þágildandi aðalskipulag. Smáhýsin samræmast einnig gildandi aðalskipulags um 20 hús á svæði F30.

Ákvæði um flokkun landbúnaðarlands var ekki í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Í samþykktu deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingarreitum á ræktuðum túnum heldur eru fyrirhuguð hús öll utan landbúnaðarlands eða í tengslum við núverandi bæjarhús.

Á grunni eldra deiliskipulags frá 1992 voru stofnaðar frístundahúsalóðir sem margar eru þegar byggðar og liggja allar innan marka skilgreindrar frístundabyggðar F30 í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032.

Við afgreiðslu sveitarstjórnar 17. ágúst 2023 var deiliskipulagið samþykkt ásamt viðbrögðum skipulagsnefndar við framkomnum umsögnum og athugasemdum. Ekki var talið forsvaranlegt að byrja deiliskipulagsvinnu að nýju vegna gildistöku nýs Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 þar sem landnotkun á jörðinni er lítið breytt, allar frístundahúsalóðir deiliskipulags liggja innan marka frístundabyggðar F30.
Leitað var umsagnar Minjastofnunar Íslands.
Í ljósi ofangreinds leggur umhverfis- og skipulagsnefnd til við sveitarstjórn Dalabyggðar að auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.
13. 2310003F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 42
Til máls tók: Garðar um dagskrárlið 1, 3 og 5.

Samþykkt samhljóða.
13.1. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023
Nick Spencer og Jana Osmerová koma á fund nefndarinnar fyrir hönd þrifafyrirtækis síns.
Nefndin þakkar Nick og Jana fyrir komuna.

Virkilega áhugavert að heyra af uppbyggingu þeirra á þrifafyrirtæki sínu.
Eins og fleiri atvinnurekendur hafa talað um nefndu þau að skortur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði væri vandamál þegar kemur að því að stækka fyrirtæki og/eða ráða inn starfsfólk.
Einnig nefndu þau að tungumálaörðugleikar væru nokkur þröskuldur þegar kemur að því opinbera, líkt og kringum bókhald og skattamál, þ.e. að efnið væri mikið til á íslensku.
13.2. 2210026 - Uppbygging innviða
Staða mála rædd.
Farið yfir stöðuna á undirbúningi uppbyggingingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
13.3. 2310011 - Landbúnaður í Dalabyggð 2023
Fimmtudaginn 26. október var haldinn baráttufundur ungra bænda.
Nefndin leggur fram ályktun varðandi starfsumhverfi og afkomu bænda.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar tekur undir ályktun Samtaka ungra bænda er lögð var fram og samþykkt á baráttufundi þeirra í Salnum í Kópavogi 26. október sl.
Nefndin hvetur Samtök ungra bænda til dáða í áframhaldandi baráttu fyrir bættum kjörum.
13.4. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023
Verkefnastjóri fer yfir áætlun markaðs- og kynningarmála, stöðuna 2023 og planið fyrir árið 2024.
Farið yfir drög að áætlun markaðs- og kynningarmála 2024.
13.6. 2301021 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2023
Nefndin stendur fyrir kaffispjalli í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar í nóvember. Rætt um hentuga dagsetningu.
Stefnt er að kaffispjalli atvinnumálanefndar miðvikudaginn 15. nóvember nk. kl.20:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Öll velkomin.
13.7. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Skráð atvinnuleysi í september var 3,0% og hækkaði úr 2,9% í ágúst. Í september 2022 var atvinnuleysið hins vegar 3,2%.
Að meðaltali voru 5.734 atvinnulausir í september, 3.175 karlar og 2.559 konur.
Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni lítið breytast í október og gæti orðið á bilinu 2,9% til 3,2%.
Á flestum stöðum á landsbyggðinni hækkaði atvinnuleysi frá ágúst nema á Vesturlandi þar sem það fór úr 1,8% í 1,7%.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
14. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 935.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 936.pdf
15. 2301009 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2023
Lagt fram til kynningar.
186_2023_1106_Samþykkt fundargerð.pdf
Mál til kynningar
16. 2308020 - Aðalfundur fulltrúaráðs Eignahaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð-fulltruaradsfundar-06102023.pdf
17. 2301020 - Skýrsla sveitarstjóra 2023
Til máls tók: Björn Bjarki, Garðar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 239.pdf
Starfandi oddviti leggur til að næsti sveitarstjórnarfundur verði haldinn fimmtudaginn 7. desember n.k.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei