Hin árlega Sturluhátíð verður haldin á Staðarhóli og félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 12. júlí nk. Hátíðin hefst um kl. 14 á Staðarhóli, jörð Sturlu Þórðarsonar, með því að síðasta söguskiltið verður afhjúpað. Gengið verður um Staðarhólinn ásamt fróðu fólki um söguna, og litast um nágrennið frá sjónarhóli sagnaritarans mikla. Að því búnu verður haldið að félagsheimilinu Tjarnarlundi, sem er í næsta …
Brák íbúðafélag auglýsir íbúð lausa til leigu í Búðardal.
Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um leigu á íbúð í raðhús að Bakkahvamm 15a. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð um 84m². Markmið Brákar íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga. Um útleigu íbúðarinnar gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, í lögunum/reglugerð eru tilgreind tekju- og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu. …
Skólahald fellur niður fimmtudaginn 6. febrúar !
Kæru íbúar í Dalabyggð ! Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun. Af þeim sökum verður röskun á starfsemi hjá stofnunum Dalabyggðar sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar: – Auðarskóli, …
Deiliskipulagstillögur í kynningu
Deiliskipulag í Búðardal, sunnan og norðan Miðbrautar Nú eru í kynningu tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. nóvember 2024 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða annars vegar deiliskipulag sunnan Miðbrautar í Búðardal, sem nær til íbúðarbyggðar við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og opna svæðisins suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. …
Lífshlaupið 2025 – allir með !
Við viljum benda á að skráning er í fullum gangi í Lífshlaupið 2025 og hvetjum við íbúa Dalabyggðar til þátttöku.Keppnin hefst miðvikudaginn 5. febrúar n.k.Skráning á www.lifshlaupid.isÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ
Frumkvæðissjóður DalaAuðs – opið fyrir umsóknir til 20. janúar
Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs og hægt verður að senda inn umsóknir til hádegis 20. janúar 2025. Ef þú ert með hugmynd að félagsstarfi, menningarviðburði, skemmtilegri nýjung í atvinnulífi eða annarri nýsköpun þá er líklegt að hún eigi erindi. Það er alltaf hægt að hitta verkefnisstjóra og viðra hugmyndir eða fá aðstoð við umsóknir og hvet ég ykkur …
Jólakveðja sveitarstjóra
Ágætu íbúar Dalabyggðar og aðrir vinir okkar í Dölum, Nú þegar jólahátíðin er í þann veginn að ganga í garð og árið senn á enda þá langar mig til að stikla á stóru varðandi það sem helst hefur verið á döfinni á vettvangi Dalabyggðar á árinu 2024 og eins að koma aðeins inn á það sem er í farvatninu hjá …
Lestrarhestar athugið – bókasafnið lokar fyrr í dag, 5. desember !
Kæru vinir, vegna námskeiðs þá lokar bókasafnið okkar fyrr í dag, fimmtudaginn 5. desember. Lokum kl. 16:40. Vonum að þetta valdi ekki óþægindum.
Starfshópur skilar af sér skýrslu til ráðherra
Sunnudaginn 3. nóbember sl. skilaði starfshópur sem umhverfis-, orku-, og lofslagsráðherra skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins og stuðlað geta að því að efla samfélagið í Dalabyggð af sér skýrslu til Guðlaugs Þórs Þórðarssonar ráðherra. Starfshópurinn var skipaður þeim Sigurði Rúnari Friðjónssyni, sem var formaður hópsins, Höllu Steinólfsdóttur og Birni Bjarka Þorsteinssyni. Kjartan Ingvarsson, …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 249. fundur
249. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal fimmtudaginn 19. september 2024 og hefst kl. 16:00. Dagskrá: Almenn mál 1. 2409009 – Forvarnarhópur Dalabyggðar – erindisbréf 2. 2409008 – Reglur um félagslega heimaþjónustu 3. 2409007 – Reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar 4. 2405003 – Aðkomutákn við Búðardal Fundargerðir til kynningar 5. 2406008F – Byggðarráð Dalabyggðar – 327 6. 2406004F …