Árskort á bókasafnið er ókeypis afþreying – viðbætur við safnkost og áframhald örsýninga

DalabyggðFréttir

Í upphafi árs er rétt að vekja athygli á því að árskort á Héraðsbókasafn Dalasýslu fyrir 1. janúar – 31. desember 2025 er íbúum gjaldfrjálst.  Þannig gefur árskortið íbúum möguleika á fjölbreyttri, takmarkalausri og ókeypis afþreyingu. Svo ekki sé minnst á kosti þess að lesa, bæði fyrir unga sem eldri. Safnið býr yfir glæsilegum safnkosti sem telur nær 14.000 eintök …

Kallað eftir reikningum vegna 2024 – frestur til 15. janúar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur hafið vinnu við uppgjör vegna ársins 2024. Þar sem frágangur bókhalds þarf að vera klár í byrjun febrúar köllum við nú eftir öllum þeim reikningum sem eiga eftir að koma í hús vegna 2024. Innskráningu reikninga fyrir árið 2024 verður lokað miðvikudaginn 15. janúar n.k. og því þurfa allir reikningar að berast fyrir þann dag.  – Skrifstofa Dalabyggðar

Viljayfirlýsing um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis undirrituð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Um er að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og mun stofnunin leggja til allt að 150 m.kr. í verkefnið. Sveitarfélagið mun tryggja lóð vegna þeirrar uppbyggingar sem …

Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

DalabyggðFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2025 verða 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 10. …

Breyttur opnunartími skrifstofu Dalabyggðar 2025

DalabyggðFréttir

Vegna styttingu vinnuviku verður opnunartíma skrifstofu Dalabyggðar breytt frá og með 1. janúar 2025. Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar verður eftirfarandi:  10:00 – 13:00 á mánudögum 09:00 – 13:00 þriðjudaga – fimmtudaga 09:00 – 12:00 á föstudögum Við bendum á að alltaf er hægt að senda póst á dalir@dalir.is og verður erindum svarað svo fljótt sem auðið er.  Einnig má finna netföng …

Jólakveðja frá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óska íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Þar sem margir rauðir dagar hitta á miðja viku þetta árið verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð sem hér segir:  Þriðjudaginn 24. desember – Aðfangadag Miðvikudaginn 25. desember – Jóladag Fimmtudaginn 26. desember – Annan í jólum Þriðjudaginn 31. desember – Gamlársdag Miðvikudaginn 1. janúar – Nýársdag Þess utan er skrifstofan opin frá kl. 09:00 – 13:00 mánudaga til föstudaga út árið …

Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu í Dalabyggð árin 2025 til 2028

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2025-2028 var lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn og samþykkt einróma fimmtudaginn 17. desember 2024. Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar (A og B hluta) árið 2025 er jákvæð um 224,6 milljónir króna og þar tekið tillit til uppgjörs á sölu á Laugum í Sælingsdal. Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 37,5 …

Opnunartími bókasafns yfir hátíðirnar

DalabyggðFréttir

Síðustu opnunardaga bókasafnsins fyrir jól/áramót eru í dag, þriðjudaginn 17. desember og á fimmtudaginn 19. desember. Næsti opnunardagur verður svo fimmtudaginn 2. janúar 2025 Það er því um að gera að koma í vikunni og næla sér í hátíðar-lesefni. Gleðileg bókajól!