Augnlæknir á heilsugæslustöð

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 1. mars nk. Tímapantanir eru í síma  432 1450

Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 16. janúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 ásamt umhverfisskýrslu, í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða endurbyggingu Vestfjarðarvegar nr. 60 á tæplega 6 km kafla þar sem hann stenst ekki gildandi veghönnunarreglur. Gert er ráð fyrir efnistöku á áreyrum Húsár/Hvolsár og á eldra námusvæði …

Starfsmaður í félagslega heimaþjónustu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsmann í félagslega heimaþjónustu, þarf að geta hafið störf um miðjan apríl. Um er að ræða starf sem snýr að almennum heimilisþrifum samkvæmt þjónustusamningi sem gerður hefur verið við notendur á heimilum þeirra. Mikilvægt er að viðkomandi starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum. Æskilegt væri að viðkomandi hafi reynslu af því að starfa …

Dalaveitur ehf.

DalabyggðFréttir

Á íbúafundi í Dalabúð 31. janúar 2018 kynnti umsjónarmaður framkvæmda stöðu ljósleiðaraverkefnis Dalaveitna. Ný síða með grunnupplýsingum um Dalaveitur ehf hefur verið bætt á heimasíðu Dalabyggðar og verður hún uppfærð eftir því sem verkefninu vindur fram. Kynningarefni frá íbúafundi 31.1.2018 Dalaveitur efh.

Samanburður á tilboðum

DalabyggðFréttir

Á ágætum íbúafundi sem haldinn var í Dalabúð 31. janúar sl. kom upp misskilningur í máli fyrirspyrjanda sem undirrituðum láðist að leiðrétta varðandi sölu eigna. Hið rétta kom fram á glæru sem sýnd var á fundinum en virðist ekki hafa verið nægjanlega skýr og því verður gerð tilraun til að koma réttum upplýsingum fram hér. Tilboð sem bárust voru sundurliðuð …

Æðarræktarfélagið Æðarvé

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Æðarvéa verður haldinn í Reykhólaskóla sunnudaginn 4. febrúar kl 14. Dagskrá Farið yfir lög og reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Almenn aðalfundarstörf Gestir fundarins eru Erla Friðriksdóttir , Ásgeir Gunnar Jónsson og Friðrik Jónsson

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 31. janúar kl. 20. Dagskrá Fjárhagsáætlun 2018-2021 Ljósleiðaraverkefni Lýsing að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vindorkugarður í landi Hróðnýjarstaða Kaffihlé Fyrirspurnir og umræður Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta.   Sveitarstjórn Dalabyggðar

Svæðisskipulag Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030

DalabyggðFréttir

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar samþykkti þann 18. janúar 2018 að auglýsa tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaganna þriggja, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tilheyrandi umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg framtíðarsýn á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Greind eru tækifæri sem …

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

DalabyggðFréttir

Dalabyggð, í samvinnu við Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) auglýsir starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að stýra metnaðarfullu og lifandi starfi.  Starfshlutfall er 80% – 100% auk fastrar yfirvinnu. Helstu verkefni eru að samþætta og efla íþrótta- og tómstundastarf í Dalabyggð og stuðla að samfellu í skóla, íþrótta- og félagsstarfi barna í …

Ormahreinsun katta

DalabyggðFréttir

Eiganda eða umráðamanni kattar er skylt að láta ormahreinsa kött sinn árlega og ber hann allan kostnað af hreinsun hans, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags. Skylt er að ormahreinsa alla ketti fjögurra mánaða og eldri. Ef ekki er kveðið á um annað í samþykkt viðkomandi sveitarfélags skal eigandi eða umráðamaður kattar geyma hreinsunarvottorð í þrjú ár …