Að gefnu tilefni eru ítrekaðar leiðbeiningar um frágang á rúlluplasti. Í söfnuninni fyrir helgi fór ríflega tonn af tveimur og hálfu í urðun vegna mengunar af óhreinindum og blöndun við svart plast. Þegar rúlluplastinu er pressað í bílinn blandast/skemmist meira plast en mengað var í upphafi. Við slíkt tapast ekki aðeins umhverfislegi ávinningurinn af endurvinnslu plastsins heldur skapar þetta líka …
Söfnun brotajárns í Dalabyggð 2024
Dalabyggð hefur samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka sumarið 2024. Áætlað er að söfnunin fari fram kringum mánaðarmótin júní/júlí. Söfnunarátakið kemur í stað málmgáma sem hafa verið aðgengilegir viku í senn víðsvegar um sveitarfélagið á sumrin. Sú söfnun verður áfram fyrir timbrið með sama sniði og verður kynnt sérstaklega. Átökin eru bæði innifalin í sorphirðugjöldum …
Bilun í vatnsveitu í Sunnubraut – lokið
Uppfært: Vatnsstreymi á götunni er hætt og reyndist hafa annan uppruna en vegna bilunar í kerfinu. Afhending á köldu vatni og umferð um Sunnubraut verður því óskert. Seint í gærkvöldi varð vart við leka á vatnslögn í Sunnubraut við gatnamót Gunnarsbrautar. Á morgun, fimmtudaginn 28. febrúar, verður unnið að viðgerð á lekanum og má búast við að loka þurfi …
Bréfpokar undir lífrænan úrgang
Breyting hefur verið gerð á söfnun matarleifa við heimili, fyrirtæki og stofnanir og má nú ekki lengur nota maíspoka undir matarleifarnar. Eingöngu má nota bréfpoka. Þetta á við um allt sem fer í brúnu tunnuna eftir losun 27. febrúar (sunnan Búðardals) og 21. mars (í og vestan við Búðardal). Maíspokana er tilvalið að nota undir blandaðan úrgang og takmarka þannig …
Gámur fyrir frístundahús við söfnunarstöð í Búðardal
Stálgámur fyrir blandaðan úrgang hefur verið staðsettur fyrir utan hlið við söfnunarstöðina í Búðardal sl. misseri. Gámurinn var hann tekinn tímabundið inn fyrir hlið en verður aftur settur út fyrir hlið í dag og hefur verið bætt úr merkingum á honum. Borið hefur á því að rusl sé sett við gáminn þegar hann hefur fyllst. Hann er grenndarstöð þar sem …
Söfnunarstöð fyrir úrgang – gjaldtaka
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt uppfærð gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð sem tekur gildi frá og með 1. febrúar. Fyrir utan hækkun á almennu sorphirðugjaldi í samræmi við aukinn kostnað í málaflokknum er tekið upp nýtt fyrirkomulag við gjaldtöku við móttöku gjaldskylds úrgangs á söfnunarstöðinni í Búðardal. Árin 2021 og 2022 var notast við klippikort …
Dagatal fyrir sorphirðu 2024
Gefið hefur verið út nýtt dagatal fyrir sorphirðu 2024. Gert er ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi þar sem almennt er hirt á 4ra vikna fresti, lífrænt á 6 vikna fresti með þremur aukalosunum að sumri (3 vikna fresti þá) og endurvinnslu á 6 vikna frest í dreifbýli og 3ja vikna fresti í Búðardal. Rúlluplasti verður safnað 6 sinnum á árinu. Fyrirkomulag …
Söfnun á rúlluplasti – frestast vegna færðar og veðurs
Gámafélagið hefur safnað rúlluplasti frá öllum bæjum nema tveimur vestan Búðardals. Vegna hálku og hvassviðris verður söfnun frestað fram yfir helgi. Stefnt að því að klára alla staði á mánu- og þriðjudaginn, 18.-19. desember.
Dalaveitur – truflun á farsímasambandi frá Staðarfelli
Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 12 hefst vinna við ljósleiðarastofn í Hvammssveit. Við það gætu orðið truflanir á farsímasendum á Staðarfelli sem gæti haft áhrif á símasamband við Hvammsfjörðinn þar sem engir aðrir sendar dekka. Þetta gæti varað í um 1 – 1,5 klst. Tilkynning hefur verið send til heimila sem verða fyrir rofi á netsambandi sem hefst á sama tíma …
Truflanir á köldu vatni vegna viðgerðar
1111111111111111111111111 2222222222222222222 3333333333333333333 444444444444444444444 55555555555555555555 666666666666666666666 77777777777777777777 8888888888888888 Komið hefur upp leki, líklegast á kaldavatnsstofn, í Miðbraut milli leikskóla og slökkvistöðvar. Lekinn hefur ekki áhrif á afhendingu vatns í hús enn sem komið er og undirbúningur að viðgerð hafinn. Gera má ráð fyrir truflunum á köldu vatni og lokunum í einhvern tíma meðan unnið er að viðgerð. Stefnt að því …