Í gær, þriðjudaginn 30. september var haldið kveðjuhóf í Auðarskóla að lokinni kennslu til heiðurs Bergþóru Jónsdóttur. Bergþóra lýkur nú störfum eftir 37 ára gæfuríkan starfsferil í skólanum okkar. Guðmundur Kári Þorgrímsson starfandi skólastjóri, hélt tölu í tilefni þessa og Björn Bjarki Þorsteinsson færði Bergþóru þakklætisvott frá Dalabyggð. Bergþóra hefur sinnt óeigingjörnu starfi m.a. við kennslu og sérkennslu hjá Auðarskóla. …
Tilkynning frá KM þjónustunni ehf.
Góðan dag kæru viðskiptavinir KM þjónustunnar. Vegna mjög erfiðrar rekstrarstöðu mun KM þjónustan loka verslun sinni um mánaðamótin september/október. Allt hefur verið reynt til að bæta rekstur og ekki tekist, þar með er ég nauðbeygður til þessa. Ég mun fara að vinna hjá Katarínusi þannig að ég mun geta afgreitt út meðan eitthvað er til. Ef það er eitthvað sem …
Íþróttavika Evrópu 2025 – Dagskrá á sambandssvæði UDN
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. UDN (Ungmennasamband …
Nýjar bækur og taupokar að gjöf
Nú er haustið komið, skólinn byrjaður á fullu og fullt af nýjum bókum fyrir börn á bókasafninu. Hvetjum foreldra og forráðamenn einnig til að vera fyrirmyndir í lestri og kíkja á úrvalið. Róleg stund á bókasafninu er ókeypis og góð samvera. Þá barst Héraðsbókasafni Dalasýslu gjöf á dögunum. Þær Daníella og Anna frá Fellsenda komu færandi hendi og gáfu bókasafninu …
Rotþróahreinsun 2025 kláruð í næstu viku
Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2025, er hreinsað í Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd og hófst verkið í júlí sl. Áætlað er að verkinu ljúki í næstu viku (22.-26. júlí). Því þarf að hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar með ábendingar varðandi rotþróahreinsun, sem fyrst. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 259. fundur
FUNDARBOÐ 259. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2508017 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki IV (4) 2. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 3. 2405012 – Farsældarráð Vesturlands Fundargerð 4. 2508001F – Byggðarráð Dalabyggðar – 339 Fundargerðir til kynningar 5. 2506005F – Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – …
Réttir og fjallskil í Dalabyggð 2025
Meðfylgjandi er yfirlit yfir lögréttir í Dalabyggð haustið 2025. Fjallskilaseðla má skoða hér fyrir neðan utan Skógarstrandar sem skipta með sér verkum án útreiknings. Búið er að senda fjallskilaseðla til fjáreiganda í tölvupósti. Ef að fjallskilaseðlar hafa ekki borist, má hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar á dalir@dalir.is eða síma 430-4700 Sé óskað eftir útprentuðum fjallskilaseðil má hafa samband við skrifstofu …
Upplýsingavefur um sameiningarviðræður opnaður
Í dag fór upplýsingavefur samstarfsnefndar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra í loftið á léninu https://dalhun.is Á honum er að finna ýmsar upplýsingar um sameiningarviðræðurnar og íbúakosningar um sameiningartillöguna, auk frétta af viðræðum og viðburðum. Á síðunni er einnig að finna svör við spurningum sem algengt er að íbúar velti upp í tengslum við sameiningarviðræður og eyðublað fyrir nýjar fyrirspurnir …
Vinnustofa um framtíðarsýn á Borðeyri
Þriðjudaginn 26. ágúst sl. var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum. Markmiðið með vinnustofunni var að leiða saman þá sem best þekkja til mála til að móta framtíðarsýn og draga fram kosti og ókosti sameiningar fyrir íbúana. …
Ómetanleg þátttaka íbúa
Síðast liðin 2 ár hefur verið í gangi verkefnið „Dalabyggð í sókn – ímynd, aðdráttarafl og staðarandi“ sem hlaut styrk af C.1. lið Byggðaáætlunar. Ástæða verkefnisins var vinna með ímynd Dalanna, hún var ekki slæm en hún var heldur ekki sterk. Þannig hefur verkefnið snúið að efnissköpun til miðlunar, fyrir ferðamenn, fyrir núverandi og tilvonandi íbúa, sem og mögulega fjárfesta …








