Mars, 2023
Nánari upplýsingar
Keppt verður í tölti T7 í Nesoddahöllinni laugardaginn 11. mars og keppni hefst kl. 13:00.
Nánari upplýsingar
Keppt verður í tölti T7 í Nesoddahöllinni laugardaginn 11. mars og keppni hefst kl. 13:00.
Dagskrá (með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum):
- Pollar (klárað alveg)
- Barnaflokkur – forkeppni
- Unglingaflokkur – forkeppni
- Ungmennaflokkur – forkeppni
- Opinn flokkur – forkeppni
- Hlé
- Barnaflokkur – úrslit og verðlaunaafhending
- Unglingaflokkur – úrslit og verðlaunaafhending
- Ungmennarflokkur – úrslit og verðlaunaafhending
- Opinn flokkur – úrslit og verðlaunaafhending
Fyrirkomulag töltkeppninar:
Tveir knapar eru í braut í einu í öllum flokkum.
Riðið er einn hring hægt tölt, snúið við og riðinn einn hringur tölt á frjálsum hraða.
Úrslitin verða eins.
Skráningar:
Skráning er í gegnum SportFeng eins og áður. Þar gildir að þeir sem eiga aðgang að SportFeng skrá sig inn með þeim aðgangi, aðrir gefa upp netfang og fá bráðabirgðaaðgang.
Þarfnist einhver aðstoðar vegna skráninga má hafa samband við Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is.
Skráningargjald er 1.000 krónur og skráningarfrestur er til kl. 18 á föstudagskvöldinu 10. mars.
Pollar eru skráðir á mótsstað og greiða ekki skráningargjald.
Meira
Klukkan
(Laugardagur) 13:00
Staðsetning
Nesoddahöllin