Skólastjóri nýrrar skólastofnunar í Dalabyggð – Umsóknarfrestur framlengdur

DalabyggðFréttir

Laust er til umsóknar starf skólastjóra nýrrar skólastofnunar Dalabyggðar. Ráðið verður formlega í starfið frá og með 1. ágúst 2009 en æskilegt er að nýr skólastjóri geti komið til skipulagsvinnu eigi síðar en 1. maí 2009.
Starfssvið:
· Fagleg forysta skólastofnunarinnar
· Skipulag og undirbúningur nýrrar stofnunar
· Stuðla að framþróun í skólastarfi
· Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólastofnunarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur:
· Kennaramenntun á grunnskóla -og/eða leikskólastigi er skilyrði.
· Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og uppeldis- og kennslufræða æskileg
· Reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum skilyrði
· Reynsla og þekking á rekstri tónlistarskóla æskileg
· Reynsla af stjórnun og rekstri
· Einlægur áhugi á skólastarfi
· Sjálfstæði í starfi og skipuleg vinnubrögð
· Lipurð í mannlegum samskiptum
Framangreindum atriðum er ekki raðað eftir mikilvægi.
Laun samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ vegna/SÍ eða FL.
Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 24. febrúar 2009 sameinast Grunnskólinn í Búðardal og Grunnskólinn í Tjarnarlundi auk Tónlistarskóla Dalasýslu og leikskólans Vinabæjar, í nýja skólastofnun sem tekur formlega til starfa þann 1. ágúst 2009.
Frekari upplýsingar gefur Grímur Atlason, sveitarstjóri í síma 430-4700 eða grimur@dalir.is

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk. Umsóknir sendist á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á tölvupósti á grimur@dalir.is.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei