Apríl, 2023
21apr20:0022:30LL sýnir: VodkakúrinnLeikklúbbur
Nánari upplýsingar
Leikklúbbur Laxdæla sýnir: „Vodkakúrinn“ eftir Kikku, í leikstjórn Ólafar Höllu Bjarnadóttur. Þrátt fyrir að vera í góðu starfi og eiga fallegt heimili hefur
Nánari upplýsingar
Leikklúbbur Laxdæla sýnir: „Vodkakúrinn“ eftir Kikku, í leikstjórn Ólafar Höllu Bjarnadóttur.
Þrátt fyrir að vera í góðu starfi og eiga fallegt heimili hefur Eyja áhyggjur af því hve langt (eða stutt) sé eftir af barneignaraldri hennar. Meðfram því þreifar hún sig áfram með megrunarkúra og reynir að eiga samtal við elskhuga sinn, sem hefur meiri áhuga á risabílum og kvartmílunni en henni. Í leitinni að hamingjunni í hinu daglega amstri leitar Eyja til annarra eftir góðum ráðum (og sumum ekki eins góðum), hughreystingu, aðstoð og brauðtertusneiðum.
Um er að ræða gamanleikrit með örlítið alvarlegum undirtóni eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur (Kikku).
Sýnt verður í félagsheimilinu Dalabúð, Miðbraut 8, Búðardal.
Miðaverð er 3.500kr.- en 3.000kr.- fyrir eldri borgara og öryrkja.
Sýningar í Dalabúð fara fram:
Frumsýning – föstudaginn 21. apríl 2023 kl.20:00
2. sýning – sunnudaginn 23. apríl 2023 kl.20:00
3. sýning – föstudaginn 28. apríl 2023 kl.20:00
Miðapantanir fara fram á leikklubburinn@gmail.com (vinsamlegast takið fram hvaða sýningu þið viljið fá miða á og hve marga miða) og greitt með millifærslu þegar pöntun er staðfest. Einfaldara verður það ekki!
Þeir sem geta ekki sinnt miðapöntunum rafrænt hafi samband við Þorgrím (gjaldkera) í síma 868-0357.
Við lofum góðri skemmtun en bendum á að viðburðurinn hentar ekki endilega yngstu börnum.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!
Meira
Klukkan
(Föstudagur) 20:00 - 22:30
Staðsetning
Dalabúð
Miðbraut 8
Skipuleggjandi
Leikklúbbur LaxdælaLeikklúbbur Laxdæla, stofnaður í mars 1971