Fræðslunefnd Dalabyggðar óskar eftir framboðum í ungmennaráð. Í ungmennaráði geta orðið allir þeir sem eiga lögheimili í Dalabyggð og eru á aldrinum 14 – 20 ára. Hlutverk ungmennaráðs er m.a.: Að veita sveitarstjórn ráðgjöf um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Að gæta hagsmuna ungs fólks, koma skoðunum þeirra og tillögum til skila. Að veita ungu fólki fræðslu og þjálfun í …
Skimun fyrir leghálskrabbameini – HVe Búðardal
Skimun fyrir leghálskrabbameini fer fram á heilsugæslunni 5. september. Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is Boðsbréfið er hægt að sjá á island.is/minarsidur – nota þarf rafræn skilríki í síma eða íslykil. Petrea Ásbjörnsdóttir ljósmóðir mun annast sýnatökur Tímabókanir í síma 432 1450
Akstur úr Búðardal í Borgarnes (leið 65) – haustönn 2024 (síðar uppfærð)
FRÉTT UPPFÆRÐ 16.10.2024 – aukið við akstur Áfram heldur tilraunaverkefni vegna aksturs milli Búðardals og Borgarness þar sem megin áhersla er að bjóða framhaldskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Í samræmi við þá stöðu að flestir nemendur úr Dalabyggð hyggjast dvelja í Borgarnesi alla vinnuvikuna þá verða nú breytingar á leiðinni sem kallast „leið 65“ …
Forgangsröðun Dalabyggðar í vegaframvæmdum og fjarskiptamálum
Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar voru staðfestar tvær skýrslur er varða innviði í sveitarfélaginu. Annars vegar er um að ræða uppfærslu á forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu sem unnin var 2023 og hins vegar nýja forgangsröðun fjarskiptamála. Báðum forgangsröðunum er ætlað að vera lifandi plagg sem tekur breytingum eftir því sem vinnst á áherslum þeirra. Í báðum skýrslum er að finna forgangsröðun …
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskóladeild Auðarskóla
Á 248. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt samhljóða að veita nemendum grunnskóladeildar Auðarskóla gjaldfrjálsar máltíðir frá og með byrjun skólaárs í ágúst 2024. Fyrr í sumar samþykkti Alþingi frumvarp innviðaráðherra um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða framlög til sveitarfélaga sem bjóða upp á skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að …
Skrifstofa sýslumanns lokuð fimmtudaginn 15. ágúst
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður skrifstofa sýslumanns í Búðardal lokuð fimmtudaginn 15. ágúst.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 248. fundur
FUNDARBOÐ 248. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 15. ágúst 2024 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2404014 – Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð 2. 2404009 – Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð 3. 2403007 – Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024 4. 2406027 – Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum 5. 2406018 – Fjallskil …
Breyting á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga
Byggðaráð Dalabyggðar samþykkti þann 8. ágúst 2024 tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032, í landi Ljárskóga. Tillagan var auglýst frá 19. júní til 2. ágúst 2024 í skipulagsgátt – https://skipulagsgatt.is/issues/2023/519/process Umsagnir bárust frá Breiðafjarðarnefnd, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Brugðist var við ábendingum í umsögnum Breiðafjarðarnefndar, N.Í. og UST með eftirfarandi breytingum í greinargerð: Í kafla 3 er …
Skrifstofa sýslumanns lokuð þriðjudaginn 13. ágúst
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal verður lokuð þriðjudaginn 13. ágúst.
Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2024
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá 22. júlí til og með 5. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. ágúst kl. 09:00. Við bendum á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is meðan á sumarlokun stendur og við svörum við fyrsta tækifæri. Röskun getur orðið á útgáfu einhverra reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á …







