Vegna fjölgun smita af völdum COVID-19

DalabyggðFréttir

Undanfarna daga hefur smitum innanlands fjölgað svo um munar en 16.september voru greind 19 ný smit vegna COVID-19 og þrjú virk smit á landamærum. Á upplýsingafundi almannavarna í dag voru gefnar út sterkar aðvaranir. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að viðhafa áfram grundvallarsmitgát. Með því að halda lagi erum við ekki aðeins að vernda okkur sjálf, heldur einnig aðra í …

Hársnyrtir í Búðardal september og október

DalabyggðFréttir

Hafdís Ösp Finnbogadóttir hársnyrtir, verður í Búðardal dagana 28. – 29. september og aftur 26. – 27. október n.k. Hafdís verður með aðstöðu þar sem Hárstofan hjá Helgu var að Miðbraut 5. Hægt er að panta tíma með því að senda SMS í síma 772-1542 eða í gegnum tölvupóst á osp.hafdis@gmail.com, munið að láta nafn fylgja með.

Hugmynda- og ábendingavefur vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Hér að neðan má nálgast vefsíðu þar sem hægt er að koma á framfæri ábendingum og hugmyndum vegna endurskoðunar aðalskipulagsins. Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að koma á framfæri efni sem hægt er að nota við skipulagsvinnuna á meðan enn er tími til. Hugmynda- og ábendingavefur.

Ráðgjöf vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

DalabyggðFréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað var fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Ráðgjafi á vegum SSV býður upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Hægt er að …

Laust starf: Heimaþjónusta Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Starfsmann vantar í heimaþjónustu Dalabyggðar. Um er að ræða aðstoð á þrem heimilum hálfsmánaðarlega, samtals um fjórar klukkustundir. Umsóknarfrestur er til 30.09.2020 Frekari upplýsingar gefur Sigríður í síma heimaþjónustunnar 839-1400 þriðjud.og fimmtud. Kl.10 -12 báða dagana.

Opið fyrir umsóknir í Matvælasjóð

DalabyggðFréttir

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði í dag formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð. Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2020 Frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. og var alls 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við …

Tilboð í söfnun og flutning á dýrahræjum í Dalabyggð – Fyrirspurnir og svör

DalabyggðFréttir

Vegna útboðs um söfnun og flutning dýrahræja í Dalabyggð koma hér svör við fyrirspurnum sem bárust skrifstofu Dalabyggðar. Skuldleysi vegna opinberra gjalda – Ekki er nauðsynlegt að sýna fram á skuldleysi vegna opinberra gjalda áður en boðið er í verkið. Verktaki þarf hinsvegar að geta sýnt fram á skuldleysi varðandi opinber gjöld ef ganga á til samninga við viðkomandi og …

Ekkert réttarkaffi við Fellsendarétt vegna COVID-19

DalabyggðFréttir

Undanfarin ár hefur Kvenfélagið Fjóla í Suðurdölum verið með kaffi, kakó og meðlæti í réttarskúrnum við Fellsendarétt í fyrstu rétt. Vegna COVID-19 verður það ekki hægt í ár. – F.h. Kvenfélagsins Fjólu, Erna Hjaltadóttir, formaður.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 195.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 195. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 10. september 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál   1. 2005034 – Fjallskil 2020   2. 2005003 – Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal   3. 2008005 – Málefni Auðarskóla   4. 1912011 – Byggðasafn Dalamanna – Staðarfell   5. 1911028 – Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð   …

Lokað á skrifstofu sýslumanns vegna veikinda

DalabyggðFréttir

Í dag, 8.september er lokað á skrifstofu útibús sýslumanns í Búðardal vegna veikinda. Ef erindi þarfnast brýnna úrlausna má hafa samband á netfangið vesturland@syslumenn.is eða í síma 458-2300. Við bendum á að upplýsingar um þjónustu, gjaldtöku, eyðublöð og útgefin leyfi má finna á vefsíðunni www.syslumenn.is