Svæðisskipulag

DalabyggðFréttir

Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð hafa tekið höndum saman um að vinna að áætlun um svæðisskipulag til að stilla saman strengi í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfis- og skipulagsmálum. Alta ehf. hefur umsjóðn um gerð svæðisskipulagsins. Við mótun svæðisskipulagsins verður lögð áhersla á að draga fram af auðlindir til sjávar og sveita og sérkennum í landslagi, sögu og menningu. Það er gert …

Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna

DalabyggðFréttir

Umhverfissjóður Íslenskra fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2016. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íslenskra fjallaleiðsögumann.

Leikskólakennara vantar við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru: Ábyrgð –Ánægja- Árangur. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is Við leitum að einstaklingi …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 135. fundur

DalabyggðFréttir

135. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. mars 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2015 Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Breiðafjarðarnefnd – tilnefning varamanns, breyting. 3. Styrktarsjóður EBÍ 2016 4. Svæðisskipulag fyrir Breiðafjörð 5. Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 6. Þjóðlendukrafa – Svæði 9 Fundargerðir til staðfestingar 7. Stjórn Dvalar- og …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla verður með þriðja og síðasta spilakvöld vetrarins föstudaginn 11. mars kl. 20:00 í Árbliki. Aðgangseyrir eru 1.000 kr og frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar verða að lokinni spilamennsku.

Samráðsfundur um þjóðlendukröfur

DalabyggðFréttir

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur afhent óbyggðanefnd þjóðlendukröfur á svæði 9A, Dalasýsla að undanskildum fyrrum Skógarstrandarhreppi. Landeigendur og aðrir þeir sem málið varða eru boðnir til samráðsfundar þriðjudaginn 8. mars næstkomandi þar sem rætt verður um kröfur ríkisins og viðbrögð við þeim. Fundurinn verður í félagsheimilinu Árbliki og hefst kl. 20. Fundurinn er öllum opinn.

Allir lesa – úrslit

DalabyggðFréttir

Eftir fjórar æsispennandi lestrarvikur eru úrslit ljós í landsleiknum Allir lesa, en íbúar Dalabyggðar höfnuðu í fjórða sæti þegar horft var á lestur eftir búsetu. Landsleikurinn vakti strax mikla athygli og bættist fjöldi nýrra lesenda í hóp þeirra sem tóku þátt í fyrstu keppninni árið 2014. Á þeim fjórum vikum sem leikurinn stóð skráðu 1.802 einstaklingar í 237 liðum alls …

Íbúagátt

DalabyggðFréttir

Af tæknilegum ástæðum þarf að fara inn á íbúagátt Dalabyggðar með Gooogle Chrome vafranum. Internet Explorer virkar ekki fyrir íbúagáttina.

Sumarstörf á Silfurtúni

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir starfsfólki á Dvalar- og hjúkrunarheimlið Silfurtún í afleysingarstörf í sumar og fram á haust. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J. Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251.

Héraðsbókasafn

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu er lokað í dag, 16. febrúar 2016, vegna veikinda.