Miðnætur SNAG golfmót á Skógarstrandarvegi

24jún23:30Miðnætur SNAG golfmót á SkógarstrandarvegiGolfmót

Nánari upplýsingar

Á Jónsmessu, 24. júní nk. fer fram miðnætur SNAG golfmót á Skógarstrandarvegi (nr. 54-20). Mótið hefst á veginum rétt hjá Valshamri og endar á veginum við Dranga 🏌️‍♀️
Fyrirvari: ekki er sama í hvaða holu á veginum þú hittir 😉
SNAG stendur fyrir „Starting New At Golf“, það er ætlað fólki á öllum aldri og hvaða getustigi sem er. SNAG inniheldur alla þætti hefðbundins golfs en í einfaldara formi og því ætti enginn að hræðast það að taka þátt!
Vegleg verðlaun verða veitt! 🏆
Má nefna vinninga frá: Vogi sveitasetri, Sauðafell Guesthouse, The Ravencliff Lodge, Seljalandi, Dalahyttum, Vínlandssetri, Eiríksstöðum, Dýragarðinum Hólum, Dalahótel Laugum, Sælureitnum Árbliki, KM þjónustunni, Dalakoti, Ferðaþjónustunni Þurranesi, Daladekri, Háfelli, Frá Ásgarði, Sæferðum, Lyngbrekku, Ferðaþjónustunni Stóra-Vatnshorni…
Innifalið í skráningargjaldi er þátttaka og afnot af SNAG golf búnaði.
Skráningargjald er 5.000 kr.- (athugið að skráningargjald endurgreiðist ekki) og leggst inn á:
Kt. 560608 – 0390
Rkn. nr. 0370 – 026 – 041672
Inn á sama reikning má leggja inn styrki til mótsins 💸
Skráning fer fram á: skogarstrandarmot@gmail.com
Kylfingar verði mættir eigi síðar en 23:30, þá verður farið yfir reglur og skipt upp í hópa.
Búið er að fá leyfi hjá Vegagerðinni fyrir afnot af veginum og Björgunarsveitin Ósk verður með gæslu ásamt því að sinna fylgdarakstri um svæðið.
Við hvetjum alla sem vilja vekja athygli á ástandi vegarins um Skógarströnd til að styðja við viðburðinn, mæta og auðvitað taka þátt! 😄
💛 Styrktaraðilar mótsins eru: Borgarverk, Steypustöðin, Vörumiðlun, B. Sturluson, Dalahyttur, Vínlandssetur, Eiríksstaðir, Sælureiturinn Árblik, Vogur sveitasetur, Sauðafell guesthouse, The Ravencliff Lodge, Seljaland, Kolur ehf, KM þjónustan, Dýragarðurinn Hólum, Dalakot, Ferðaþjónustan Þurranesi, Rjómabúið Erpsstaðir, Daladekur, Dalahótel Laugum, Frá Ásgarði, Hákarlasafnið Bjarnarhöfn, Sæferðir, Háafell, Lyngbrekka, Ferðaþjónustan Stóra-Vatnshorni… 💛

Meira

Klukkan

24. Júní, 2023 23:30(GMT+00:00)