Júní, 2023

18jún10:00Sauðafellshlaupið 2023

Nánari upplýsingar

Sunnudaginn 18. júní ætlum við að standa fyrir Sauðafellshlaupi í 10. sinn. Þetta er bara svo gaman 😉

Skemmtilega samvera, hvort sem er hlaupandi eða gangandi. Við vonum að sem flestir komi í Dalina, taki þátt með okkur og eigi góðan dag undir Dalanna sól.

Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum.
Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið. Hlaupið fellið þvert og niður hjá bænum Sauðafelli og komið að þjóðvegi 60 á ný og þaðan hlaupið eftir veginum að Erpsstöðum. Hlaupaleiðin er rúmir 12 km.

Þetta er skemmtileg leið, ekki mjög erfið þó helmingur hennar sé utanvegar eða eftir slóðum, útsýni er fallegt yfir sveitina og út Hvammsfjörðinn. Þeir sem vilja frekar hlaupa eftir vegi, geta tekið hringinn eftir þjóðvegunum 60 og 585, þá skiljast leiðir hlaupara við Fellsenda, sú leið er um 15 km. ( til valið fyrir þá sem vilja vera með og hjóla)

Boðið verður uppá barnagæslu á Erpsstöðum meðan á hlaupinu stendur, leikir og dýrin á bænum skoðuð. Skrá þarf í gæsluna með því að senda skilaboð hérna á síðunni.

Eftir hlaupið býður Rjómabúið Erpsstaðir uppá kaffi og rjómaís! Allir fá heimagerðan orkudrykk er þeir koma á endastöð- ískalda skyrmysu og/eða rabbabaramysu. Það verður ein drykkjarstöð á leiðinni, við bæinn Fellsenda.

Við óskum eftir að þið tilkynnið þátttöku hérna á síðunni, það kostar 1000,- að taka þátt. Gott er að mæta tímanlega og ganga frá skráningu. Þátttökugjaldið mun renna óskift til félagasamtaka.

Árið 202 færðum við Íþróttafélaginu Undra þátttökugjaldið.
Árið 2014 fór fyrsta hlaupið fram og voru þá þátttakendur 40 og hefur fjöldi þátttakenda verið á rólinu 20-40 síðan.
Hlaupandi eða gangandi hver á sínum hraða. Yngsti þátttakandinn sem hefur tekið þátt er 9 ára og elsti 80 ára. Þetta er tímalaust hlaup, og hver tekur tíma á sér ef hann vill. Þó ber að geta fyrir þá sem vilja slá met að Strandamaðurinn Birkir hljóp á 58 mín 2017.

Fyrir þá sem vilja ganga þá er mæting á Erpsstaði og skutl þaðan að Fellsenda kl 10:15 þar sem gangan hefst. Göngumenn fara um 8 km, stálpuð börn geta auðveldlega farið þetta í fylgd með forráðamönnum.

Við komum til með að setja frekari upplýsingar á Facebook-viðburðinn þegar nær dregur, sjá hér: Sauðafellshlaupið 2023

Ath -göngumenn keyrðir frá Erpsstöðum að Fellsenda kl 10:15 – start hlaupara kl 11

Þetta verður síðasta Sauðafellshlaupið sem við stöndum fyrir. Kannski verður bryddað uppá annarri hlaupaleið á næsta ári, hver veit 😉

Meira

Klukkan

(Sunnudagur) 10:00

Staðsetning

Erpsstaðir

X
X