Sorphirða – seinkun á Skógarströnd og Hörðudal

Kristján IngiFréttir

Tilkynning frá Gámafélagi Íslands: Vegna takmarka á ásþunga ökutækja á Snæfellsnesvegi (nr. 54) verður ekki hægt að hirða pappír og plast á bæjum á Skógarströnd og í Hörðudal í dag. Hirðingin mun fara fram um leið og aðstæður leyfa.

Drónaflug vegna hitaveitu

Kristján IngiFréttir

Í dag, föstudaginn 4. apríl, mun verktaki á vegum Rarik framkvæma drónamyndun á dreifikerfi hitaveitu í Búðardal. Með því er kerfið kortlagt og ástand metið fyrir undirbúning endurbóta. Hefðbundin myndun fer fram að degi til, en eftir miðnætti er áformuð myndun með hitamyndavél. Flogið er í nokkurri hæð og ætti því ónæði að vera lítið.

Íþróttamiðstöð – framvinda í myndum

Kristján IngiFréttir

Uppsetning límtrés fyrir íþróttasalinn gengur vel og er langt komin. Í gær var steypt botnplata þjónustubyggingar. Steypuvinnu við bygginguna er því lokið og aðeins eftir að steypa sundlaugar- og pottaker. Við viljum endilega leyfa íbúum og öðrum áhugasömum að fylgjast með framvindunni á heimasíðu Dalabyggðar. Á þessari síðu eru myndir af þróuninni síðustu daga og munum við bæta við reglulega …

Burðarvirki mætir í vikunni – Bílastæði takmörkuð

Kristján IngiFréttir

Nú dregur til tíðinda í uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar. Framkvæmdir næstu vikna munu m.a. verða til þess að bílastæðum við Stjórnsýsluhúsið fækkar tímabundið og vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát nærri vinnusvæðinu. Staða framkvæmda Platan fyrir íþróttasalinn var steypt í síðustu viku í blíðskaparveðri. Unnið er að lagnavinnu og fyllingu í sökkla í þjónustubyggingu og járnabindingu plötu yfir kjallara. Steypuvinnu við …

Rúlluplastsöfnun frestast vegna veðurs

Kristján IngiFréttir

Rúlluplastsöfnun sem fara átti fram í vikunni frestast vegna veðurs. Hún mun hefjast um leið og aðstæður leyfa, jafnvel um helgina. Nánari upplýsingar verða sendar út þegar tímasetning liggur fyrir.

Íþróttamiðstöðin rís úr jörðu

Kristján IngiFréttir

Framkvæmdir í grunni nýrrar íþróttamiðstöðvar ganga vel. Uppsteypa á kjallara er langt komin og unnið að steypu á undirstöðum íþróttasals og þjónustubyggingar. Ekkert lát verður á framkvæmdum meðan veður leyfir, en nú er snjólétt og frost milt sem kemur sér vel. Límtré í burðarvirki er í framleiðslu í Lettlandi og er væntanlegt ásamt útveggjaeiningum og tilheyrandi í mars. Það þarf …

Sorphirðudagatal 2025

Kristján IngiFréttir

Dagatal fyrir sorphirðu í Dalabyggð 2025. Dalabyggð_sorphirða 2025 Hægt er að nálgast útprentað eintak í móttöku Dalabyggðar á opnunartíma skrifstofu. Alltaf er hægt að kynna sér gildandi fyrirkomulag sorphirðu hér á heimasíðunni. Efst á þeirri síðu er dagatal ársins.

Dagverðarneskirkja, Fellsströnd

Stofnfundur hollvinafélags Dagverðarneskirkju

Kristján IngiFréttir

Stofnfundur hollvinafélags Dagverðarneskirkju verður haldinn í Tónskóla Hörpunnar, Spönginni 37 – 39, 2. hæð (fyrir ofan Lyfju) í Grafarvogi, mánudaginn 16. desember 2024 klukkan 19:00. Kynnt verða áformum sóknarnefndar um endurbætur á Dagverðarneskirkju, Dagverðarnesi á Fellsströnd. Tillaga um stofnun hollvinafélags Dagverðarneskirkju. Þau sem vilja verða stofnfélagar og geta ekki mætt á stofnfundinn eru beðin um að skrá sig með tölvupósti …

Sorphirða – staða á dreifingu íláta og hirðingu

Kristján IngiFréttir

Í byrjun nóvembermánaðar fengu heimili í dreifbýli sunnan Búðardals nýja tunnu fyrir plastúrgang og eiga að vera byrjuð að aðgreina plast og pappa/pappír í sitt hvort ílátið. Um síðustu helgi var tunnum fyrir plast dreift á langflest heimili vestan Búðardals. Vinnu við dreifingu á nýjum tunnum verður haldið áfram í vikunni og mun ljúka í Búðardal samhliða hirðingu á grænu …

Sorphirða – seinkun á losun og dreifin íláta sunnan Búðardals

Kristján IngiFréttir

Vegna bilunar seinkar sorphirðu á grænni tunnu í Búðardal og grænum og brúnum tunnum sunnan Búðardals um einn dag, til miðvikudagsins 6. nóvember. Gámafélagið hóf dreifingu á nýjum tunnum fyrir plast sunnan Búðardals í dag. Tekið var tillit til þeirra umsókna sem höfðu borist fyrir helgi.  Í leiðinni hafa körin verið endurmerkt fyrir pappír/pappa. Eftir tæmingu á miðvikudaginn skal því …