Ljósmynd: Sigmundur Geir Sigmundsson

Gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu Dalabyggðar árin 2024 til 2027

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2024-2027 var lögð fram til síðari umræðu í sveitarstjórn og samþykkt einróma fimmtudaginn 7. desember 2023. Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar (A og B hluta) árið 2024 er jákvæð um 85,9 milljónir króna. Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2023 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 63 milljónir króna á árinu 2023 þannig að áfram er haldið á sömu …

Framtíð bæjarhátíðar – kallað eftir skoðunum

DalabyggðFréttir

Á 35. fundi menningarmálanefndar var tekið fyrir skipulag bæjarhátíðar 2024.  Frá 2008 hefur bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ verið haldin annað hvert ár (á sléttri tölu). Nefndin bókaði undir dagskrárliðnum ákveðnar spurningar og er kallað eftir skoðunum íbúa á þeim.  Nú er verið að halda bæjarhátíðina í níunda skiptið og spurning um hvað íbúum finnst gefast vel eða vanta í tengslum …

Síðustu viðburðir félags eldri borgara 2023

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi endar árið með tveimur viðburðum í næstu viku. Þriðjudaginn 12. desember verður farið á Barmahlíð og boðið upp á bingó, veitingar og spjall. Lagt verður af stað frá Silfurtúni kl. 13:00 á einkabílum. Bingóið byrjar kl. 14:00 Fimmtudaginn 14. desember verðum við svo með bingó á Silfurtúni, þar verður líka söngur og jólastemning. …

Samstarfssamningur við FEBDOR undirritaður

DalabyggðFréttir

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi (FEBDOR). Markmið samningsins er meðal annars að efla starf félags eldri borgara og stuðla að auknu samstarfi milli félagsins og Dalabyggðar. Með samningnum fær félagið starfsstyrk að upphæð 400.000kr.- ásamt óbeinum styrkjum. Óbeinir styrkir fela m.a. í sér afnot af húsnæði sveitarfélagsins og prentun/ljósritun gagna. …

Myndina af hópnum tók Ása María Hauksdóttir.

Þín allra bestu jól – nýtt jólalag Braga Valdimars Skúlasonar tileinkað Dölunum

DalabyggðFréttir

Það eru svo sannarlega menningarjól í Dalabyggð þetta árið, tónleikar, bókakynningar, spilakvöld og fleira sem gleðja unga sem eldri. Á sunnudaginn síðastliðinn var haldin aðventuhátíð í Dalabyggð. Þar tóku höndum saman Kirkjukór Dalaprestakalls ásamt Sönghópnum Hljómbroti og sungu nokkur vel valin jólalög. Sr. Snævar Jón Andrjesson las jólasögur á milli söngatriða. Um 100 manns sóttu viðburðinn sem haldinn var í …

Opið fyrir umsóknir í menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd Dalabyggðar auglýsir eftir umsóknum í menningarmálaverkefnasjóð. Til úthlutunar 2024 verða 1.000.000 kr.- Hlutverk sjóðsins er að styðja við menningarmál í Dalabyggð og er það gert með því að veita styrki eftir því sem menningarmálanefnd Dalabyggðar telur þjóna markmiðum sjóðsins. Umsækjendur í sjóðinn geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Dalabyggð. Umsóknarfrestur er til og með 15. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 240. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 240. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 7. desember 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2311021 – Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar – uppfærsla 2023 2. 2310012 – Gjaldskrár – uppfærsla fyrir 2024 3. 2307001 – Fjárhagsáætlun 2024-2027 4. 2311009 – Stafræn húsnæðisáætlun 2023-2033 5. 2311019 – Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur …

Laust starf: Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Gildrunni

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir einstaklingi 20 ára eða eldri í skemmtilegt og skapandi starf með börnum og ungmennum í félagsmiðstöðinni Gildrunni fyrir skólaárið vorönn 2024. Gildran er félagasmiðstöð barna og ungmenna í Dalabyggð. Áhersla er lögð á lýðræðisþáttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, skipulagðri dagskrá, tímabundnum verkefnum og …

Dagur reykskynjarans – Vertu eldklár!

DalabyggðFréttir

Í dag er dagur reykskynjarans – mikilvægasta öryggistæki heimilisins! Þá er tilvalið að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum og yfirfara eldvarnir heimilisins. Inn á vefsíðunni www.vertueldklar.is getur þú nálgast ýmsan fróðleik um brunavarnir og hvernig þú ferð að því að vera ELDKLÁR á þínu heimili. Er reykskynjarinn þinn í lagi? smelltu hér 👉 https://vertueldklar.is/dagur-reykskynjarans/

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenn í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Til að fá frístundastyrk fyrir börn á aldrinu, 3 til 18 ára greiddan þarf að skila umsókn ásamt greiðslukvittunum til skrifstofu Dalabyggðar eigi síðar en 15. desember. Umsóknareyðublað fyrir frístundastyrk Reglur um frístundastyrk Dalabyggðar