Samvera er besta sumargjöfin

DalabyggðFréttir

Kæru foreldrar/forráðamenn. Nú gengur í garð sumarið í allri sinni dýrð, með björtum sumarkvöldum og skemmtunum. Viljum við minna á að þrátt fyrir alla gleðina verðum við að standa saman að því að virða lög og reglur sem gilda. Þannig skulum við ekki gleyma að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga og lögum um útivistartíma barna. Allt eru þetta þættir er snerta lýðheilsu, …

Tilnefning: Dalamaður ársins 2024

DalabyggðFréttir

Í tilefni af 30 ára afmæli Dalabyggðar þann 11. júní nk. hefur verið ákveðið að standa fyrir tilnefningu um Dalamann ársins 2024 og tilkynna um niðurstöðuna á hátíðarhöldum þann 17. júní þar sem afmæli sveitarfélagsins verður einnig fagnað. Hérna neðst í fréttinni má finna rafrænt eyðublað þar sem eru tvær spurningar sem þarf að svara til að atkvæðið sé tekið gilt. …

Umræðufundur atvinnumálanefndar um forgangsröðun vegaframkvæmda

DalabyggðFréttir

Fyrir um ári síðan, eða í júní 2023 var gefin út skýrslan „Forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð“ sem unnin var af atvinnumálanefnd Dalabyggðar. Markmiðið með gerð forgangsröðunar var að setja fram raunhæfa áætlun um vegaframkvæmdir í Dalabyggð. Um er að ræða skýrslu sem telur yfir tuttugu blaðsíður þar sem farið er yfir yfirstandandi framkvæmdir og svo forgangsröðun á stofnvegum, tengivegum …

Menntastefna Dalabyggðar samþykkt og birt

DalabyggðFréttir

Menntastefna Dalabyggðar til ársins 2029 hefur verið samþykkt og er nú birt á heimasíðu Auðarskóla og sveitarfélagsins. Stefnan er afrakstur samstarfs fræðslunefndar, skólasamfélagsins, íbúa og skólaráðgjafar Ásgarðs ehf. Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu og eftirsóknarverðu skóla- og tómstundastarfi þar sem forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt náms- og starfsumhverfi fyrir öll börn og nemendur Dalabyggðar. Menntastefnunni …

Photo by Gylfi Gylfason: https://www.pexels.com/photo/waving-flag-of-iceland-5833990/

Forsetakosningar 2024

DalabyggðFréttir

Kjörfundur í Dalabyggð vegna forsetakosninga verður í félagsheimilinu Dalabúð laugardaginn 1. júní 2024. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga liggur frammi til kjördags á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, alla virka daga kl. 9:00 – 13:00. Einnig geta kjósendur séð á heimasíðu Þjóðskrár …

Íbúð laus til leigu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar til leigu við Bakkahvamm 8C í Búðardal. Um er að ræða eina þriggja herbergja, 75 m² íbúð í raðhúsi á einni hæð. Markmið Brák íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að …

Frístundastyrkur hækkaður fyrir vorönn 2024

DalabyggðFréttir

Við uppgjör á frístundastyrk vor 2024 var ákveðið að hækka styrkinn um 5.000kr.- á hvert barn sem sótt var um fyrir.  Byggðarráð staðfesti þessa ákvörðun á fundi sínum 23. maí sl.  Reglur um frístundastyrk gera ráð fyrir að greitt sé tvisvar á ári, allt að 10.000kr.-  fyrir vorönn og allt að 10.000kr.- fyrir haustönn.  Vegna hækkunar verður frístundastyrkur vorið 2024 …

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

DalabyggðFréttir

Forsetakjör verður laugardaginn 1. júní nk. Atkvæðagreiðsla utankjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum: Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Kirkjubraut 28, 2. hæð Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00:00 til 15:00 og kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00:00 til 15:00 og kl. 09:00 til …

Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024

DalabyggðFréttir

Farsældardagur Vesturlands var haldinn í Borgarnesi í gær. Fjölmennt var á deginum og voru fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á Vesturlandi saman komin og var markmið dagsins að styrkja bæði þekkingu og tengslanet þeirra aðila sem koma að farsældarþjónustu barna og ungmenna á Vesturlandi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra setti daginn og skrifað var undir samkomulag við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um …

Ímynd Dalanna – hvað einkennir samfélagið og svæðið?

DalabyggðFréttir

Í gær, miðvikudaginn 16. maí var haldinn opinn fundur vegna verkefnisins Dalabyggð í sókn. Verkefnið er styrkt af Byggðaráætlun og er markmiðið með því að efla ímynd Dalanna út á við og þannig hvetja fólk bæði til að heimsækja svæðið og setjast hér að. Á fundinum fór Ingvar Örn Ingvarsson frá ráðgjafafyrirtækinu Cohn&Wolfe yfir verkefnið og kallað var eftir hugmyndum …