Viðmiðunardagur kjörskrár vegna íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra er 6. nóvember, klukkan 12 á hádegi. Viðmiðunardagur kjörskrár segir til um hvort kjósandi getur kosið í umræddum kosningum. Tilkynning um nýtt lögheimili þarf því að hafa borist Þjóðskrá fyrir klukkan 12 á hádegi 6. nóvember. Kosningarréttur er skv. 2. gr. reglugerðar nr. 922/2023, um íbúakosningar sveitarfélaga. Rétt til þátttöku …
Laust starf: Verkefnastjóri hátíðarhalda í Dalabyggð 2026
Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir að ráða verkefnastjóra tímabundið, í tengslum við skipulag hátíðarhalda 17. júní 2026 og einnig bæjarhátíðarinnar “Heim í Búðardal” 2026. Um er að ræða starf í verktöku allt að 150 klukkustundir, á tímabilinu 20. janúar – 19. júlí 2026. Í Dalabyggð er lög áhersla á fjölskylduvæna dagskrá og þátttöku heimamanna. Skipulag er unnið í samstarfi við Menningarmálanefnd …
Skrifstofa sýslumanns lokuð 28. október
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, þriðjudaginn 28. október. Við bendum á heimasíðu embættisins www.syslumenn.is þar sem má finna helstu spurningar og svör, netspjall og opnunartíma annarra útibúa.
Samstarfsnefnd skilar áliti um sameiningu
Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna sveitarfélaganna tveggja, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Álitið er svohljóðandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til …
Laus störf: Starfsfólk í íþróttamiðstöð
Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 6 stöður, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll. Íþróttamiðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum, líkamsræktaraðstöðu …
BARNÓ – Barnamenningarhátíð Vesturlands október-nóvember 2025
Í október fer fram barnamenningarhátíðin BARNÓ – BEST MEST VEST sem breiðir út gleði og hressleika um allt Vesturland. Hátíðin er tileinkuð börnum og ungmennum á svæðinu og hefur það að markmiði að efla sköpunarkraft, gleði og þátttöku í fjölbreyttu menningarlífi landshlutans. Í boði verða viðburðir um allt Vesturland og er Dalabyggð enginn eftirbátur þar! Hér fyrir neðan er hægt …
Föstudagsmolar sveitarstjóra Dalabyggðar
Það er ýmislegt skemmtilegt og gott að frétta hjá okkur í Dalabyggð nú þegar haustið hefur tekið völdin og verkefni á ýmsum sviðum halda áfram af miklum krafti víða – ég vil hér klukka örfáa þætti í þessum molum mínum. Þjóðlendumálin loks afgreidd Það er mjög ánægjlegt að Óbyggðanefnd hefur nú staðfest að fallið hafi verið frá öllum kröfum ríkisins …
Bleikar bækur og bingóverðlaun
Héraðsbókasafn Dalasýslu stóð fyrir lestrarátaki yfir sumarið í fjórða sinn. Gefin voru út þrjú bingó-spjöld fyrir mismunandi aldur þ.e. 5-7 ára, 8-9 ára og 10-12 ára. Þátttakendur sóttu spjöldin á bókasafnið fyrir sumarlokun en á hverju spjaldi voru nokkrir reitir sem lýstu aðstæðum eða athöfn sem átti að framkvæma á meðan lestri stóð. Í dag, fimmtudaginn 23. október, var þátttakendum …
Verðlaun fyrir þátttöku í bókabingói
Fimmtudaginn 23. október kl. 15:30 langar okkur að bjóða þeim sem skiluðu inn lestrarbingóblöðum eftir sumarið, að hittast í anddyri Stjórnsýsluhússins og veita umbunagjöfum viðtöku. Hlökkum til að sjá ykkur!
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 261. fundur
FUNDARBOÐ 261. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 23. október 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2411009 – Lánasamningur – Lánasjóður sveitarfélaga 2. 2505011 – Formlegar sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra Fundargerðir til kynningar 3. 2501003 – Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025 4. 2501006 – Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2025 21.10.2025 Björn Bjarki …








