Umhyggjudagurinn 2023

26ágú14:0016:00Umhyggjudagurinn 2023Umhyggjudagurinn

Nánari upplýsingar

Vegna Umhyggjudagsins verður frítt í sund frá kl. 14:00 til 16:00 í Sælingsdalslaug.

Glaðningur fyrir alla krakka sem mæta í sund, á meðan birgðir endast.

Fjölbreytt dagskrá á Umhyggjudaginn um land allt:

  • Frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn kl. 14 til 17 (skráning fyrir boðsmiða)
  • Skopp býður börnum að skoppa kl. 12 til 13 (skráning fyrir boðsmiða – ath takmarkað pláss)
  • Bakarameistarinn býður börnum Umhyggjusnúð frá kl. 11
  • Frítt í sund í yfir 40 sveitarfélögum kl. 14 til 16
  • Sambíóin bjóða fjölskyldum á myndina Elemental í Kringlubíó kl. 16 (skráning fyrir boðsmiða – ath takmarkað pláss)

Hvað er Umhyggja?

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Umhyggja býður m.a. upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og lögfræðiráðgjöf fyrir foreldra, niðurgreidd námskeið fyrir systkini, fjárstyrki, orlofshús, aðstoð við réttindabaráttu ásamt ráðgjöf til fjölskyldna og fagaðila.

Umhyggja reiðir sig alfarið á styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum í samfélaginu. Með því að styrkja Umhyggju gerir þú félaginu kleift að styðja við fjölskyldur langveikra barna.

Þú getur gerst Umhyggjusamur einstaklingur með mánaðarlegum framlögum til Umhyggju með því að fara inn á umhyggja.is.

Meira

Klukkan

26. Ágúst, 2023 14:00 - 16:00(GMT+00:00)