Desember, 2022

08des20:0021:00Kynning: Ecoflow batterí rafstöðvarKynning

Nánari upplýsingar

Benedikt Jóhannesson verður með kynningu á Ecoflow batterí rafstöðvum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, fimmtudaginn 8. desember kl.20:00.

Ecoflow Batterí rafstöðvar

Við kynnum til sögunnar fyrstu kynslóðina af nýjum tegundum af batterý rafstöðvum, sem koma í mismunandi stærðum.

Við ætlum að vera með kynningu á þessum snjöllu tækjum í Nýsköpunarsetrinu í Búðardal þann 8. desember kl 20, og þar munum við vera með Ecoflow Delta Pro rafstöð, Ecoflow Delta og Ecoflow River Mini, til að fólk geti skoðað þetta með eigin augum og fengið að kynnast þessu betur.

Þetta eru snilldar tæki, sem nýst hafa sérstaklega í kvikmyndatökum úti á landi, þar sem vantar stanslaust að hlaða batterí fyrir dróna, keyra sterk LED ljós ætluð í tökur eða halda tölvum gangandi í marga klukkutíma.
Nú þegar rafmagnskerfið hér í Dalabyggð er jafn sveiflukennt og sést hefur á síðustu árum, þá er þetta frábært öryggistæki til að eiga heima við, jafnt til að hlaða síma og tölvur, hita upp mat í örbylgjuofnum og jafnvel keyra hitadælur í heimahúsum eða rafstýrðum klósettkössum í sumarbústöðum, nefndu það bara.

Þessar rafstöðvar eiga það allar sameiginlegt að vera leiftur snöggar að hlaða sig mið við afl.
Þetta eru snall rafstöðvar, sem sýna framan á sér hversu mikinn tíma þær hafa eftir miðað við núverandi rafmagns álag. Þær gefa einnig frá sér fullkomna sínus bylgju, en ekki hálfa eins og margir bíla inverter-ar eiga til að gera.
Hægt er að tengja sólarsellur inná þessar rafstöðvar, og einnig 12v-a tengi frá bíl.

Hægt er að lesa sig meira til um línuna af rafstöðvum á heimasíðu Dronefly

Meira

Klukkan

(Fimmtudagur) 20:00 - 21:00

Staðsetning

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)

Miðbraut 11

X
X