Handverkshópurinn Bolli í Búðardal hefur nýtt veturinn í að hressa upp á húsnæðið sitt. Verslunin var öll tekin í gegn, gólfefni, innréttingar og rýmið endurskipulagt. Lopapeysurnar vinsælu hafa fengið heiðurssess í versluninni, og nú er auðveldara að skoða þær og velja úr. Einnig var komið upp kósíhorni fyrir þá félagsmenn sem eru á staðnum hverju sinni, þar sem er hægt …
Tómstundastyrkir fyrir börn og ungmenni
Vakin er athygli á að til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinum 3 til 18 ára greiddan þarf að skila greiðslukvittun til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. maí fyrir vorönn og 15. desember fyrir haustönn. Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni – reglur Umsókn um tómstundastyrk
Ársreikningur Dalabyggðar 2020
Á fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var ársreikningur Dalabyggðar 2020 tekinn til fyrri umræðu. Rekstri er skipt í A og B hluta. Í A hluta er rekstur málaflokka og þjónusta við íbúa sveitarfélagsins sem er fjármögnuð með skatttekjum og þjónustugjöldum. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki og rekstrareiningar sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru fjármagnaðar með þjónustutekjum …
Sjálfboðaliðaverkefni 2021
Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 20. maí. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis skal …
Vinnuskóli Dalabyggðar 2021
Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní og til loka júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2004 – 2008. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk. Frekari upplýsingar: Reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar Vinnuskóli Dalabyggðar – umsóknareyðublað
Fundir um félagsheimili í Dalabyggð
Menningarmálanefnd heldur tvo fundi um félagsheimili í Dalabyggð í samstarfi við menningarfulltrúa SSV dagana 5. og 6. maí nk. Vegna sóttvarnaráðstafana verða fundirnir haldnir í fjarfundi gegnum Microsoft Teams. Hlekki á fundina má finna hér fyrir neðan. Á fundunum verður farið yfir skipulag og rekstur hvers félagsheimilis og umræður um mögulegt framtíðarhlutverk hvers og eins. Fundur vegna Árbliks og Dalabúðar …
Opnunartími Héraðsbókasafns Dalasýslu
Reglulegur opnunartími Héraðsbókasafns Dalasýslu er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 – 17:30. Lokað er þegar almenna frídaga ber upp á opnunardaga. Frá 17. maí til 31. maí verður opnunartíminn á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:00 – 17:00. Safnið verður lokað í sumar á tímabilinu 22. júní – 1. ágúst. Greiðsluseðlar vegna árgjalda 2021 eru með gjalddaga 1. maí og …
Hundahald í Búðardal
Hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð nr. 26/2003. Hundeigendum í Búðardal ber að skrá hunda sína og greiða 8.757 kr. í skráningargjald. Síðan eru greiddar 6.858 kr. í árgjald með gjalddaga 1. apríl og eindaga 1. maí. Í skráningargjaldi er innifalin örmerking, skráning, merking, ábyrgðartrygging, hundahreinsun og árgjald það ár. Í árgjaldi er innifalin …
Upptaka og svör frá kynningarfundi vegna breytinga á sorpmálum
Íslenska gámafélagið kom á fund í gær (27. apríl 2021) þar sem farið var yfir breytingar vegna sorphirðu og meðhöndlun sorps í Dalabyggð. Birgir Kristjánsson var fulltrúi Íslenska gámafélagsins og fór yfir starfsemi fyrirtækisins og helstu breytingar sem snerta íbúa Dalabyggðar. Fundurinn var vel sóttur og gátu þátttakendur komi spurningum á framfæri. Upptöku frá fundinum er að finna hér fyrir …
Af Jörvagleði 2021
Laugardaginn 24. apríl sl. var haldin Jörvagleði 2021. Gleðin var vissulega með öðru sniði en venjulega þar sem flestir viðburðir fóru fram með aðstoð tækinnar en má segja að allt hafi þetta gengið vel fyrir sig. Um morguninn var UDN með sumarhlaup í Hlíð í Hörðudal og veðrið var einstaklega gott fyrir þátttakendur. Þá var Vilborg Davíðsdóttir með erindi um …