Ágúst, 2020

01ágú15:00"Hetjusögur": Ljósmæður í ljóði og sögu"Hetjusögur": Ljósmæður í ljóði og sögu

Nánari upplýsingar

Á árunum 1962–1964 komu út bækurnar Íslenzkar ljósmæður I–III, þar sem prentaðir voru æviþættir og endurminningar 100 íslenskra ljósmæðra sem flestar voru að störfum á síðari hluta 19. aldar og fram eftir 20. öld.

Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld og sagnfræðingur hefur ort kvennasögulegan ljóðabálk upp úr verkinu, sem væntanlegur er á bók undir titlinum Hetjusögur.

Hún mun lesa upp úr ljóðunum og ræða ólíkar aðferðir ljóðlistar og sagnfræði og stöðu kvenna í þjóðarsögunni, auk þess að rifja upp afrek nokkurra ljósmæðra úr nágrenninu.

Meira

Klukkan

(Laugardagur) 15:00

Staðsetning

Nýp

Skarðsströnd

X
X