Vinnuskóli Dalabyggðar 2020

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2003 – 2007. Verkstjóri verður eins og undanfarin ár Sigríður Jónsdóttir. Umsóknareyðublöð eru hérna á heimasíðu Dalabyggðar, einnig nýjar reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí n.k.

Refa- og minkaveiðar 2020

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir áhugasömum veiðimönnum til að sinna refa- og minkaveiðum í Dalabyggð árið 2020. Veiðimenn skulu vera með gilt veiðikort, staðkunnátta og reynsla af refa- og minkaveiðum er æskileg. Núverandi veiðimenn sveitarfélagsins eru hvattir til að sækja aftur um og halda áfram sínu góða starfi. Refaveiðinni er skipt upp í 13 svæði eins og verið hefur undanfarin ár og …

Sjálfboðaliðaverkefni 2020

DalabyggðFréttir

Umsóknarfrestur um sjálfboðavinnuverkefni Dalabyggðar er til 18. maí n.k. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefninu og kostnaðaráætlun. Forsvarsmaður verkefnis …

Útivistartími barna

DalabyggðFréttir

Útivistartími samkvæmt Barnaverndarlögum (nr.80/2002) er eftirfarandi: Útivistartími yfir vetrartímann (2.september til 30.april) Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kukkan 20:00. Börn 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Útivistartími yfir sumartímann (1.maí til 1.september) Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kukkan 22:00 Börn 13 til 16 ára mega vera úti til …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 191.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn á fjarfundi, 28. apríl 2020 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2004011 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki III 2. 2003031 – Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 Fundargerðir til staðfestingar 3. 2003004F – Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 32 4. 2003008F – Byggðarráð Dalabyggðar – 243 5. 2004002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 244 …

Rafrænir reikningar frá Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Nú hefur Dalabyggð fært útsenda reikninga yfir á rafrænt form. Fyrirtæki og atvinnurekendur sem eru í viðskiptum við sveitarfélagið þurfa að hafa samband við Ingibjörgu Jóhannsdóttur, aðalbókara Dalabyggðar á netfangið ingibjorgjo@dalir.is, til að hægt sé að skrá þau í kerfið og fá tilkynningar um bókaða reikninga á rafrænu formi. – Skrifstofa Dalabyggðar

Höldum áfram á réttri braut

DalabyggðFréttir

Eftir viku, eða 4.maí n.k. verður byrjað að aflétta takmörkunum sem settar voru á vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Það er mikilvægt að við höldum áfram að passa okkur og förum áfram eftir þeim tilmælum sem enn verða í gildi svo bak­slag verði ekki í far­aldr­in­um og smit taki sig upp aft­ur. Varfærni og þolinmæði íbúa Dalabyggðar hefur svo sannarlega átt þátt í …

Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar

DalabyggðFréttir

Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn á Fellsenda laugardaginn 25. apríl 2020 kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf, allir velkomnir. – Sóknarnefnd

Námskeið fyrir íbúa á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi vilja vekja athygli á námskeiðum sem Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur fyrir í apríl en þau standa til boða fyrir íbúa á Vesturlandi þeim að kostnaðarlausu. Það eru Kjölur, stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Akraness, Landsmennt, fræðslusjóður ásamt Samtökum sveitarfélag á Vesturlandi sem styrkja þessa námskeiðaröð og bjóða íbúum á Vesturlandi fría þátttöku. Kynnið ykkur málið …

Uppfærð viðbragðsáætlun Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur nú uppfært viðbragðsáætlun sína vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19 veirunnar. M.a. hafa einkenni veirunnar verið uppfærð og farið er yfir aðgerðir sveitarfélagsins í þessari 2.útgáfu. Viðbragðsáætlun Dalabyggðar vegna COVID-19 – 2.útgáfa Einnig má finna báðar útgáfur undir „Skýrslur“ hérna á síðunni.