Sveitarstjórn Dalabyggðar – 261. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 261. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 23. október 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2411009 – Lánasamningur – Lánasjóður sveitarfélaga 2. 2505011 – Formlegar sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra Fundargerðir til kynningar 3. 2501003 – Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2025 4. 2501006 – Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2025   21.10.2025 Björn Bjarki …

Kvennaverkfall 2025 – Kvennaár

DalabyggðFréttir

Samtök kvenna, launafólks og fl. hagsmunahópar hafa boðað til samstöðufunda undir yfirskriftinni Kvennaverkfall, föstudaginn 24. október nk. Kvennaverkfallið 2025 er hvorki verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar né frídagur launafólks. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun. Sveitarfélagið Dalabyggð styður réttindabaráttuna og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa …

HVe: Augnlæknir – Kvensjúkdómalæknir

DalabyggðFréttir

Augnlæknir Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 23. október n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450, mánudaga – fimmtudaga kl. 09–15, föstudaga kl. 09-12 Kvensjúkdómalæknir Helga Medek kvensjúkdómalæknir verður til viðtals á Heilsugæslustöðinni í Búðardal miðvikudaginn 5. nóvember og fimmtudaginn 6. nóvember n.k. Tímapantanir eru í síma 432 1450, mánudaga – fimmtudaga kl. 09–15, …

Dalabyggð á Starfamessu

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggð tók þátt í Starfamessu í Borgarnesi þriðjudaginn 14. október sl. Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar þar sem þátttakendur geta kynnt sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna …

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands fyrir úthlutun ársins 2026. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Að þessu sinni er kallað eftir umsóknum um styrki til:   atvinnuþróunar og nýsköpunar menningarverkefna …

Innviðaáætlun Dalabyggðar staðfest og birt

DalabyggðFréttir

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur unnið innviðaáætlun fyrir sveitarfélagið sem staðfest var á síðasta sveitarstjórnarfundi. Áætlunin byggir á áður útgefnum og uppfærðum skýrslum um forgangsröðun vegaframkvæmda og fjarskipta í Dalabyggð ásamt viðbættum upplýsingum um raforku og hitaveitu. Markmiðið er að taka saman stöðu og setja fram raunhæfar áætlanir og áherslur um innviðamál í Dalabyggð í lifandi skjali sem uppfærist eftir því sem …

Bólusetning gegn árlegri inflúensu

DalabyggðFréttir

Inflúensubólusetningar fyrir áhættuhópa eru að hefjast á Heilsugæslustöðinni í Búðardal og á Reykhólum. Tímapantanir eru í síma 432 1450 Í forgangshópi eru: einstaklingar 60 ára og eldri. Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu. Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi …

Garðurinn okkar, Dalirnir

DalabyggðFréttir

Takk öll sem komuð á íbúafund Dalauðs, síðustu vikur hafa bæði verið annasamar og erfiðar hjá mörgum okkar en þess vegna þótti okkur sérstaklega vænt um að sjá Dalamenn koma saman og ræða verkefnið DalaAuð. Þetta var fjórði íbúafundurinn sem haldinn er vegna DalaAuðs en ákveðið hefur verið að framlengja verkefnið um eitt ár og verður það því að óbreyttu …

Skráning í tónlistardeild og félagsmiðstöð – Abler

DalabyggðFréttir

Nú er komið inn í búð Dalabyggðar í Abler skráning fyrir börn sem stunda nám í tónlistardeild Auðarskóla og eins skráning fyrir börn sem vilja taka þátt í Félagsmiðstöðinni Gildrunni á skólaárinu. Skráning í tónlistardeild er opin til 15. október, skráning í félagsmiðstöð gildir út skólaárið. Búð Dalabyggðar í Abler Athugið að til að geta nýtt tómstunda-/frístundastyrk upp í nám …

Virk þátttaka er mikilvæg – Hvatning sveitarstjóra

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið og samfélagið hér í Dölum stendur nú frammi fyrir mikilvægu samtali um framtíð sína eitt og sér eða með möguleika á sameiningu við Húnaþing vestra. Slíkt samtal snertir alla íbúa og framtíð samfélags okkar – þjónustu, rekstur, atvinnu, menningu og daglegt líf til framtíðar. Líkt og tilkynnt hefur verið þá er búið að ákveða að kosning um mögulega sameiningu …