Óveruleg breyting – frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 9. október 2025 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga er minnkar úr 18,2 ha í 17,5 ha, en aðliggjandi landbúnaðarsvæði stækkar sem því nemur. Skipulagsákvæði um frístundabyggð F23 og landbúnaðarsvæðið …
Opið fyrir jólastyrksumsóknir – Dalaprestakalls
Kæru íbúar Dalabyggðar. Opnað hefur verið fyrir jólastyrksumsóknir fyrir jólin 2025. Umsóknir berist á snaevara@kirkjan.is vinsamlegast setjið í umsóknina fjölskylduhagi. Tekið er við umsóknum til 6. desember og mun svar berast ekki síðar en 7. desember. Kv. Snævar Jón Andrésson
Laus störf: Starfsfólk í íþróttamiðstöð – framlengdur umsóknarfrestur
Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 3 stöður, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll. Íþróttamiðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum, líkamsræktaraðstöðu …
Bókatíðindi 2025 mætt á bókasafnið
Margir bíða spenntir ár hvert og nú er biðin loks á enda, Bókatíðindi 2025 eru komin út. Prenteintök eru mætt á Héraðsbókasafn Dalasýslu og hægt verður að nálgast ókeypis eintak á opnunartíma safnsins. Opnunartími bókasafnsins er sem hér segir: Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30 Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að útgáfunni. Bókatíðindin geyma samantekt yfir bókaútgáfu ársins 2025 sem …
Kynningarfundir: Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2026-2029
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur afgreitt fjárhagsáætlun í fyrri umræðu. Var það gert á 262. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember sl. Samkvæmt samþykkt um stjórn Dalabyggðar skal sveitarstjórn á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Byggðarráð leggur samkvæmt sveitarstjórnarlögum tillögu um fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skal fjalla …
Ég bý í sveit – málþing um byggðafestu 18. nóvember
Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið málþing á Dalahóteli að Laugum í Sælingsdal um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Reykhólasveitar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið hefst kl. 11:00 og áætlað að það standi til 16:00. Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum. …
Dalabyggð greiðir þátttöku á Mannamót 2026
Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2026 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá. Þann 15. janúar 2026 er komið að hinni árlegu ferðakaupstefnu Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem fram fer í Kórnum í Kópavogi frá klukkan 12 til 17. Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og …
Árleg ormahreinsun hunda og katta
Eigendur hunda og katta skulu færa dýr sína árlega til ormahreinsunar hjá dýralækni skv. samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalabyggð nr. 1040/2025 Ef eigandi dýrs getur af einhverjum ástæðum ekki mætt á tilsettum tíma skal hann afhenda sveitarfélaginu staðfestingu frá dýralækni um að ormahreinsun hafi farið fram. Hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum og …
BARNÓ í Dölum lokið
Í október til nóvember fór fram Barnamenningarhátíð Vesturlands; BARNÓ. Hátíðin var tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hafði það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Í boði hafa verið viðburðir um allt Vesturland og Dalabyggð enginn eftirbátur þar. Reynt var að hafa fjölbreytt úrval ókeypis viðburða þar sem markmiðið var að bjóða upp …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 262. fundur
FUNDARBOÐ 262. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2511002 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki V 2. 2505016 – Fjárhagsáætlun 2026-2029 3. 2510027 – Stafræn húsnæðisáætlun 2025-2035 4. 2510030 – Óveruleg breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu, lóðir 49 og 50 5. 2510029 – Aðalskipulagsbreyting – Hvannármiðlun Fundargerðir til …








