Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 275

Haldinn á fjarfundi,
31.08.2021 og hófst hann kl. 19:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2108016 - Notkun á íþróttahúsinu á Laugum
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 13:
2108016 - Notkun á íþróttahúsinu á Laugum
Erindi um afnot af íþróttahúsinu á Laugum fyrir íþróttaæfingar.
Byggðarráð fagnar framtakinu með stofnun Íþróttafélagsins Undra.
Á 166. fundi sveitarstjórnar 18.10.2018 var eftirfarandi samþykkt:
"Sveitarstjórn Dalabyggðar ákveður að setja það skilyrði fyrir fjárveitingum til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða uppá frístundaiðkun fyrir börn og unglinga að félögin setji sér siðareglur.
Jafnframt verði gerðar viðbragðsáætlanir og þjálfarar og annað umsjónarfólk fái fræðslu um ofbeldi og kynferðislega áreitni. Þá eiga félögin að tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun og Dalabyggð fylgist með því að þessu sé framfylgt."
Í samræmi við ofangreint óskar byggðarráð eftir þessum upplýsingum og viðbragðsáætlunum áður en afstaða er tekin til beiðni um afnot af íþróttahúsinu.
Í samningi Dalabyggðar og UDN er gert ráð fyrir að UDN hafi afnot að íþróttamannvirkjum í eigu Dalabyggðar og því þarf að taka tillit til þess.

Þar sem Íþróttafélagið Undri er orðið aðili að UDN gilda siðareglur og viðbragðsáætlanir þess einnig fyrir félagið.
Byggðarráð samþykkir að veita Íþróttafélaginu Undra aðgang að íþróttamannvirkjum innan þess ramma sem kveðið er á um í samstarfssamningi Dalabyggðar og UDN en hámarksstyrkur vegna aðgangs að íþróttamannvirkjum getur numið kr. 1.000.000 á ári.
Leitast skal við að notkun sé sem mest á opnunartíma Sælingsdalslaugar en öll notkun skal vera í samráði við forstöðumann Sælingsdalslaugar.
Samþykkt samhljóða.
2. 2107024 - Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 7:
2107024 - Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs
Úr fundargerð 207. fundar sveitarstjórnar 12.08.2021, dagskrárliður 4:
Pálmi Jóhannsson víkur af fundi undir dagskrárlið 4.
2107024 - Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs
Erindi frá Vínlandssetri ehf. þar sem samningi er sagt upp og óskað eftir nýjum, með nýjum forsendum, í ljósi heimsfaraldurs.
Sveitarstjórn vísar erindinu til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Pálmi Jóhannsson kemur aftur inn á fundinn.
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra ásamt verkefnisstjóra falið að funda með rekstraraðilum.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid-19 eru gerðar eftirfarandi breytingar á samningi við Vínlandssetur ehf. vegna reksturs Vínlandsseturs.
1. Ekki verður greitt afgjald til loka árs 2022.
2. Hálft gjald, miðað við upprunalegan samning, verði greitt til loka árs 2023.
3. Fallið verður frá reikningi vegna rekstrarkostnaðnaðar vegna upphafs árs 2021 vegna afnota Auðarskóla af húsnæði Vínlandsseturs.
4. Gengið verði í viðgerðir til að laga að ekki blási inn í norðurhluta hússins.
5. Fyrirkomulag á viðhaldi verði með sama hætti og er í samningi um rekstur Eiríksstaða.
6. Á árinu 2023, þegar kemur að greiðslu afgjalds, greiðist það samhliða uppgjöri virðiskaukaskatts sex sinnum á ári.
Samþykkt samhljóða.
3. 2107023 - Uppsögn á samningi vegna Eiríksstaða
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 8:
2107023 - Uppsögn á samningi vegna Eiríksstaða
Úr fundargerð 207. fundar sveitarstjórnar 12.08.2021, dagskrárliður 5:
2107023 - Uppsögn á samningi vegna Eiríksstaða
Erindi frá Iceland Up Close ehf. þar sem samningi er sagt upp og óskað eftir nýjum, með nýjum forsendum, í ljósi heimsfaraldurs.
Sveitarstjórn vísar erindinu til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra ásamt verkefnisstjóra falið að funda með rekstraraðilum.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid-19 er samningur við Iceland Up Close ehf. um reks tur Eiríksstaða framlengdur til 30. september 2023. Afgjald til Dalabyggðar verður 7% af leiðsögn og 6% af öðrum tekjum. Afgjald greiðist sex sinnum á ári samhliða uppgjöri virðisaukaskatts.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
4. 2107021 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 21:
2107021 - Laugar í Sælingsdal - tilboð
Sveitarstjóri upplýsir um viðræður við fasteignasala.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei