Sorphirða – staða á dreifingu íláta og hirðingu

Kristján IngiFréttir

Í byrjun nóvembermánaðar fengu heimili í dreifbýli sunnan Búðardals nýja tunnu fyrir plastúrgang og eiga að vera byrjuð að aðgreina plast og pappa/pappír í sitt hvort ílátið. Um síðustu helgi var tunnum fyrir plast dreift á langflest heimili vestan Búðardals. Vinnu við dreifingu á nýjum tunnum verður haldið áfram í vikunni og mun ljúka í Búðardal samhliða hirðingu á grænu …

Sorphirða – seinkun á losun og dreifin íláta sunnan Búðardals

Kristján IngiFréttir

Vegna bilunar seinkar sorphirðu á grænni tunnu í Búðardal og grænum og brúnum tunnum sunnan Búðardals um einn dag, til miðvikudagsins 6. nóvember. Gámafélagið hóf dreifingu á nýjum tunnum fyrir plast sunnan Búðardals í dag. Tekið var tillit til þeirra umsókna sem höfðu borist fyrir helgi.  Í leiðinni hafa körin verið endurmerkt fyrir pappír/pappa. Eftir tæmingu á miðvikudaginn skal því …

Sorphirða – upptaka frá kynningarfundi

Kristján IngiFréttir

Mánudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur vegna breytina á sorphirðu og þeim valkostum sem íbúar standa frammi fyrir varðandi samsetningu sorpíláta heim við hús. Á fundinum fór Kristján Ingi, umsjónarmaður framkvæmda hjá Dalabyggð, yfir aðdraganda að breytingunum og umsóknareyðublaðið sem sent var á öll heimili í síðustu viku. Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsins fór svo vel yfir breytt umhverfi í …

Breyting á sorphirðu – dreifing nýrra íláta

Kristján IngiFréttir

Fyrirhuguð er breyting á sorphirðu frá heimilum í takt við breytt lög um úrgangsmál. Breytingin fellst í aðgreiningu á þeim úrgangsflokkum sem fara í „græntunnuna“ í dag. Sitt hvort ílátið verður fyrir annars vegar pappír og pappa og hins vegar plast. Málmumbúðum fara ekki lengur í ílát heim við hús. Hægt verður að losa sig við þær ásamt glerumbúðum og …

Söfnun á rúlluplasti – frágangur

Kristján IngiFréttir

Að gefnu tilefni eru ítrekaðar leiðbeiningar um frágang á rúlluplasti. Í söfnuninni fyrir helgi fór ríflega tonn af tveimur og hálfu í urðun vegna mengunar af óhreinindum og blöndun við svart plast. Þegar rúlluplastinu er pressað í bílinn blandast/skemmist meira plast en mengað var í upphafi. Við slíkt tapast ekki aðeins umhverfislegi ávinningurinn af endurvinnslu plastsins heldur skapar þetta líka …

Söfnun brotajárns í Dalabyggð 2024

Kristján IngiFréttir

Dalabyggð hefur samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka sumarið 2024. Áætlað er að söfnunin fari fram kringum mánaðarmótin júní/júlí. Söfnunarátakið kemur í stað málmgáma sem hafa verið aðgengilegir viku í senn víðsvegar um sveitarfélagið á sumrin. Sú söfnun verður áfram fyrir timbrið með sama sniði og verður kynnt sérstaklega. Átökin eru bæði innifalin í sorphirðugjöldum …

Bilun í vatnsveitu í Sunnubraut – lokið

Kristján IngiFréttir

Uppfært: Vatnsstreymi á götunni er hætt og reyndist hafa annan uppruna en vegna bilunar í kerfinu. Afhending á köldu vatni og umferð um Sunnubraut verður því óskert.   Seint í gærkvöldi varð vart við leka á vatnslögn í Sunnubraut við gatnamót Gunnarsbrautar. Á morgun, fimmtudaginn 28. febrúar, verður unnið að viðgerð á lekanum og má búast við að loka þurfi …

Bréfpokar undir lífrænan úrgang

Kristján IngiFréttir

Breyting hefur verið gerð á söfnun matarleifa við heimili, fyrirtæki og stofnanir og má nú ekki lengur nota maíspoka undir matarleifarnar. Eingöngu má nota bréfpoka. Þetta á við um allt sem fer í brúnu tunnuna eftir losun 27. febrúar (sunnan Búðardals) og 21. mars (í og vestan við Búðardal). Maíspokana er tilvalið að nota undir blandaðan úrgang og takmarka þannig …

Gámur fyrir frístundahús við söfnunarstöð í Búðardal

Kristján IngiFréttir

Stálgámur fyrir blandaðan úrgang hefur verið staðsettur fyrir utan hlið við söfnunarstöðina í Búðardal sl. misseri.  Gámurinn var hann tekinn tímabundið inn fyrir hlið en verður aftur settur út fyrir hlið í dag og hefur verið bætt úr merkingum á honum. Borið hefur á því að rusl sé sett við gáminn þegar hann hefur fyllst. Hann er grenndarstöð þar sem …

Söfnunarstöð fyrir úrgang – gjaldtaka

Kristján IngiFréttir

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt uppfærð gjaldskrá fyrir hirðingu, móttöku og eyðingu sorps í Dalabyggð sem tekur gildi frá og með 1. febrúar. Fyrir utan hækkun á almennu sorphirðugjaldi í samræmi við aukinn kostnað í málaflokknum er tekið upp nýtt fyrirkomulag við gjaldtöku við móttöku gjaldskylds úrgangs á söfnunarstöðinni í Búðardal. Árin 2021 og 2022 var notast við klippikort …