Mars, 2024

27mar20:0022:30Blessað barnalán - Leikklúbbur Laxdæla

Nánari upplýsingar

Leikklúbbur Laxdæla sýnir „Blessað barnalán“ í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar í Félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal 🎭

Áður en Inga vissi af var hún búin að sjá til þess að systkini hennar stæðu við það sem þau lofuðu, að koma heim. Vissulega þurfti örlitla lygi til, sem og aðstoð prestsins en Bína má ekkert vita. Auðvitað stendur allt og fellur með því að mamma hagi sér en hún þarf samt sem áður að fá að láta ljós sitt skína fram yfir gröf og dauða.
Hver er hvítklæddi maðurinn? Hvað var um að vera í garðinum? Er læknirinn veiklundaður maður? Af hverju þarf að mála húsið? Er ekkert til í þessu Kaupfélagi?

Frumsýning miðvikudaginn 27. mars, önnur sýning laugardaginn 30. mars og þriðja sýning mánudaginn 1. apríl

Miðapantanir fara fram á leikklubburinn@gmail.com (vinsamlegast takið fram hvaða sýningu þið viljið fá miða á og hve marga miða) og greitt með millifærslu þegar pöntun er staðfest. Einfaldara verður það ekki!

Miðaverð er 3.500kr.- en 3.000kr.- fyrir eldri borgara og öryrkja
Þeir sem ekki geta sinnt miðapöntunum rafrænt hafi samband við Þorgrím (gjaldkera LL) í síma 868-0357.

Þá býðst leikhúsgestum að gera vel við sig fyrir sýninguna með því að panta sér platta sem samanstendur af þremur smáréttum

Plattinn er borinn fram fyrir sýningu, húsið opnar 18:30 – sýning hefst kl.20:00.

Stakur platti ​er á 2.700kr.- en platti ásamt vínsglasi ​3.500kr.-
Vinsamlegast sendið pantanir á netfangið: leikklubburinn@gmail.com

Pantanir fyrir platta þurfa að berast eigi síðar en kl.12:00 daginn fyrir sýningu sem þið eigið pantað á vinsamlegast takið fram hve marga miða og hve marga platta þið viljið fá

Einnig verður í boði að kaupa staka drykki:
Stakt vínglas ​kr. 1.000
Bjór ​kr. 700
Gos​ kr. 500

Posi á staðnum v/veitinga og drykkjarfanga

 

Meira

Klukkan

(Miðvikudagur) 20:00 - 22:30

Staðsetning

Dalabúð

Miðbraut 8

Skipuleggjandi

Leikklúbbur LaxdælaLeikklúbbur Laxdæla, stofnaður í mars 1971

X
X