Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna

DalabyggðFréttir

Guðmundur Júlíusson sundkennari kemur og heldur námskeið dagana 4.-5. apríl í sundlauginni á Laugum í Sælingsdal. Æfingar frá 15:30 á föstudegi og frá 10:00 á laugardagsmorgni. Börn fædd 2019-2021 Börn fædd 2017-2018 Börn fædd 2015-2016 Börn fædd 2012-2014 Einstaklingar fæddir 2011 og fyrr ATH! Hópaskipting gæti breyst með tilliti til fjölda skráninga. Nákvæmari tímasetningar æfinga koma þegar skráningar hafa borist. …

Laus störf: Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir kennurum í eftirfarandi lausar stöður fyrir skólaárið 2025-2026: Umsjónarkennari á miðstigi Umsjónarkennari á elsta stigi Leikskólakennarar Tónlistarkennari Faggreinakennarar: Myndmennt og Hönnun og smíði Auðarskóli leitar að metnaðarfullum kennurum sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2025. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er …

Íbúasamráð um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra

DalabyggðFréttir

Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafunda í Dalabúð þann 8. apríl kl. 17:00-19:00 og í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 9. apríl kl. 17:00-19:00. Á fundunum verður farið yfir stöðu viðræðnanna og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi hugsanlega sameiningu. Dagskrá: Kynning á stöðu sameiningaviðræðna (streymt) Vinnustofa um sameiningarmál, tækifæri og áskoranir (ekki streymt) Kynningunni …

Forvarnarstefna Dalabyggðar 2025-2027 staðfest

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur staðfest forvarnarstefnu Dalabyggðar fyrir árin 2025 – 2027. Forvarnarstefnan var unnin af forvarnarhópi Dalabyggðar og samþykkt af félagsmálanefnd, auk þess sem óskað var umsagnar frá Ungmennaráði Dalabyggðar. Forvarnarstefnan miðar að því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna í Dalabyggð að 18 ára aldri. Markmið stefnunnar er að auka markvisst forvarnarstarf og samstarf þeirra sem koma …

Sauðburðarbakkelsi – Kvenfélagið Fjóla

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður til sölu sauðburðarbakkelsi fyrir svanga bændur og búalið vorið 2025. Kleinur 1 kg 2500 kr Ástarpungar 1 kg 2500 kr Pitsasnúðar 1 kg 2500 kr Kanilsnúðar 1 kg 2000kr Hjónabandssæla 3000 kr Flatkökur 5 stk (ath 2 heilar + 1/2 flatkaka)1000kr Rúgbrauð um 500 gr 1000 kr. A.T.H sama góða verðið og vorið 2024 Pantanir berist til …

Laus störf: Aðhlynning á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Óskum eftir starfsmönnum í sumarafleysingar og fastar stöður við umönnun. Hjúkrunarheimilið sérhæfir sig í þjónustu við geðfatlaða og er staðsett á fallegum stað í Dölunum. Starfið er mjög fjölbreytt og lærdómsríkt. Um er að ræða vaktarvinnu en starfshlutfall getur verið samkomulag. Áhugasömum er velkomið að hringja eða koma í heimsókn og kynna sér starfið, einnig er hægt að fara á …

Opið fyrir styrkumsóknir – Hollvinasamtök Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Hollvinasamtök Dalabyggðar auglýsa eftir styrkumsóknum. Tilgangur samtakanna er að styðja við verkefni í Dalabyggð er varða eflingu byggðar, atvinnulífs og menningar eða eru af því tagi að standa vörð um sögu og starf svæðisins. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Hámarksstyrkur 2025 er 100.000 kr.- á hvert verkefni. Umsóknum skal skila á netfangið: hvs.dalir@gmail.com …

Ársskýrsla DalaAuðs 2024 komin út

DalabyggðFréttir

Ársskýrsla DalaAuðs 2024 er komin út og er nú aðgengileg á vef Byggðastofnunar sem og hér fyrir neðan. Árlega eru haldnir íbúafundir í tengslum við DalaAuð, þar sem lögð eru fram markmið verkefnisins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir framgangi verkefnisins árið 2024. Þar er sagt frá þeim verkefnum sem sett hafa verið á dagskrá á íbúafundum, veittum styrkjum úr …

Laust starf: Umsjónarmaður á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Hjúkrunarheimilið Fellsendi auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns. Um fullt starf er að ræða frá 1. maí 2025. Unnið er eftir Betri vinnutíma og er því vinnuvikan 36 stundir. Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sérhæft í að sinna geðfötluðum og er á fallegum stað í Dölunum. Við leitum að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni og verða …