Brák íbúðafélag auglýsir íbúð lausa til leigu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um leigu á íbúð í raðhús að Bakkahvamm 15a. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð um 84m². Markmið Brákar íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga. Um útleigu íbúðarinnar gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, í lögunum/reglugerð eru tilgreind tekju- og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu. …

Breyttur opnunartími Heilsugæslunnar á föstudögum

DalabyggðFréttir

Breyttur opnunartími Heilsugæslunnar á föstudögum tekur gildi 20. júní n.k. Frá og með föstudeginum 20. júní n.k. verða opnunartímar Heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal eftirfarandi: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 Föstudaga kl. 9:00 – 12:00 Stytting opnunartíma á föstudögum hefur nú þegar tekið gildi á öllum öðrum stöðvum á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að Akranesi undanskyldu. Þetta er gert í kjölfar …

Garðyrkjan blómstrar á bókasafninu

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu býður gestum og gangandi að grípa með sér eintak af tímariti um garðyrkju að kostnaðarlausu. Kassinn er staðsettur fyrir framan bókasafnið svo hægt er að nálgast eintök utan opnunartíma. Einnig minnum við á að frækassinn, Dalafræ, skipt og skundað, er kominn á sinn stað. Hugmyndin gengur út á að fólk getur komið með afgangsfræ og/eða umframmagn af fræjum, …

Laus störf: Stjórnunarstöður í Auðarskóla skólaárið 2025-2026

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir lausnamiðuðum leiðtogum í stjórnendstöður fyrir skólaárið 2025-2026: Deildarstjóra í grunnskóla-Tímabundin staða til eins árs Aðstoðarleikskólastjóra Verkefnastjóra sérkennslu Auðarskóli leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingum sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Ráðið er í stöðu deildarstjóra frá 16. september 2025 og til og með 31. júlí 2026. Ráðið verður í stöðu aðstoðarleikskólastjóra frá 6. ágúst 2025. Ráðið …

Götusópun í Búðardal 2025

DalabyggðFréttir

Götusópun verður hefst í Búðardal mánudaginn 19. maí nk. Við viljum biðja íbúa um að sjá til þess að ökutæki og annað sé ekki að hefta för um götur þessa daga svo árangurinn verði sem bestur.

Viltu nýta frístundastyrk vegna tónlistarskóla?

DalabyggðFréttir

Greiðsluseðill vegna tónlistarnáms við tónlistardeild Auðarskóla hefur verið sendur út. Til að sækja um að nýta frístundastyrk barns til niðurgreiðslu gjalds þarf að skrá barnið á Abler. Það er gert með því að skrá barnið eftir því sem við á hérna: Abler – Dalabyggð

Laus störf: Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026

DalabyggðFréttir

Auðarskóli auglýsir eftir kennurum í eftirfarandi lausar stöður fyrir skólaárið 2025-2026: Umsjónarkennari á miðstigi Umsjónarkennari á elsta stigi Leikskólakennarar Tónlistarkennari Faggreinakennarar: Myndmennt, hönnun og smíði, tónmenntakennari Auðarskóli leitar að metnaðarfullum kennurum sem vilja ná góðum árangri í skólastarfi. Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2025. Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er …

Leikjanámskeið Undra sumarið 2025

DalabyggðFréttir

Leikjanámskeið á vegum Íþróttafélagsins Undra verður haldið í fjórar vikur í júní, 3. – 27. júní í Dalabúð, Búðardal. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2013 – 2018. Námskeiðið fer fram: Mánudaga – fimmtudaga frá 9-15 Föstudaga frá 9 -13 Vika 1: 3.-6. júní (skólaslit 2. júní) Vika 2: 10.-13. júní (frídagur 9. júní) Vika 3: 16.-20. júní (frídagur 17. júní) …

Bókasafnið fær smásögu að gjöf

DalabyggðFréttir

Ungir ritsnillingar halda áfram að gefa bókasafninu verk sín. Að þessu sinni var það Karl Helgi Töruson sem kom færandi hendi og gaf safninu smásögu úr sveitalífinu. Kærar þakkir fyrir að auka og auðga safnkosts bókasafnsins Karl Helgi.  – Bókavörður Héraðsbókasafns Dalasýslu

Lóðasláttur lífeyrisþega

DalabyggðFréttir

Lífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Dalabyggð geta sótt um að fá lóðir sínar slegnar allt að þrisvar sinnum í sumar. Umsóknareyðublað liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar og er einnig að finna hér:  Garðsláttur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega (eyðublað). Ekki er slegið við húsnæði þar sem rekin er atvinnustarfsemi. Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega