Fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi sendu í gær þann 20. febrúar, erindi til forsætisráðherra með ákalli til ríkisstjórnar um neyðarfund og skipan viðbragðshóps stjórnarráðsins um aðgerðir í vegamálum. Hættustigi var lýst yfir á Vesturlandi þann 13. febrúar sl. vegna bikblæðinga. Stórfelldar bikblæðingar bættust þannig við afar bágborið ástanda á mörgum vegköflum í landshlutanum. Hefur ástandið m.a. verið tilkynnt til Almannavarnanefndar Vesturlands …
Skrifstofa sýslumanns lokuð þriðjudaginn 25. febrúar
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð þriðjudaginn 25. febrúar nk.
Örsýning í samstarfi við Tröllaklett – Víkingabúningar og skart
Upp er komin ný örsýning á bókasafninu. Um er að ræða víkingabúninga og skart, allt hannað, saumað og búið til af nemendum Tröllakletts. Aðstoðarmanneskja Anna S.Kotschew. Við hvetjum íbúa nú sem fyrr til að kíkja. Minnum einnig á að bókasafnskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu er íbúum að kostnaðarlausu.
Verum sýnileg!
Leynist endurskinsmerki á þínu heimili? Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða, er notkun endurskinsmerkja þess vegna mikilvæg og í sumum tilfellum nauðsynleg. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða. Allir ættu að nota endurskinsmerki, …
Álagning fasteignagjalda 2025
Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er að ljúka og munu álagningarseðlar birtast á Island.is. Við afsökum hve seint álagning skilar sér en ákveðnar breytingar við úrvinnslu ullu töfum. Í ljósi tafa verður staðgreiðslufrestur lengdur og því munu þeir sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 20. febrúar fá 5% staðgreiðsluafslátt. Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 253. fundur
FUNDARBOÐ 253. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2501036 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki I 2. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 3. 2501031 – Félagsmál 2025 4. 2502002 – Persónuverndarstefna Dalabyggðar 5. 2403014 – Miðbraut 11 6. 2501016 – Útsvar og fasteignaskattur 2025 7. …
Rúlluplastsöfnun í vikunni
Vegna óviðráðanlegra orsaka var ekki hægt að hefja rúlluplastsöfnun fyrir helgi og þá hefur veður einnig sett nokkurt strik í reikninginn. Nú virðist vera birta til hvað þetta varðar og er áætlað að safna í Reykhólahrepp á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar. Síðan verði safnað í Saurbæ og fyrir strandir á miðvikudaginn 12. febrúar en Laxárdalur, Haukadalur, Miðdalir, Hörðudalur og Skógarströnd …
Úthlutun Uppbyggingarsjóðs – Yfir 9 milljónir til verkefna í Dalabyggð
Styrkjum að upphæð 48,5 milljónum króna var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til 68 verkefna, við hátíðlega athöfn í Grundarfirði á föstudaginn síðasta. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands og reglum sjóðsins. Það voru …
Bókasafnið fær teiknimyndasögubók að gjöf
Bókasafnið fékk aldeilis góða gjöf í gær. Tveir ungir bókahöfundar gáfu safninu frumeintak af bókinni Hetjurnar. Þetta er teiknimyndasögubók með frábærum litríkum teikningum sem þær stöllur unnu í sameiningu. Kærar þakkir fyrir að auka og auðga safnkosts bókasafnsins Freyja Sjöfn Einarsdóttir og Svana Rós Svavarsdóttir. – Bókavörður Héraðsbókasafns Dalasýslu
Auglýst eftir fjárfestum – Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Byggðastofnun og Dalabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa. Um er að ræða …