COVID-19 upplýsingasíða

Hérna má nálgast helstu upplýsingar og fréttir er varða COVID-19 heimsfaraldurinn og það sem við kemur Dalabyggð í því samhengi.

Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að baki vefsíðunnar covid.is. Þar má finna nýjustu upplýsingar um COVID-19 á Íslandi. Einnig eru þar leiðbeiningar sem snúa að veirunni, vinnuumhverfi og daglegu lífi. Síðan er uppfærð reglulega.

Bendum við einnig á vefsíðu landlæknis og almannavarnadeildar þar sem má finna góðar upplýsingar.

Þá hefur Dalabyggð útbúið viðbragðsáætlun sem verður uppfærð eftir því sem þörf krefur. Hérna má nálgast áætlunina: Viðbragðsáætlun Dalabyggðar vegna COVID-19  2.útgáfa

Efnið á síðunni er uppfært jafnóðum og breytingar verða á tilmælum eða þjónustu.

Ábendingar um efni og/eða upplýsingar hér á þessari síðu sendist á johanna@dalir.is

Allar fréttir tengdar COVID-19 á heimasíðu Dalabyggðar

Stofnanir og þjónusta Dalabyggðar:

Skólastarf Auðarskóla

Skólastarf getur tekið breytingum og eru aðstæður metnar reglulega.

Fimm góð ráð til foreldra á tímum heimsfaraldurs.

Samkomutakmarkanir og börn

Skólar, leikskólar og íþróttafélög fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum hverju sinni.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún

Silfurtún setur heimsóknarreglur fyrir heimilið. Gildandi reglur hverju sinni má nálgast með því að smella hér.

Skrifstofa Dalabyggðar

Opnunar- og símatími helst óbreyttur eða frá kl.9 til 13 alla virka daga.

Viðskiptavinir eru beðnir um að virða grímuskyldu og huga að 2ja metra reglunni.

Netföng starfsmenna eru hér á heimasíðu Dalabyggðar. Einnig má senda póst á netfangið dalir@dalir.is sem verður framsendur til þess aðila sem á að sinna erindinu.

Sorp og endurvinnsla

Munum að flokka rétt í COVID 19.

Allt sem viðkemur sóttvörnum og snertir okkur beint: grímur, hanskar, snýtiklútar og allt þetta dót sem við snertum og berum á okkur þarf að fara í almennt sorp.
Séu aðilar í sóttkví eða einangrun skal setja allt í lokaða poka áður en því er hent.

Nánari upplýsingar eða fyrirspurnir hjá Viðari Þór í síma 894-0013

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Reglur HVE má nálgast hér: Reglur HVE vegna COVID-19

Skjólstæðingum er bent á að góðar upplýsingar er að finna á heilsuvera.is

Útibú Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal

Á vefnum syslumenn.is er að finna öll netföng embættisins annars vegar eftir málaflokkum og hins vegar hvers starfsmanns ef að viðskiptavinir treysta sér ekki til að mæta á staðinn.

Landbúnaður

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur útbúið grunn að viðbragsáætlun fyrir helstu gerðir búrekstrar. Viðbragðsáætlunin er byggð upp með það að markmiði að auðvelda bændum greiningu á lykilþáttum starfseminnar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.

Við hvetjum bændur innan Dalabyggðar til að skoða leiðbeiningar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og huga að viðbragðsáætlunum fyrir bú sín hið fyrsta.

 

Annað:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei