COVID-19 upplýsingasíða

Hérna má nálgast helstu upplýsingar og fréttir er varða COVID-19 heimsfaraldurinn og það sem við kemur Dalabyggð í því samhengi.

Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að baki vefsíðunnar covid.is. Þar má finna nýjustu upplýsingar um COVID-19 á Íslandi ásamt ýmsum leiðbeiningum sem snúa að veirunni, vinnuumhverfi og daglegu lífi, síðan er uppfærð reglulega.

Bendum við einnig á vefsíðu landlæknis og almannavarnadeildar þar sem má finna góðar upplýsingar.

Þá hefur Dalabyggð útbúið viðbragðsáætlun sem verður uppfærð eftir því sem þörf krefur. Hérna má nálgast áætlunina: Viðbragðsáætlun Dalabyggðar vegna COVID-19  2.útgáfa

Efnið á síðunni er uppfært jafnóðum og breytingar verða á tilmælum eða þjónustu.

Ábendingar um efni og/eða upplýsingar hér á þessari síðu sendist á johanna@dalir.is

Allar fréttir tengdar COVID-19 á heimasíðu Dalabyggðar

 

Stofnanir og þjónusta Dalabyggðar, breytingar:

Skólastarf Auðarskóla

Í grunnskólanum er stórum hluta nemenda kennt í fjarnámi, þeir hópar sem enn eru í hefðbundinnikennslu eru aðskildir og allrar varúðar gætt. Í leikskóla er opið frá kl.8-14 og varúðar gætt í starfi. Mötuneytið er ennþá opið en aðeins einn hópur í einu sem fær að koma þar. Skólaakstur hefur verið felldur niður fram að páskum.
Frétt frá skólastjóra Auðarskóla um skólastarfið.

Skólastarf getur tekið frekari breytingum og eru aðstæður metnar á degi hverjum. Því eru foreldrar sem starfa í framlínustörfum hvattir til að sækja um forgang sem fyrst.
Hægt er að sækja um forgang starfsfólks í framlínustörfum að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19 á Ísland.is.

Fimm góð ráð til foreldra á tímum heimsfaraldurs.

Samkomubann og börn

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.

Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.

Tilmæli sem gott er að hafa í huga varðandi samkomubann og börn má nálgast HÉR.

Samkomubann og lokun samkomustaða

Vegna herst samkomubanns munu eftirfarandi samkomustaðir innan Dalabyggðar verða lokaðir frá og með 23. mars 2020:

 • Hérðasbókasafn Dalasýslu
 • Sundlaugin að Laugum
 • Íþróttahúsið að Laugum

Einnig hefur UMF Ólafur Pái tilkynnt að líkamsræktarstöðin í Búðardal verði lokuð frá kl.23:59 þann 23. mars.

Þá hefur verið tekin ákvörðun um að leggja niður allar íþróttaæfingar, félagsmiðstöðina og félagsstarf eldri borgara á meðan samkomubann er í gildi.

Gildistími verður óbreyttur, þ.e. til og með 12. apríl næstkomandi nema stjórnvöld tilkynni annað.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún

Heimsóknarbann hefur verið sett á dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún. Sjá nánar HÉR. Það gildir þar til annað hefur verið ákveðið.

Skrifstofa Dalabyggðar

Til að fá þjónustu eða hitta ákveðinn starfsmann á skrifstofu Dalabyggðar er óskað eftir að hringt sé á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 430-4700 og látið vita af sér þar sem búið er að loka starfsmannagangi fyrir utanaðkomandi. Opnunar- og símatími helst óbreyttur eða frá kl.9 til 13 alla virka daga.

Þetta fyrirkomulag gildir frá 19. mars á meðan neyðarstig og samkomubann er í gildi.

Hvatt er til að koma aðeins ef um brýn erindi er að ræða en að nýta símann og tölvupóst að öðru leyti. Netföng starfsmenna eru hér á heimasíðu Dalabyggðar og einnig má senda póst á netfangið dalir@dalir.is sem verður framsendur til þess aðila sem á að sinna erindinu.

Sorp og endurvinnsla

Vegna Covid-19 faraldursins vill Dalabyggð koma eftirfarandi tilmælum á framfæri er varðar sorp og endurvinnslu:

 • Flokkun fyrir endurvinnslu hefur verið hætt og mun nú allt sorp fara til urðunar.
 • Sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur
 • Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að koma í gáma við eða á gámasvæðinu.
 • Flokkunarkró á gámasvæði hefur verið lokað ásamt nytja- og fatagámi.
 • Áfram verður hægt að koma með grófan flokkaðan úrgang (timbur, málma og óvirkan úrgang) á gámasvæði á opnunartíma.
 • Smitaðir einstaklingar þurfa sérstaklega að gæta þess að snýtibréf, hanskar og maskar fari í vel lokuðum pokum í tunnu fyrir almennt sorp.
 • Einstaklingum í sóttkví er bent á að fylgja tilmælum embættis landlæknis um að fara ekki út af heimili nema brýna nauðsyn beri til og mæta því ekki á gámasvæði.

Áætlun og verklagsreglur um meðhöndlun úrgangs í heimsfaraldri má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar eða með því að smella HÉR

Nánari upplýsingar eða fyrirspurnir hjá Viðari Þór í síma 894-0013

 

Breytingar á annarri þjónustu í Dalabyggð:

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Samkomubann sem tekið hefur gildi á Íslandi vegna COVID-19 mun óhjákvæmilega hafa töluverð áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE).

Reglur HVE má nálgast hér: Reglur HVE vegna COVID-19

Símaþjónusta á heilsugæslu verður aukin til að fækka viðtölum á stofum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Skjólstæðingar heilsugæslunnar eru hvattir til að panta símatíma í stað þess að mæta án bókunnar á dagvinnutíma. Læknar heilsugæslunnar á Akranesi munu hringja í alla sem eiga bókaðan tíma til að kanna hvort hægt sé að leysa erndið í gegnum síma.

Vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið er skjólstæðingum bent á að góðar upplýsingar er að finna á heilsuvera.is

Verslun og þjónusta

Kjörbúðin í Búðardal verður opin á virkum dögum milli klukk­an 9 og 10 fyr­ir þá sem eru í áhættu vegna smits af kór­ónu­veirunni þ.e. eldri borgarar og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða veikari fyrir smiti vegna heilsufars. Þá hefur opnunartíma verið breytt vegna ástandsins og er búðin nú opin sem hér segir:
Virkir dagar: 9-18 (kl.9-10 fyrir viðkvæma einstaklinga)
Laugardagar: 10-16
Sunnudagar: 12-16

KM þjónustan reynir eftir fremsta megni að halda venjulegum opnunartíma, en hefur skipt starfsmönnum upp á vaktir. Eðli málsins samkvæmt hefur þetta einhver áhrif, færri verkefni komast að í einu á verkstæði og gert er ráð fyrir að einn starfsmaður sinni afgreiðslu í verslun á hverri vakt. Vakin er athygli á að boðið sé uppá símapantanir í verslun.

Almenn afgreiðsla á skrifstofum Sýslumannsins á Vesturlandi verður lokuð frá 17.mars á meðan neyðarstig og samkomubann er í gildi. Á vefnum syslumenn.is má, með því að velja embættið Sýslumaðurinn á Vesturlandi, finna öll netföng embættisins annars vegar eftir málaflokkum og hins vegar hvers starfsmanns.
Lesa má nánar um þjónustuleiðir Sýslumannsins á Vesturlandi HÉR.

Vegna aukinna smitvarna hjá lögreglunni á Vesturlandi hefur afgreiðslum lögreglunnar á Vesturlandi verið lokað frá og með 25.mars 2020.
Ef ná þarf sambandi við skrifstofur lögreglunnar á Vesturlandi má hafa samband í síma 444-0300 á tímabilinu 09-12 og 13-15 alla virka daga eða senda póst á netfangið vesturland@logreglan.is
Ef ná þarf sambandi við lögreglu á að hafa samband við 112.

Landbúnaður

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur útbúið grunn að viðbragsáætlun fyrir helstu gerðir búrekstrar. Viðbragðsáætlunin er byggð upp með það að markmiði að auðvelda bændum greiningu á lykilþáttum starfseminnar með sniðmáti til að skrá mikilvæga þætti og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.

Við hvetjum bændur innan Dalabyggðar til að skoða leiðbeiningar Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og huga að viðbragðsáætlunum fyrir bú sín hið fyrsta.

Sjá einnig:

 

Annað

 • Var efni síðunnar hjálplegt?
 • Nei