Atvinna í boði

DalabyggðFréttir

Um er að ræða félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð. Starfshlutfall 60% eða samkvæmt samkomulagi.Vinnutími getur verið sveigjanlegur, laun eru samkvæmt kjarasamningum og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og geta hafið störf hið fyrsta.Allar nánari upplýsingar veitir Gróa Dal í síma 892-2332.

Hefur þú tíma aflögu ?

DalabyggðFréttir

Búðardalsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir. Hlutverk heimsóknavina er að veita félagsskap, rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði deildarinnar að Vesturbraut 12 miðvikudaginn 15. apríl kl. 17-19. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum. Upplýsingar og skráning er í síma 434-1639 eða 844-5858 eða …

Laus störf á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Hjúkrunarheimilið Fellsendi óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar. Um er að ræða störf við aðhlynningu, ræstingu og í eldhúsi. Heimilið þjónar geðfötluðum einstaklingum. Fellsendi er góður vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi. Starfshlutfall og vaktafyrirkomulag er eftir samkomulagi. Fellsendi er í 120 km fjarlægð frá Reykjavík og í 20 km fjarlægð frá Búðardal. Upplýsingar veitir Anna Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

40. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 24. mars 2009 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 16:00 Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 24. febrúar 2009. 3. Fundargerð byggðarráðs frá 10. mars 2009. 4. Fundargerðir fræðslunefndar frá 10. mars 2009.5. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23. febrúar 2009. 6. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 5. mars 2009. …

Skólastjóri nýrrar skólastofnunar í Dalabyggð – Umsóknarfrestur framlengdur

DalabyggðFréttir

Laust er til umsóknar starf skólastjóra nýrrar skólastofnunar Dalabyggðar. Ráðið verður formlega í starfið frá og með 1. ágúst 2009 en æskilegt er að nýr skólastjóri geti komið til skipulagsvinnu eigi síðar en 1. maí 2009. Starfssvið: · Fagleg forysta skólastofnunarinnar · Skipulag og undirbúningur nýrrar stofnunar · Stuðla að framþróun í skólastarfi · Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi …

Áttu gamalt dót úr sveitinni?

DalabyggðFréttir

Vesturlandsstofa, nýstofnað fyrirtæki, samstarfsverkefni sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi mun á næstu dögum opna skrifstofu og upplýsingamiðstöð í Borgarnesi.Við viljum gera staðinn áhugaverðan og flottan og langar að vita hvort einhver geti gefið/lánað gamla muni úr sveitinni t.d. gamla mjólkurbrúsa, fötur, ker eða annað til skrauts.Ef svo er þá hafið samband við Helgu í síma 430 4706 eða sendið tölvupóst …

Handverksfólk athugið – Prjónum og saumum meira

DalabyggðFréttir

18. mars, ætlum við að hittast í þriðja sinn. Í fyrsta skiptið mættu 20 stelpur og í annað skiptið 13. Karlkynið er líka velkomið. Núna mætir hver með það sem hann hefur áhuga á hvað handverk snertir. Það geta verið prjónar, hekl, vattar-saumur, útsaumur o. fl. Ása kemur og sýnir okkur hvernig á að gimba. Ef þið eigið í fórum …

Opinn fundur um skólamál í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Haldinn verður opinn fundur um skólamál í Dalabúð mánudaginn 16. mars kl. 20:30. Þar mun sveitarstjórn kynna samþykktar breytingar í skólamálum Dalabyggðar. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta og taka þátt í fundinum. Kaffi á könnunni og vor í lofti. Sveitarstjóri

Björgunasveitin Ósk eignast hitamyndavél

DalabyggðFréttir

Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal barst gjöf frá velunnara sveitarinnar. Gjöfin sem er hitamydavél hefur dregur töluvert og nýtist hvort heldur sem er að nóttu sem degi. Er það ljóst að svona tæki getur skipt sköpum við leit að fólki við erfiðar aðstæður. Meðfylgjandi mynd sýnir björgunarveitarmann nota vélina í myrkri og sést vel á annari myndinni hve vel hitaútgeislunin skilar …