FUNDARBOÐ 259. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2508017 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki IV (4) 2. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 3. 2405012 – Farsældarráð Vesturlands Fundargerð 4. 2508001F – Byggðarráð Dalabyggðar – 339 Fundargerðir til kynningar 5. 2506005F – Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – …
Réttir og fjallskil í Dalabyggð 2025
Meðfylgjandi er yfirlit yfir lögréttir í Dalabyggð haustið 2025. Fjallskilaseðla má skoða hér fyrir neðan utan Skógarstrandar sem skipta með sér verkum án útreiknings. Búið er að senda fjallskilaseðla til fjáreiganda í tölvupósti. Ef að fjallskilaseðlar hafa ekki borist, má hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar á dalir@dalir.is eða síma 430-4700 Sé óskað eftir útprentuðum fjallskilaseðil má hafa samband við skrifstofu …
Upplýsingavefur um sameiningarviðræður opnaður
Í dag fór upplýsingavefur samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra í loftið á léninu https://dalhun.is Á honum er að finna ýmsar upplýsingar um sameiningarviðræðurnar og íbúakosningar um sameiningartillöguna, auk frétta af viðræðum og viðburðum. Á síðunni er einnig að finna svör við spurningum sem algengt er að íbúar velti upp í tengslum við sameiningarviðræður og eyðublað fyrir nýjar fyrirspurnir …
Vinnustofa um framtíðarsýn á Borðeyri
Þriðjudaginn 26. ágúst sl. var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum. Markmiðið með vinnustofunni var að leiða saman þá sem best þekkja til mála til að móta framtíðarsýn og draga fram kosti og ókosti sameiningar fyrir íbúana. …
Ómetanleg þátttaka íbúa
Síðast liðin 2 ár hefur verið í gangi verkefnið „Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi“ sem hlaut styrk af C.1. lið Byggðaáætlunar. Ástæða verkefnisins var vinna með ímynd Dalanna, hún var ekki slæm en hún var heldur ekki sterk. Þannig hefur verkefnið snúið að efnissköpun til miðlunar, fyrir ferðamenn, fyrir núverandi og tilvonandi íbúa, sem og mögulega fjárfesta …
Uppfærð tilkynning frá Rarik vegna hitaveitureikninga
Því miður þá nær Rarik ekki að leiðrétta mögulega tæknilega villu í gögnum og útgáfu hitaveitu reikninga Rarik á gjalddaga 01.09.2025. Áfram verður unnið að greiningu gagna til að tryggja rétta útgáfu á hitaveitu reikningi í október 2025 Ef viðskiptavinur Rarik telur að um verulega breytingu á gjalddaga sínum 01.09.2025 sé að ræða, er mikilvægt að upplýsa Rarik með álestri …
Skrifstofa sýslumanns lokuð 28.08.2025
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð fimmtudaginn 28. ágúst nk.
Brattabrekka lokuð 27. og 28. ágúst
Vegurinn yfir Bröttubrekku verður lokaður milli kl. 8:00 – 20:00 miðvikudag, 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst vegna malbikunarframkvæmda. Lokað verður frá Hringvegi í Norðurárdal að Snæfellsnesvegi. Hjáleiðir verða um Heydal og Laxárdalsheiði. Viðgerðir og aðrar vegaframkvæmdir eiga sér nú stað um allt land. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.
Skólaþing 28. ágúst – foreldrar hvattir til þátttöku
Skólaþing fer fram í Dalabúð, fimmtudaginn 28. ágúst nk. og hefst kl.17:30 Unnið verður í anda íbúarþings. Kristrún Birgisdóttir frá skólaþjónustu Ásgarðs er fundarstjóri og flytur framsöguerindi. Foreldrar eru hvattir til að mæta á þingið og taka þátt í samtalinu. Saman getum við unnið að góðu skólaumhverfi fyrir börnin okkar.
Útboð – Úrgangsþjónusta fyrir Dalabyggð
Consensa fyrir hönd Dalabyggðar óskar eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem samanstendur af fjórum aðgreindum þjónustuþáttum eins og þeir eru skilgreindir samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 12:00 þann 23. september 2025. Nánari …