Rafmagnsleysi vegna vinnu við dreifikerfið 18.08.2025

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður við Fjósar, Hófgerði og hluta Vesturbrautar þann 18.8.2025 frá kl 13:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Íbúafundur vegna skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu

DalabyggðFréttir

Opinn íbúafundur vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 16.30 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fundurinn er boðaður af Almannavarnanefnd Vesturlands. Tilgangur fundarins er að eiga samtal við íbúa vegna yfirstandandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Fyrirlestrar verða frá Veðurstofu Íslands, Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Neyðarlínunni en jafnframt verða fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Lögreglunnar á Vesturlandi og sveitarfélaga …

Af fundi með innviðaráðherra í Borgarnesi

DalabyggðFréttir

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur boðað til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fulltrúar Dalabyggðar mættu á fund innviðaráðherra í Borgarnesi miðvikudaginn 13. ágúst sl. þar sem sveitarstjóri Dalabyggðar afhenti …

Minnum á: Skila bingóspjöldum á bókasafnið

DalabyggðFréttir

Sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu hefur staðið yfir í sumar fjórða árið í röð. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Lagt var upp með að börnin skili inn bingóspjaldinu sínu á Héraðsbókasafn Dalasýslu 12. og 14. ágúst og í september verður svo uppskeruhátíð þar sem þátttakendur fá að launum glaðning ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið …

Heitavatnslaust í Búðardal 11.08.2025

DalabyggðFréttir

Heitavatnslaust verður í Búðardal í dag 11.8.2025 frá kl 14:00 og fram eftir degi vegna bráðaviðgerðar á dreifikerfinu. Send verður tilkynning þegar aðgerðum er lokið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.

Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

DalabyggðFréttir

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Startup Landið  veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, …

Brjóstaskimun í Búðardal 1. – 2. september (Íslenska-English-Polska)

DalabyggðFréttir

Íslenska Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið haustið 2025 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan. · Með brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og draga þannig verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins. · Áhersla er lögð á að konur nýti …

Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2025

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá 23. júlí til og með 6. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi fimmtudaginn 7. ágúst kl. 09:00. Við bendum á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is meðan á sumarlokun stendur og við svörum við fyrsta tækifæri. Við biðjum íbúa að athuga að heimaþjónustusíminn verður einnig lokaður á þessum tíma. Erindum vegna þessa …

Sumarmolar frá sveitarstjóra

DalabyggðFréttir

Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir velunnarar Dalanna, Í ljósi þess að nú fer sumri brátt að halla og sumarlokun Dalabyggðar að bresta á þá langar mig til að koma nokkrum „sumarmolum“ á framfæri hér á heimasíðu Dalabyggðar. Líkt og fram hefur komið þá verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá 23. júlí til og með 6. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir …

Lausar lóðir í Búðardal – íbúðarhúsnæði og hesthús

DalabyggðFréttir

Endurbirt til upplýsingar Dalabyggð auglýsir lausar lóðir samkvæmt deiliskipulagi til úthlutunar. Íbúðahúsalóðir ætlaðar ýmist fyrir einbýlishús, parhús eða raðhús. Um er að ræða lóðirnar Ásuhvammur 1, 3, 6, 8 og 10, Bakkahvammur 2, 13, 20-26 og 28-34 ásamt Lækjarhvammi 24 og 26. Deiliskipulag – Hvammar íbúðarsvæði Hesthúsalóðir sem um ræðir standa við Hófavelli, Hófasel og Hófatún, alls 5 lóðir. Þær …