Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sveitarfélagið Dalabyggð auglýsa nýtt sameiginlegt starf í Búðardal frá 1. janúar 2025. Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% starf hjá HVE og 50% starf hjá Dalabyggð. Aðsetur starfsmanns verður á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Helstu verkefni og ábyrgð Útköll í sjúkraflutningum á dagvinnu og þátttaka í bakvöktum utan dagvinnu. Umhirðu og viðhald húsnæðis …
Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenn – haustönn
Sveitarfélagið Dalabyggð mun á nýju ári færa umsókn um frístundastyrk inn í kerfi SportAbler. Þannig mun birtast valmöguleiki fyrir foreldri til að nýta styrkinn þegar barn er skráð á námskeið hjá félögum sem starfa í Dalabyggð eða á tímabundin námskeið sem boðið er upp á í sveitarfélaginu og leyfi hefur fengist fyrir að nýta styrkinn til. Þar sem innleiðingu er …
Viðveru atvinnuráðgjafa frestað um einn dag
Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður í Dalabyggð miðvikudaginn 4. desember í stað þriðjudagsins eins og plan gerir annars ráð fyrir. Upplýsingar varðandi viðveru ráðgjafa SSV má finna á meðfylgjandi hlekk: Ráðgjafar SSV – Viðvera
Tillaga að deiliskipulagi Skoravíkur á Fellsströnd
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skoravíkur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Skoravíkur í heild sinni. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss ásamt gestahúsum og þjónustubyggingum til að hýsa tæki og annað sem tengist starfsemi á jörðinni. Deiliskipulagstillagan er til kynningar í skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is/issues/2024/1313 með …
Guðný Erna Bjarnadóttir ráðin Lýðheilsufulltrúi Dalabyggðar
Dalabyggð hefur ráðið Guðnýju Ernu Bjarnadóttur sem lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins. Guðný Erna hefur undanfarin fimm ár búið og starfað í Noregi, þar sem hún vann við neyðarvistun fyrir ungmenni og neyðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma. Hún hefur einnig starfað sem íþróttafræðingur á Heilsustofnun í Hveragerði og sem sundþjálfari. Guðný Erna er með B.Sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá …
Kynning á fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025-2028
Þriðjudaginn 3. desember verða haldnir tveir opnir fundir í Nýsköpunarsetrinu (Miðbraut 11 í Búðardal, jarðhæð) til kynningar á fjárhagsáætlun Dalabyggðar til að gefa sem flestum íbúum tækifæri á að mæta. Fyrri fundurinn verður kl. 17:00 og sá seinni kl. 20:00 Dagskrá beggja funda: Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2025 – 2028 Heitt á könnunni og íbúar hvattir til að mæta.
Jólaaðstoð – umsókn
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir vegna jólaaðstoðar, í ár verður boðið upp á bónus kort, vinsamlegast sendið tölvupóst á snaevara@kirkjan.is Til að sækja um þarf að senda tölvupóst með með fjölda heimilismeðlima og aðeins um aðstæður ykkar, fullum trúnaði er heitið. Úthlutun verður 6. desember. – Snævar prestur
Forvarnarhópur Dalabyggðar tekinn til starfa
Líkt og fram kom í frétt þann 20.9.2024 var erindisbréf um stofnun forvarnarhóps Dalabyggðar samþykkt á 249. fundi sveitarstjórnar. Hópinn skipa fulltrúi frá lögreglunni á Vesturlandi, heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), félagsþjónustu Dalabyggðar, Auðarskóla, auk fulltrúa frá íþrótta- og tómstundastarfi Dalabyggðar. Hópurinn hefur formlega tekið til starfa og er farin af stað vinna við gerð forvarnarstefnu Dalabyggðar fyrir árin 2025 – 2027. …
Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfi
Rafmagnslaust verður frá Hrappsstöðum að Sólheimum þann 27.11.2024 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Alþingiskosningar verða haldnar 30. nóvember 2024 og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Dalabyggð fer fram í afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi að Miðbraut 11 í Búðardal, 2. hæð. Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem hér segir: Fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 09:00 – 14:00 Mánudaginn 25. nóvember frá kl. 09:00 – 13:00 (athugið að þennan dag …