Jólaaðstoð – umsókn

DalabyggðFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir vegna jólaaðstoðar, í ár verður boðið upp á bónus kort, vinsamlegast sendið tölvupóst á snaevara@kirkjan.is Til að sækja um þarf að senda tölvupóst með með fjölda heimilismeðlima og aðeins um aðstæður ykkar, fullum trúnaði er heitið. Úthlutun verður 6. desember.  – Snævar prestur

Forvarnarhópur Dalabyggðar tekinn til starfa

DalabyggðFréttir

Líkt og fram kom í frétt þann 20.9.2024 var erindisbréf um stofnun forvarnarhóps Dalabyggðar samþykkt á 249. fundi sveitarstjórnar. Hópinn skipa fulltrúi frá lögreglunni á Vesturlandi, heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), félagsþjónustu Dalabyggðar, Auðarskóla, auk fulltrúa frá íþrótta- og tómstundastarfi Dalabyggðar. Hópurinn hefur formlega tekið til starfa og er farin af stað vinna við gerð forvarnarstefnu Dalabyggðar fyrir árin 2025 – 2027. …

Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfi

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður frá Hrappsstöðum að Sólheimum þann 27.11.2024 frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

DalabyggðFréttir

Alþingiskosningar verða haldnar 30. nóvember 2024 og atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Dalabyggð fer fram í afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi að Miðbraut 11 í Búðardal, 2. hæð. Opið verður fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem hér segir: Fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 09:00 –  14:00 Mánudaginn 25. nóvember frá kl. 09:00 – 13:00  (athugið að þennan dag …

Jólagjöf til starfsmanna Dalabyggðar – kallað eftir þátttöku

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir framleiðindum, veitinga-/verslunar- og/eða þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem er jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Dalabyggðar. Fyrirkomulaginu verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf ásamt upptalningu á aðilum í Dalabyggð sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og/eða þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. …

Vatn tekið af í skamma stund í Hvömmum

DalabyggðFréttir

Við vekjum athygli á því að vatnið verður tekið af í skamma stund í Brekkuhvammi, Bakkahvammi, Lækjarhvammi og Stekkjarhvammi vegna viðgerðar á vatnsveitu.   – Sett inn kl.17:58

Bókatíðindi mætt í hús

DalabyggðFréttir

Margir bíða spenntir ár hvert og nú er biðin loks á enda, Bókatíðindi 2024 eru komin út. Prenteintök eru mætt á Héraðsbókasafn Dalasýslu og hægt verður að nálgast ókeypis eintak á opnunartíma safnsins. Opnunartími bókasafnsins er sem hér segir: Þriðjudagar kl. 12:30-17:30 Fimmtudagar kl. 12:30-17:30 Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur að útgáfunni. Bókatíðindin geyma samantekt yfir bókaútgáfu ársins …

Yrkjum lífsgæðin í Dölunum

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 4. nóvember sl. voru haldnar tvær kynningar í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Annars vegar var um að ræða kynningu á verkfærakistu í markaðssetningu, sem sveitarfélagið og fyrirtæki – og í raun allir áhugasamir geta nýtt sér. Verkfærakistan er aðallega hugsuð til að miðla heilstæðri sýn á sveitarfélagið út á við, þar sem slagorðið er „Við yrkjum lífsgæði í Dölunum“. Ingvar …

Síðasta úthlutun Frumkvæðissjóðs – opnar fyrir umsóknir 10. desember

DalabyggðFréttir

DalaAuður opnar fyrir umsóknir 10. desember! Síðasta úthlutun Frumkvæðissjóðs Ertu með hugmynd að verkefni? Langar þig til dæmis að efla list og menningu í Dölunum eða langar þig að miðla sögunni með nýstárlegum hætti? Ertu með viðskiptahugmynd? Eða langar þig að virkja samfélagið eða ákveðna hópa innan þess með nýjungum í félagsstarfi? Opnað verður fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs 10. …