Álagning fasteignagjalda 2025

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er að ljúka og munu álagningarseðlar birtast á Island.is. Við afsökum hve seint álagning skilar sér en ákveðnar breytingar við úrvinnslu ullu töfum. Í ljósi tafa verður staðgreiðslufrestur lengdur og því munu þeir sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 20. febrúar fá 5% staðgreiðsluafslátt. Einhverjir vilja leggja beint inn fyrir fasteignagjöldunum, þá þarf …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 253. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 253. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2501036 – Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki I 2. 2409018 – Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð 3. 2501031 – Félagsmál 2025 4. 2502002 – Persónuverndarstefna Dalabyggðar 5. 2403014 – Miðbraut 11 6. 2501016 – Útsvar og fasteignaskattur 2025 7. …

Rúlluplastsöfnun í vikunni

DalabyggðFréttir

Vegna óviðráðanlegra orsaka var ekki hægt að hefja rúlluplastsöfnun fyrir helgi og þá hefur veður einnig sett nokkurt strik í reikninginn. Nú virðist vera birta til hvað þetta varðar og er áætlað að safna í Reykhólahrepp á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar. Síðan verði safnað í Saurbæ og fyrir strandir á miðvikudaginn 12. febrúar en Laxárdalur, Haukadalur, Miðdalir, Hörðudalur og Skógarströnd …

Skólahald fellur niður fimmtudaginn 6. febrúar !

SveitarstjóriFréttir

Kæru íbúar í Dalabyggð ! Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun. Af þeim sökum verður röskun á starfsemi hjá stofnunum Dalabyggðar sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar: – Auðarskóli, …

Deiliskipulagstillögur í kynningu

SveitarstjóriFréttir

Deiliskipulag í Búðardal, sunnan og norðan Miðbrautar Nú  eru í kynningu tvær tillögur að deiliskipulagi í Búðardal sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. nóvember 2024 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða annars vegar deiliskipulag sunnan Miðbrautar í Búðardal, sem nær til íbúðarbyggðar við Ægisbraut og Stekkjarhvamm og opna svæðisins suðvestan skólasvæðisins og Dalabúðar. …

Rúlluplastsöfnun frestast vegna veðurs

Kristján IngiFréttir

Rúlluplastsöfnun sem fara átti fram í vikunni frestast vegna veðurs. Hún mun hefjast um leið og aðstæður leyfa, jafnvel um helgina. Nánari upplýsingar verða sendar út þegar tímasetning liggur fyrir.

Lífshlaupið 2025 – allir með !

SveitarstjóriFréttir

Við viljum  benda á að skráning er í fullum gangi í Lífshlaupið 2025 og hvetjum við íbúa Dalabyggðar til þátttöku.Keppnin hefst miðvikudaginn 5. febrúar n.k.Skráning á www.lifshlaupid.isÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs – Yfir 9 milljónir til verkefna í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Styrkjum að upphæð 48,5 milljónum króna var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til 68 verkefna, við hátíðlega athöfn í Grundarfirði á föstudaginn síðasta.  Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands og reglum sjóðsins. Það voru …

Bókasafnið fær teiknimyndasögubók að gjöf

DalabyggðFréttir

Bókasafnið fékk aldeilis góða gjöf í gær. Tveir ungir bókahöfundar gáfu safninu frumeintak af bókinni Hetjurnar. Þetta er teiknimyndasögubók með frábærum litríkum teikningum sem þær stöllur unnu í sameiningu. Kærar þakkir fyrir að auka og auðga safnkosts bókasafnsins Freyja Sjöfn Einarsdóttir og Svana Rós Svavarsdóttir.  – Bókavörður Héraðsbókasafns Dalasýslu

Auglýst eftir fjárfestum – Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal

DalabyggðFréttir

Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Byggðastofnun og Dalabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa. Um er að ræða …