Febrúar, 2024
22feb17:30Kynning: Skjólbeltarækt á lögbýlum
Nánari upplýsingar
Nýsköpunarsetrinu (Miðbraut 11 í Búðardal), fimmtudaginn 22. febrúar 2024 kl.17:30 Valdimar Reynisson, skógræktaráðgjafi mun fræða okkur um skjólbelti, skjóllundi og stuðning við slíka ræktun. Heitt á könnunni
Nánari upplýsingar
Nýsköpunarsetrinu (Miðbraut 11 í Búðardal), fimmtudaginn 22. febrúar 2024 kl.17:30
Valdimar Reynisson, skógræktaráðgjafi mun fræða okkur um skjólbelti, skjóllundi og stuðning við slíka ræktun. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Ræktun skjólbelta skilar margháttuðum ávinningi og getur verið afar gagnleg til að bæta aðstæður fyrir flesta aðra landnýtingu, svo sem hefðbundinn búskap, matjurtarækt, skógrækt, ferðaþjónustu og mannvirki.
Stuðningur við skjólbeltarækt á lögbýlum er eitt af lögbundnum hlutverkum Skógræktarinnar. Víða um land hafa bændur og landeigendur fengið samning um styrk til skjólbeltaræktunar með það að markmiði að skapa hentugri aðstæður fyrir ýmiss konar ræktun eða starfsemi. Skjólbelti geta bætt búskaparskilyrði til muna, aukið uppskeru á túnum og ökrum, veitt búpeningi, fólki og byggingum skjól og þannig aukið hagkvæmni í rekstri. Hlutverk þeirra getur einnig verið að stýra snjósöfnun við vegi og hús, minnka jarðvegsfok á ógrónum svæðum, auka grósku og fuglalíf ásamt fleiru.
Landeigendum sem búa við aðstæður sem ekki er víst að henti til meiri háttar skógræktar er gjarnan bent á að byrja á skjólbelta- eða skjóllundaræktun og sjá til hvort tilefni gefist til samfelldrar skógræktar í framhaldi af því. Skógræktin veitir styrki til skjólbelta og skjóllundaræktar.
Meira
Klukkan
(Fimmtudagur) 17:30
Staðsetning
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar (Stjórnsýsluhúsi)
Miðbraut 11
Skipuleggjandi
Sveitarfélagið Dalabyggð Miðbraut 11, 370 Búðardal