Júní, 2020

17júnAllann daginnHátíðarhöld 17.júníHátíðarhöld 17.júní

Nánari upplýsingar

Í ljósi aðstæðna, gildandi takmarkana og tilmæla lögreglustjórans á Vesturlandi verða hátíðarhöld á 17.júní með öðru sniði en venjulega. Við missum þó ekki gleðina og kynnum hérna dagskrá dagsins.

Dagskrá:

Kl.12:00
Hátíðarræða og ávarp fjallkonunnar verða á flötinni við Silfurtún.
Dagskrá við Silfurtún verður streymt í beinni útsendingu á Facebook síðu Dalabyggðar (Sveitarfélagið Dalabyggð).
Íbúar eru beðnir um að safnast ekki saman við Silfurtún heldur frekar nýta sér streymið.

Kl.13:00
Skemmtidagskrá fyrir börnin á túninu bakvið stjórnsýsluhúsið.
Þar sem börn mega hafa meira samneyti verður hægt að halda úti skemmtidagskrá fyrir þau.
Boðið verður uppá kassaklifur, hoppukastala, sápukúlufjör, leiki og Dalahestar verða á svæðinu.
Slysavarnadeild Dalasýslu verður með popp, kaffi, nammi og rellur til sölu og býður upp á djús.
Skátafélagið Stígandi verður með candy floss til sölu, eldstæði og pylsur á pinnum.
Ath! Ekki verður posi á staðnum.
Foreldrar sem fylgja börnum sínum eru beðnir um að gæta að fjarlægðarmörkum sín á milli eftir fremsta megni.

Kl.16:00
Streymi á tónlistaratriði á YouTube síðu Dalabyggðar (Dalabyggð TV).

17.júní er svo sannarlega hátíðlegur dagur. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að gera sér glaðan dag, draga fána að hún og halda upp á hann með fjölskyldu og vinum.

Meira

X
X