Skólahald fellur niður fimmtudaginn 6. febrúar !

SveitarstjóriFréttir

Kæru íbúar í Dalabyggð ! Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun. Af þeim sökum verður röskun á starfsemi hjá stofnunum Dalabyggðar sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar: – Auðarskóli, …

Deiliskipulagstillögur í kynningu

SveitarstjóriFréttir

Deiliskipulag í Búðardal, sunnan og norðan Miðbrautar Nú  eru í kynningu tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. nóvember 2024 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða annars vegar deiliskipulag sunnan Miðbrautar í Búðardal, sem nær til íbúðarbyggðar við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og opna svæðisins suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. …

Lífshlaupið 2025 – allir með !

SveitarstjóriFréttir

Við viljum  benda á að skráning er í fullum gangi í Lífshlaupið 2025 og hvetjum við íbúa Dalabyggðar til þátttöku.Keppnin hefst miðvikudaginn 5. febrúar n.k.Skráning á www.lifshlaupid.isÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ

Frumkvæðissjóður DalaAuðs – opið fyrir umsóknir til 20. janúar

SveitarstjóriFréttir

Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs og hægt verður að senda inn umsóknir til hádegis 20. janúar 2025. Ef þú ert með hugmynd að félagsstarfi, menningarviðburði, skemmtilegri nýjung í atvinnulífi eða annarri nýsköpun þá er líklegt að hún eigi erindi. Það er alltaf hægt að hitta verkefnisstjóra og viðra hugmyndir eða fá aðstoð við umsóknir og hvet ég ykkur …

Jólakveðja sveitarstjóra

SveitarstjóriFréttir

Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Nú þegar jólahátíðin er í þann veginn að ganga í garð og árið senn á enda þá langar mig til að stikla á stóru varðandi það sem helst hefur verið á döfinni á vettvangi Dalabyggðar á árinu 2024 og eins að koma aðeins inn á það sem er í farvatninu hjá …

Starfshópur skilar af sér skýrslu til ráðherra

SveitarstjóriFréttir

Sunnudaginn 3. nóbember sl. skilaði starfshópur sem umhverfis-, orku-, og lofslagsráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins og stuðlað geta að því að efla samfélagið í Dalabyggð af sér skýrslu til Guðlaugs Þórs Þórðarssonar ráðherra. Starfshópurinn var skipaður þeim Sigurði Rúnari Friðjónssyni, sem var formaður hópsins, Höllu Steinólfsdóttur og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Kjartan Ingvarsson, …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 249. fundur

SveitarstjóriFréttir

249. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal fimmtudaginn 19. september 2024 og hefst kl. 16:00. Dagskrá:  Almenn mál 1.   2409009 – Forvarnarhópur Dalabyggðar – erindisbréf 2.   2409008 – Reglur um félagslega heimaþjónustu 3.   2409007 – Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar 4.   2405003 – Aðkomutákn við Búðardal Fundargerðir til kynningar 5.   2406008F – Byggðarráð Dalabyggðar – 327 6.   2406004F …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Úthlutun september 2024

SveitarstjóriFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Úthlutun september 2024 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.      Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU:       -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Allar upplýsingar um …

Kynning á niðurstöðum umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima

SveitarstjóriFréttir

Vegna vinnu við umhverfismat vindorkugarðs í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn kynningarfundur á vegum framkvæmdaaðila (Qair) í Dalabúð, Búðardal, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 20:00. Fjallað verður um niðurstöður umhverfismats verkefnisins. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Allir velkomnir.