Sunnudaginn 7. júlí kl. 18 verður annað sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum, nú á Bæjardalsheiði í Reykólasveit. Gengið verður frá veðurathugunarstöðinni á Þröskuldum fram á Bæjardalsheiði og notið útsýnis yfir Reykhólasveit, Breiðafjörð og Skarðsströnd eftir því sem skyggni gefur. Gangan hvora leið tekur ríflega hálftíma. Matthías Lýðsson bóndi í Húsavík er göngustjóri og leiðsögumaður að þessu sinni með …
Heim í Búðardal 2024 – Dagskrá
Bæjarhátíðin Heim í Búðardal verður haldin 5. – 7. júlí 2024 Dagskráin er uppfull af skemmtun fyrir alla aldurshópa – sjá dagskránna hér fyrir neðan (með fyrirvara um að fleira á eftir að bætast við) SKREYTINGAR verða eins og síðustu ár, þ.e.: Grænn 💚 og/eða appelsínugulur 🧡 sunnan megin í þorpinu. Rauður ❤️ og/eða blár 💙 norðan megin í þorpinu. …
Gaman saman í Dölunum
Bæjarhátíðin “Heim í Búðardal” er haldin núna um helgina, dagana 5. til 7. júlí og má sjá fjölbreytta dagskrá inn á „Heim í Búðardal 2024“ á facebook. Þessa sömu daga er haldinn mjög svo áhugaverður viðburður að Eiríksstöðum, „Eldhátíð að Eiríksstöðum“ (Past in flames), sem einnig er hægt að finna á facebook undir “Eldhátíð að Eiríksstöðum”. Það er mikilvægt að …
Góða skemmtun 2024
Sumarið er að bresta á með viðburðum og samkomum. Mikilvægt er að huga að því hvernig megi tryggja góða skemmtun í sumar. Vitundavakningin Góða skemmtun er með það að markmiði að fólk skemmti sér vel á hátíðum sumarsins – og að þau sem standa að viðburðum tryggi með góðum undirbúningi og skipulagi að samkoman verði góð skemmtun þar sem öryggi …
Sögurölt – Lákaklettur við Steingrímsfjörð
Þriðjudaginn 2. júlí kl. 18, er stefnan tekin á sögurölt frá Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum og að Lákakletti sem er þar í nágrenninu. Gangan er auðveld, 1,5 km, á jafnsléttu og hluta til á vegi. Kaffi verður á boðstólum í Sævangi að göngu lokinni, fyrir þau sem áhuga hafa. Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli er göngustjóri og leiðsögumaður að …
Rafmagnslaust vegna vinnu við dreifikerfi
Rafmagnslaust verður í Saurbæ og Skarðsströnd þann 1.7.2024 frá kl 12:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Skipulagsbreytingar í Ólafsdal til kynningar
Sveitarstjórn Dalabyggðar tók fyrir á fundi sínum 11. júní 2024 tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sem tekur til landnotkunar í Ólafsdal. Um er að ræða tillögu á vinnslustigi og er hún til kynningar í Skipulagsgátt fram til 25. júlí 2024 á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/362 Samhliða aðalskipulagsbreytingu eru kynnt drög að samsvarandi deiliskipulagsbreytingu í Ólafsdal sem er einnig aðgengileg í Skipulagsgátt …
Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2024
Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð frá 22. júlí til og með 5. ágúst nk. Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 6. ágúst kl. 09:00. Við bendum á að hægt er að senda tölvupóst á netfangið dalir@dalir.is meðan á sumarlokun stendur og við svörum við fyrsta tækifæri. Röskun getur orðið á útgáfu einhverra reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á …
Timbursöfnun – Sumar 2024
Gámarnir verða staðsettir á hverjum stað í um vikutíma og eru einungis fyrir timbur. Einn eða tveir gámar eru á hverjum stað til samræmis við notkun síðustu ára. Stað- og tímastaðsetningar gáma (með fyrirvara um mögulegar breytingar): Timbursöfnun 2024 Staður Gámar Vika Dagsetningar Tjarnarlundur 2 1 27.jún 3.júl Klifmýri 1 1 27.jún 3.júl Ytra-Fell 1 1 27.jún 3.júl Valþúfa 2 …
Tillaga að breytingu aðalskipulags í landi Ljárskóga
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 16 maí 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 í landi Ljárskóga til auglýsingar ásamt tillögu að deiliskipulagi. Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á svæði fyrir frístundabyggð F23 í landi Ljárskóga og gerir ráð fyrir tveimur nýjum svæðum fyrir verslun- og þjónustu á Ljárskógarströnd, VÞ-18 og VÞ19, þar sem áform eru um ferðaþjónustu. Breytingartillagan er …