Vegna frábærra undirtekta verður sumarbingó Héraðsbókasafns Dalasýslu endurtekið sumarið 2023. Bingóið er lestrarátak Dalabyggðar yfir sumartímann fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar …
Bókasafnið lokað 30. maí
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað þriðjudaginn 30. maí nk.
Aðstoðarmaður verkstjóra Vinnuskóla
Auglýst er eftir aðila til að sinna stöðu aðstoðarmanns verkstjóra Vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2023. Starfað er frá 13. júní til og með 27. júlí. Í starfinu felst aðstoð við umsjón og þátttöku í daglegum verkefnum. Starfið getur meðal annars falið í sér félagslega liðveislu. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur og góður í mannlegum samskiptum. Óskað er eftir aðila sem …
Tvær kynningar í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar
Mánudaginn 5. júní klukkan 17.00-18.15 Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, 1. hæð að Miðbraut 11, Búðardal. Mánudaginn 5. júní n.k. munu Vífill Karlsson og Bjarki Grönfeldt kynna niðurstöður úr tveimur rannsóknum. Annars vegar er um að ræða skýrsluna „Margur er knár þó hann er smár“ þar sem skoðuð var ítrekuð ólík útkoma úr íbúakönnun landshlutanna, þar sem borin voru saman nokkuð sambærileg fámenn …
IN SITU könnunin er komin í loftið
Við leitum að menningarverkefnum og skapandi verkefnum á Vesturlandi. Starfar þú innan skapandi greina á Vesturlandi? Vinnur þú að samfélagslega mikilvægu verkefni á Vesturlandi? Taktu þátt í könnun sem gefur verkefninu þínu færi á að verða tilviksrannsókn fyrir IN SITU rannsóknaverkefnið á Vesturlandi. Þeir sem skrá verkefni til leiks eiga möguleika á 5000 evra samningi við rannsóknina og margvíslegum stuðningi …
Nýsköpun á Vesturlandi (könnun)
SSV, Nývest og Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi bjóða öllum íbúum Vesturlands að taka þátt í könnun um tækifæri til nýsköpunar á Vesturlandi. Á Vesturlandi er frjór jarðvegur og fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Við viljum efla stuðningsumhverfi nýsköpunar á Vesturlandi enn frekar og markmið könnunarinnar því að leita hugmynda að aðgerðum sem ráðast má í til …
Laus störf í Auðarskóla (leik-, grunn- og tónlistarskóli)
Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi! Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Helmingur nemenda grunnskólans stundar einnig tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur. Það er gott …
Frístundastyrkir Dalabyggðar fyrir börn og ungmenni
Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar
Breyting á þremur opnunardögum Héraðsbókasafns
Þriðjudaginn 16. maí og þriðjudaginn 23. maí verður Héraðsbókasafn Dalasýslu opið frá kl. 13:30 til kl. 17:00. Þá fellur niður opnun fimmtudaginn 11. maí nk.
Skrifstofa sýslumanns í Búðardal lokuð vegna sumarleyfis
Skrifstofa sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð frá 5. maí til og með 5. júní nk. vegnar sumarleyfis. Næsti opnunardagur skrifstofu sýslumannsins er því þriðjudagurinn 6. júní. Við bendum á að hægt er að nálgast upplýsingar og þjónustu á www.syslumenn.is, með því að senda póst á vesturland@syslumenn.is eða í gegnum síma: 458-2300.