Maí, 2024

19maí17:00Nýp á Skarðsströnd kynnir Vinnustofudvöl fyrir myndlistafólk / Nýp Artist in Residency

Nánari upplýsingar

Nýp Vinnustofa er vinnurými fyrir lista- og fræðafólk sem vill vinna að sínum verkum í kyrrð víðáttumikils landslags og í einstökum birtuskilyrðum. Vinnustofan er jafnframt grafíkverkstæði með aðstöðu til að prenta bæði háþrykk og djúpþrykk, stórt vinnuborð og annað minna, auk gisti- og eldunaraðstöðu. Einstakt útsýni yfir Breiðafjörð.
——————

Listamanninum Joan Perlman hefur verið boðið að dvelja í vinnustofunni allan maímánuð 2024 sem fyrsti gestalistamaðurinn og er því sérstaklega velkomin. Joan er búsett í Bandaríkjunum, New Mexico en hefur dvalist á Íslandi og sótt innblástur í verk sín hér.
Vinnustofan verður opin almenningi sunnudaginn þ. 19. maí nk. kl. 17:00 og þá mun Joan kynna verk sín.

Grafíkvinnustofan að Nýp hlaut stofnstyrk frá DALAAUÐI fyrir búnaði og aðföngum fyrir grafíkverkstæðið árið 2023.

Meira

Klukkan

(Sunnudagur) 17:00

Staðsetning

Nýp

Skarðsströnd

X
X