Samstarfssamningur við UDN undirritaður

SveitarstjóriFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN). Markmið samningsins er meðal annars að stuðla að auknu samstarfi á milli UDN og Dalabyggðar á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þannig verði öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu gefinn kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og uppbyggilegu íþrótta- og æskulýðsstarfi með áherslu á forvarnir og heilsueflingu. …

Samstarfssamningur við Leikklúbb Laxdæla undirritaður

SveitarstjóriFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Leikklúbbs Laxdæla. Markmið samningsins er meðal annars að hvetja til og styrkja starfsemi leikklúbbsins og styðja við öflugt og fjölbreytt menningarlíf. Með samningnum fær klúbburinn afnot af aðstöðu fyrir bæði búnað og æfingar en styrkurinn er metinn á 1.500.000 kr.- á ári. Samningurinn gildir til ársloka 2028 og er það von Dalabyggðar …

Minnum á að opið er fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

SveitarstjóriFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2026 verða 1.500.000 kr.-  (ath.hækkun um 500 þús.kr. skv.ákvörðun sveitarstjórnar við aðra umræðu um fjárhagsáætlun komandi ára sem fram fór 11.desember sl.) Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn …

Rjómabúið Erpsstöðum styður við áhaldakaup í íþróttamannvirki

SveitarstjóriFréttir

Eigendur Rjómabússins að Erpsstöðum stóðu líkt og undanfarin ár fyrir sölu á jólatrjám úr skógarlundi sem þau hafa byggt upp á landareign sinni. Allt frá upphafi hafa þau látið andvirði jólatrjáa sölunnar ganga til félaga eða samtaka á heimasvæði búsins í Dölum. Í þetta sinn ákváðu þau að allt andvirði sölunnar (og reyndar gott betur því búið lagði einnig til …

Dalablaðið nú aðgengilegt á heimasíðu

SveitarstjóriFréttir

Við vekjum athygli á því að nú er Dalablaðið okkar sem við gáfum út sl. sumar orðið aðgengilegt á heimasíðunni okkar sérmerkt í grænum ramma undir „Áhugavert“ sjá slóð:  https://dalir.is/wp-content/uploads/2025/12/Dalabladid.pdf Það væri afar vel þegið ef við myndum áfram hjálpast að við að dreifa blaðinu okkar (og nú á samfélagsmiðlum) sem við unnum í góðu samstarfi við Skessuhorn og ýmsa …

Jólakveðja frá Dalabyggð

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn og starfsfólk Dalabyggðar óska íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Jólakveðja sveitarstjóra

SveitarstjóriFréttir

Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Um leið og jólahátíðin gengur í garð vil ég senda ykkur hlýjar kveðjur og færa ykkur þakkir fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Samheldni samfélagsins, virk þátttaka íbúa og gott samstarf sveitarfélags, fyrirtækja og félagasamtaka hafa verið lykilþættir í þeirri jákvæðu þróun sem Dalabyggð hefur gengið …

Höfðingleg gjöf frá kvenfélaginu Þorgerði Egilsdóttur

SveitarstjóriFréttir

Fulltrúar kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur í Dölum komu færandi hendi fimmtudaginn 18.desember sl. og afhentu Ísak Sigfússyni lýðheilsufulltrúa Dalabyggðar höfðinglegan styrk frá félaginu til kaupa á búnaði í Íþróttamannvirkin í Búðardal. Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging íþróttaaðstöðunnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk eins og hér um ræðir. Hafið kæra …

Opnunartími skrifstofu Dalabyggðar yfir hátíðirnar

SveitarstjóriFréttir

Vakin er athygli á því að afgreiðslutímar skrifstofu Dalabyggðar verða eftirfarandi yfir hátíðarnar: Þorláksmessa – Kl. 9:00 – 12:00 Aðfangadagur – Lokað Jóladagur – Lokað Annar í jólum – Lokað 29. desember – 10:00 – 13:00 30. desember – 9:00 – 13:00 31. desember – Lokað 1. janúar – Lokað 2. janúar – Lokað Við bendum á að alltaf er …

Ný og spennandi störf laus til umsóknar í Dölum: Starfsfólk í íþróttamiðstöð – framlengdur umsóknarfrestur

SveitarstjóriFréttir

Dalabyggð óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja íþróttamiðstöð að Miðbraut 8b í Búðardal sem tekin verður í notkun í febrúar 2026. Um er að ræða vaktavinnu, unnið er á morgun, kvöld og helgarvöktum í samræmi við opnunartíma. Lausar eru 2 til 3 stöður eftir starfshlutfalli, leitað er eftir aðilum af öllum kynjum, í mismunandi starfshlutföll eins og áður sagði. Íþróttamiðstöðin …