FUNDARBOÐ 263. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. desember 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2510016 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2026 2. 2505016 – Fjárhagsáætlun 2026-2029 3. 2512001 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki VI 4. 2512005 – Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030 …
Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum
Íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Þann dag verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00 (sjá nánar um opnunartíma kjörstaða hér) Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi loka viku kosninganna. Þegar …
Stuðningsfjölskyldur óskast í Dalabyggð
Félagsþjónusta Dalabyggðar óskar eftir einstaklingum eða fjölskyldum sem hafa áhuga á að gerast stuðningsfjölskyldur í Dalabyggð. Stuðningsfjölskyldur eru hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hlutverk stuðningsfjölskyldna er að taka barn eða börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af barni og fjölskyldu. Með því að gerast stuðningsfjölskylda gefst einnig tækifæri til að styrkja stuðningsnet …
Dagur sjálfboðaliðans: Takk fyrir ykkur!
Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans og honum er fagnað um allan heim. Starf sjálfboðaliða er ekki sjálfsagt, í raun má segja að án framtaks sjálfboðaliða væri fátæklegt um að líta í byggðum landsins. Allt frá einstaklingsframtaki upp í heilu félögin og deildirnar, sem taka að sér hin ýmsu hlutverk og vinna ókeypis í sínum frítíma í þágu annarra og …
Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs
Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2025, klukkan 12.00 að hádegi. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV. Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning á umsóknum veitir Linda Guðmundsdóttir, netfang: linda@ssv.is og sími: 7806697 Starfsstöð Lindu er í Nýsköpunarsetrinu í Búðardal. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf alla virka …
Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032
Óveruleg breyting – frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 9. október 2025 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga er minnkar úr 18,2 ha í 17,5 ha, en aðliggjandi landbúnaðarsvæði stækkar sem því nemur. Skipulagsákvæði um frístundabyggð F23 og landbúnaðarsvæðið …
Opið fyrir jólastyrksumsóknir – Dalaprestakalls
Kæru íbúar Dalabyggðar. Opnað hefur verið fyrir jólastyrksumsóknir fyrir jólin 2025. Umsóknir berist á snaevara@kirkjan.is vinsamlegast setjið í umsóknina fjölskylduhagi. Tekið er við umsóknum til 6. desember og mun svar berast ekki síðar en 7. desember. Kv. Snævar Jón Andrésson
Laus störf: Starfsfólk í íþróttamiðstöð – framlengdur umsóknarfrestur
Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 3 stöður, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll. Íþróttamiðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum, líkamsræktaraðstöðu …
Bókatíðindi 2025 mætt á bókasafnið
Margir bíða spenntir ár hvert og nú er biðin loks á enda, Bókatíðindi 2025 eru komin út. Prenteintök eru mætt á Héraðsbókasafn Dalasýslu og hægt verður að nálgast ókeypis eintak á opnunartíma safnsins. Opnunartími bókasafnsins er sem hér segir: Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30 Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að útgáfunni. Bókatíðindin geyma samantekt yfir bókaútgáfu ársins 2025 sem …
Kynningarfundir: Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2026-2029
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur afgreitt fjárhagsáætlun í fyrri umræðu. Var það gert á 262. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember sl. Samkvæmt samþykkt um stjórn Dalabyggðar skal sveitarstjórn á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Byggðarráð leggur samkvæmt sveitarstjórnarlögum tillögu um fjárhagsáætlun fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skal fjalla …








