Minnum á: Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2024

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá 22. júlí til og með 5. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. ágúst kl. 09:00.

Við bendum á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is meðan á sumarlokun stendur og við svörum við fyrsta tækifæri.

Röskun getur orðið á útgáfu einhverra reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf vera 30 dagar.

Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er því föstudagurinn 19.júlí, þá er hefðbundin opnun skrifstofu og símatíma eða frá kl.09:00 til 13:00.

Við þökkum skilninginn og óskum ykkur ánægjulegs sumars!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei