Hefur þú tíma aflögu ?

DalabyggðFréttir

Búðardalsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir. Hlutverk heimsóknavina er að veita félagsskap, rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir.

Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði deildarinnar að Vesturbraut 12 miðvikudaginn 15. apríl kl. 17-19.

Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum.

Upplýsingar og skráning er í síma 434-1639 eða 844-5858 eða með tölvupósti í oskaringi@simnet.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei