Júlí, 2024
27júlAllann daginnPósthlaupið 2024
Nánari upplýsingar
Skráning er hafin í Pósthlaupið sem haldið verður í Dalabyggð laugardaginn 27. júlí næstkomandi. Pósthlaupið er utanvegahlaup og er þetta í þriðja skiptið sem það er haldið. Hlaupið
Nánari upplýsingar
Skráning er hafin í Pósthlaupið sem haldið verður í Dalabyggð laugardaginn 27. júlí næstkomandi. Pósthlaupið er utanvegahlaup og er þetta í þriðja skiptið sem það er haldið. Hlaupið er eftir gamalli landpóstaleið í geysifögru umhverfi.
Veðrið lék við okkur í fyrra og gleðin skein úr hverju andliti. Það er svo gaman að kynnast nýjum hlaupaleiðum og setja sig um leið í spor póstmanna sem fóru fótgangandi eða ríðandi yfir holt og hæðir.
Þátttakendur hafa val um þrjár vegalengdir: 7 km, 26 km eða 50 km. Skráningin fer fram á hlaup.is en þátttökugjald rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar og Ungmennafélagsins Ólafs pá í Búðardal.
Meira
Klukkan
Allann daginn (Laugardagur)