Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2023 eru 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 14. …

Losun frestast til 4. janúar

DalabyggðFréttir

Samkvæmt nýju sorphirðudagatali átti að tæma Grænu og brúnu tunnuna sunnan Búðardal og grænu tunnuna í Búðardal í dag (02.01.2022) en vegna óviðráðnalegra aðstæðna frestast sú losun fram á miðvikudaginn 4. janúar.

Nýtt sorphirðudagatal og breyting á klippikortum

DalabyggðFréttir

Hér fyrir neðan má sjá og nálgast nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2023. Dagatalið er gefið út með fyrirvara um möguleika á nýju fyrirkomulagi, vegna breytinga á lögum er snerta úrgang og taka gildi 1. janúar 2023. Sveitarfélög hafa svigrúm inn í árið til að laga sig að breyttu regluverki varðandi úrgangsmál og er sú vinna hafin hjá Dalabyggð. Eru íbúar …

DalaAuður – Hátíðarkveðja

DalabyggðFréttir

Nú í lok árs er rétt að líta yfir farinn veg eftir fyrsta starfsár DalaAuðs. Ýmislegt hefur unnist á þessum mánuðum síðan verkefnið hófst og er einstaklega ánægjulegt að sjá hve mikill kraftur er í íbúum Dalabyggðar. Metfjöldi umsókna bárust í fyrstu úthlutun Frumkvæðissjóðsins og voru verkefnin hvert öðru áhugaverðara. Stefnt er að því að næsta úthlutun verði á vormánuðum …

Áramótabrenna 31. desember 2022

DalabyggðFréttir

Björgunarsveitin Ósk í Dalabyggð mun standa fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu niðri við sjó í Búðardal kl. 21:00 á Gamlársdag (31. desember). Við biðjum íbúa og gesti um að virða tilmæli sveitarinnar kringum brennu og sýningu. Þurfi að koma til breytinga (s.s. vegna veðurs) verður það tilkynnt hér á heimasíðu Dalabyggðar. Flugeldasala björgunarsveitarinnar er einnig hafin og fer fram í húsnæði …

Jólakveðja frá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar og starfsfólk óska íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Gleymum ekki að flokka yfir hátíðirnar!

DalabyggðFréttir

Þó að við leyfum okkur nokkrum konfektmolum meira en venjulega skulum við ekki bregða út af vananum við flokkun úrgangs yfir komandi hátíðir. Jólapappír fer með pappír og pappa, það er til jólapappír sem flokka á með plasti, hægt er að greina á milli með því að prufa að rífa hann, ef það er ekki hægt, þá fer hann með …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 229. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 229. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, miðvikudaginn 21. desember 2022 og hefst kl. 11:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2208006 – Fjárhagsáætlun 2023, álagningarhlutfall útsvars. Í ljósi breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og heimild varðandi breytt hámark álagningarhlutfall útsvarsstofns sveitarfélaga þar sem að í stað 14,52% í 1. mgr. 23. gr. laganna komi 14,74% þá liggur fyrir …