Á 323. fundi byggðarráðs voru samþykktir samningar, annars vegar við Eykt um framkvæmd á íþróttamannvirkjum í Búðardal og hins vegar við Eflu vegna umsjónar og verkeftirlits með verkinu. Þá liggur fyrir lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmdarinnar upp á 950 m.kr.- Í tilefni af þessu verða samningar við Eykt og Eflu undirritaðir og tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamannvirkjum í …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 247. fundur
FUNDARBOÐ 247. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í Dalabúð, þriðjudaginn 11. júní 2024 og hefst kl. 16:30 Dagskrá: Almenn mál 1. 2205013 – Kjör oddvita og varaoddvita 2. 2205014 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð sem og formanns og varaformanns byggðarráðs. 3. 2306021 – Fundir sveitarstjórnar sumarið 2023 4. 2405014 – Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki III 5. 2406005 – Íþróttamannvirki …
Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar
FUNDARBOÐ Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Dalabyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal, þriðjudaginn 11. júní 2024 og hefst kl. 16:00 Fundurinn er öllum opinn, velkomið að mæta og fylgjast með en honum verður einnig streymt eins og hefðbundnum sveitarstjórnarfundum á YouTube-síðu Dalabyggðar. Vegna þess að ákveðið var að halda sameiginlegan fund er fundur ungmennaráðs hér boðaður með skemmri …
Slökkvilið Dalabyggðar fær aðgang að líkamsræktarstöðinni
Í dag var undirritaður samningu milli Dalabyggðar og Ungmennafélagsins Ólafs pá varðandi afnot starfsmanna Slökkviliðs Dalabyggðar af líkamræktarstöð félagsins. Í starfi slökkviliðsmanna er gerð krafa um andlegt og líkamlegt heilbrigði, þar er regluleg hreyfing stór áhrifaþáttur. Það er vilji Dalabyggðar að búa yfir vel þjálfuðum og hraustum starfsmönnum innan raða slökkviliðsins og er samningurinn liður í að efla bæði þá …
Samvera er besta sumargjöfin
Kæru foreldrar/forráðamenn. Nú gengur í garð sumarið í allri sinni dýrð, með björtum sumarkvöldum og skemmtunum. Viljum við minna á að þrátt fyrir alla gleðina verðum við að standa saman að því að virða lög og reglur sem gilda. Þannig skulum við ekki gleyma að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga og lögum um útivistartíma barna. Allt eru þetta þættir er snerta lýðheilsu, …
Tilnefning: Dalamaður ársins 2024
Í tilefni af 30 ára afmæli Dalabyggðar þann 11. júní nk. hefur verið ákveðið að standa fyrir tilnefningu um Dalamann ársins 2024 og tilkynna um niðurstöðuna á hátíðarhöldum þann 17. júní þar sem afmæli sveitarfélagsins verður einnig fagnað. Hérna neðst í fréttinni má finna rafrænt eyðublað þar sem eru tvær spurningar sem þarf að svara til að atkvæðið sé tekið gilt. …
Okkar vantar flokksstjóra á vettvangi !
Eins og kunnugt er þá hefst vinnuskóli Dalabyggðar þetta sumarið þann 10. júní n.k. og er stefnan að starfrækja hann í allt að 7 vikur í sumar. Sökum aðstæðna þá óskum við eftir starfsmanni í starf flokksstjóra á vettvangi sem starfa myndi undir handleiðslu hennar Sigríðar okkar Jónsdóttur sem verið hefur umsjónarmaður Vinnuskólans undanfarin ár. Fyrirvarinn er stuttur en engu …
Umræðufundur atvinnumálanefndar um forgangsröðun vegaframkvæmda
Fyrir um ári síðan, eða í júní 2023 var gefin út skýrslan „Forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu Dalabyggð“ sem unnin var af atvinnumálanefnd Dalabyggðar. Markmiðið með gerð forgangsröðunar var að setja fram raunhæfa áætlun um vegaframkvæmdir í Dalabyggð. Um er að ræða skýrslu sem telur yfir tuttugu blaðsíður þar sem farið er yfir yfirstandandi framkvæmdir og svo forgangsröðun á stofnvegum, tengivegum …
Menntastefna Dalabyggðar samþykkt og birt
Menntastefna Dalabyggðar til ársins 2029 hefur verið samþykkt og er nú birt á heimasíðu Auðarskóla og sveitarfélagsins. Stefnan er afrakstur samstarfs fræðslunefndar, skólasamfélagsins, íbúa og skólaráðgjafar Ásgarðs ehf. Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu og eftirsóknarverðu skóla- og tómstundastarfi þar sem forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt náms- og starfsumhverfi fyrir öll börn og nemendur Dalabyggðar. Menntastefnunni …
Forsetakosningar 2024
Kjörfundur í Dalabyggð vegna forsetakosninga verður í félagsheimilinu Dalabúð laugardaginn 1. júní 2024. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkum á kjörstað. Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga liggur frammi til kjördags á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal, alla virka daga kl. 9:00 – 13:00. Einnig geta kjósendur séð á heimasíðu Þjóðskrár …