Sögurölt: Tröllaskoðunarferð á Ströndum

DalabyggðFréttir

Söguröltið á Ströndum og í Dölum heldur áfram og þriðjudaginn 17. júlí kl. 19:30 verður farið í tröllaskoðunarferð í Kollafirði á Ströndum.   Lagt er af stað frá veginum, stoppað er innan við túnið á Kollafjarðarnesi. Þaðan verður gengið eftir gömlum vegslóða niður í Drangavík og heilsað upp á tröllin sem þar urðu að steini laust eftir landnám. Sagðar verða …

Umsóknir um starf sveitarstjóra

DalabyggðFréttir

Þrettán umsóknir bárust um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar. Starfið var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 9. júlí. Átta karlar og fimm konur sækjast eftir starfinu. Farið hefur verið yfir umsóknirnar og ákveðið hvaða umsækjendur verða kallaðir í viðtöl. Hagvangur annast ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn. Eftirtaldir sóttu um stöðuna í stafrófsröð Ernir Kárason, verkefnisstjóri Gunnólfur Lárusson, rekstrar- og verkefnisstjóri …

Heim í Búðardal

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíð verður haldin í Búðardal 13. – 15. júlí. Dagskráin er birt hér með fyrirvara um breytingar. Föstudagurinn 13. júlí Kl. 17–19. Metamót UDN í tilefni aldarafmælis á íþróttavellinum í Búðardal Kl. 18–20. Kjötsúpurölt um Búðardal í Bakkahvammi 4, Brekkuhvammi 8 og Lækjarhvammi 4 Kl. 21–23. Opið hús í Sæfrosti Laugardagurinn 14. júlí Miðbraut verður lokuð frá Gunnarsbraut að stjórnsýsluhúsi. …

Setjum Dalina í hátíðarbúning

DalabyggðFréttir

Skreytingar á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal verða eins og verið hefur. Rauður og blár norðan megin í Búðardal og í öllu sveitarfélaginu þar í framhaldið og grænn og appelsínugulur í suðurhluta Búðardals og Suðurdölum. Nú er um að gera að finna upp á einhverju sniðugu og skemmtilegu, sem lífgar upp á Dalina í tilefni hátíðahaldanna.

Blómmóðir besta

DalabyggðFréttir

Helga Kress, prófessor emeritus við Háskóla Íslands flytur erindið „Blómmóðir besta“ á Nýp á Skarðsströnd laugardaginn 14. júlí kl. 15. Konan í lífi og ljóði Jóns Thoroddsen: Kristín Ólína Thoroddsen, fædd Sívertsen (1833-1879); saga sögð í bréfum, að Jóni gengnum.   Í erindi sínu tengir Helga kvenlýsingar í ljóðum og sögum Jóns Thoroddsen við konurnar í lífi hans. Helga hefur …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 163. fundur

DalabyggðFréttir

163. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 12. júlí 2018 og hefst kl. 16:00.   Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Sala eigna – Laugar í Sælingsdal 2. Fyrirspurn um leigulóð 3. Stofngjald ljósleiðara að Breiðabólsstað í Sökkólsdal 4. Íbúakosning, undirskriftalisti, kosningar 5. Ráðning sveitarstjóra 6. Hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum 7. Íbúaþing 2018 8. Skógræktaráform í Ólafsdal 137878 9. …

Sögurölt í Kumbaravog

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 11. júlí kl. 19 verður þriðja sögurölt Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum í sumar. Upphafsstaður er við Klofning. Farið verður upp á Klofning að hringsjá sem þar er og notið útsýnisins. Spjallað verður m.a. um búsetu, strauma, siglingaleiðir og annað er kemur upp í hugann varðandi eyjarnar fyrir mynni Hvammsfjarðar. Þá verður rölt niður í Kumbaravog í landi …

Tónlist og ljóð á Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Þriðjudagskvöldið 10. júlí kl. 20:30 verða tónleikar og ljóðaupplestur á Hótel Eddu í Sælingsdal. Íslenskt/þýskt tríó spilar latíntónlist og jazz, það skipa kontrabassaleikarinn og heimamaðurinn Tómas R. Einarsson, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og trommuleikarinn Tommy Baldu. Skáldið Kristín Svava Tómasdóttir les úr síðustu ljóðabók sinni, Stormviðvörun (2015), en hún kom út í enskri þýðingu í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári og …

Sýning á Nýp á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Í vetur hafa staðið yfir framkvæmdir að Nýp á Skarðsströnd. Í viðbyggingu við íbúðarhúsið, þar sem áður var fjós, fjárhús og hesthús hafa arkítektarnir í Studio Bua hannað gesta- og sýningarými. Sunnudaginn 8. júlí kl. 15-18 verður opnuð á Nýp sýning sem sýnir hönnun endurbyggingarinnar í teikningum, ljósmyndum og módelum, ásamt nokkrum eldri ljósmyndum. Verkefnið var framkvæmt af smiðum, iðnaðarmönnum …