Janúar, 2021

15jan(jan 15)13:0017(jan 17)22:00Vetrarsól á StröndumVetrarsól á Ströndum

Nánari upplýsingar

Nú eru sex dimmustu vikur vetrar að baki og við erum farin að finna fyrir sólinni rísa á ný.
Og þrátt fyrir að Covid hamli okkur frá því að gera almennilegan óskunda (eða kannski bara skunda?) þá ætlum við að gera okkar besta til að fagna rísandi sólu og vaxandi ljósi með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi.
Því höfum við Vetrarsólarteymið sett niður þessa litlu dagskrá og lofum því að verða enn duglegri á næsta ári með fullt af skemmtilegu!
Linkar fyrir Zoom viðburði verða birtir síðar á Facebook-viðburði Vetrarsólar á Ströndum.     Sjá viðburð á Facebook.
Föstudaginn 15. janúar
Kl. 13-20
Rúnaratleikur um Hólmavík, fyrir alla fjölskylduna, um Vetrarsólarhelgina. Vísbendingar verða settar á fésbókina og síðan leitar fólk að réttu rúnunum í þorpinu og sendir inn lausnarorðið þegar niðurstaða liggur fyrir. Náttúrubarnaskólinn og Þjóðfræðistofa sjá um.
Kl. 17-22
Gamlar myndir frá Hólmavík. Úr myndamöppum Karls E. Loftssonar. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á vegum Þjóðfræðistofu og Sauðfjársetursins.
Kl. 20
Pöbbarölt um Hólmavík í beinni, með Svavari Knúti og Eiríki – Zoom útsending frá fremur fámennu pöbbarölti þar sem ekki er gert ráð fyrir gestum, en verður líka streymt í beinni á Facebook.
Kl. 21
Fjarsvar, spurningakeppni á Zoom. Forritið Kahoot notað fyrir svarmöguleikana. Varpað verður frá Galdrasýningunni sem sér um viðburðinn.
Laugardaginn 16. janúar
Kl. 10-20
Rúnaratleikur um Hólmavík, fyrir alla fjölskylduna, um Vetrarsólarhelgina. Vísbendingar verða settar á fésbókina og síðan leitar fólk að réttu rúnunum í þorpinu og sendir inn lausnarorðið þegar niðurstaða liggur fyrir.
Kl. 10-22
Gamlar myndir frá Hólmavík. Úr myndamöppum Karls E. Loftssonar. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Kl. 11-20
Ljósmyndaleikur sem Augnablikið – ljósmyndaklúbbur Arnkötlu stendur fyrir. Á facebook-síðu Augnabliks verða birt fjögur þemu fyrir leikinn, smelltu af á rétta augnablikinu og miðlaðu í hópnum. Arnkatla er á bak við leikinn.
Kl. 13
Bábiljur og bögur í baðstofunni – Viðburður á Sauðfjársetrinu í Sævangi, Dagrún Ósk, Kristín Lárusdóttir og fleiri, miðlað á Zoom fundi (ekki gert ráð fyrir gestum).
Kl. 14 – 16
Opnun á ljósmyndasýningu í Sauðfjársetrinu í Sævangi: Svipmyndir úr sveitinni. Úr myndaalbúmi Rósu Jónídu á Kirkjubóli. Viðburðurinn verður haldinn í raunheimum. Gestir eru beðnir að virða 20 manna fjöldatakmörkun og nota grímur á meðan á heimsókn stendur. Bent er á að gaman er að rölta frá Sævangi og skoða útisýninguna og listaverkin við Sjávarslóð, ef hinkra þarf eftir að gestum fækki í húsinu.
Kl. 18:30
Söngskemmtun með Svavari Knúti og upphitun fyrir landsleik, streymi.
Kl. 19:30
Landsleikur í handbolta: Ísland – Alsír. Áfram Ísland! Fer fram í sjónvarpinu (og Egyptalandi).
Kl. 21:30
Samsöngur og fögnuður eftir leikinn með Svavari Knúti. Í galdragarðinum.
Sunnudagur 17. janúar
Kl. 10-20
Rúnaratleikur um Hólmavík, fyrir alla fjölskylduna, um Vetrarsólarhelgina. Vísbendingar verða settar á fésbókina og síðan leitar fólk að réttu rúnunum í þorpinu og sendir inn lausnarorðið þegar niðurstaða liggur fyrir.
Kl. 10-22
Gamlar myndir frá Hólmavík. Úr myndamöppum Karls E. Loftssonar. Útisýning, í glugganum á Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Kl. 11-20
Ljósmyndaleikur sem Augnablikið – ljósmyndaklúbbur Arnkötlu stendur fyrir. Á facebook-síðu Augnabliks verða birt fjögur þemu fyrir leikinn, smelltu af á rétta augnablikinu og miðlaðu í hópnum.
Um morguninn
Opinn jógatími í streymi. Í umsjón Hvatastöðvarinnar.
Kl. 18
Leiksýning á Zoom og einnig í streymi. Leikfélag Hólmavíkur.

Meira

Klukkan

15 (Föstudagur) 13:00 - 17 (Sunnudagur) 22:00

X
X