Þeir sem vilja lýsa yfir áhuga á að starfa í sveitarstjórn Dalabyggðar og láta birta nafn sitt á heimasíðu Dalabyggðar skulu senda tölvupóst á dalir@dalir.is eða koma bréfi á skrifstofu Dalabyggðar sem fyrst. Stutt kynning á frambjóðanda og ljósmynd mega fylgja.
Skrifstofa Dalabyggðar lokuð
Föstudaginn 11. maí lokar skrifstofa Dalabyggðar kl. 12:00 Sveitarstjóri
Jógvan og Pálmi
Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartarson verða með tónleika í Dalabúð þriðjudaginn 15. maí kl. 20. Á dagskrá eru m.a. lögin hans Jóns í bankanum, Ég er kominn heim, Loksins ég fann þig, Komdu í kvöld, Kvöldsigling, Vertu ekki að horfa og fleiri. Miðaverð er 3.500 kr, selt við innganginn. Auglýsing
Sveitarstjórnarkosningar 2018
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí rann út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí. Engir framboðslistar bárust kjörstjórn fyrir þann tíma og verða því óbundnar kosningar (persónukjör) í Dalabyggð í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí næstkomandi. Allir kjósendur sveitarfélagsins verða því í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri. Tvær beiðnir um undanþágu bárust kjörstjórn. Frá …
Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2018-2019
Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og 60% staða kennara á miðstigi fyrir skólaárið 2018-2019. Kennsla á unglingastigi í smíðum, ensku og dönsku. Kennsla á miðstigi í stærðfræði, íslensku, dönsku og upplýsingatækni. Mikilvægt er að umsækjendur búi að færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum og góðri íslenskukunnáttu. Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna …
Starf á verkstæði KM þjónustunnar
Bifvélavirki eða vanur viðgerðarmaður óskast til sumarafleysinga á verkstæði KM þjónustunnar í Búðardal. Um er að ræða fjölbreytt starf í almennum viðgerðum. Áhugasamir hafi samband við Karl í síma 895 6677. KM þjónustan
Ný samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest og birt í Stjórnartíðindum nýja samþykkt um stjórn Dalabyggðar og kemur hún í stað fyrri samþykktar frá 2013. Meðal breytinga í nýrri samþykkt er að reglulegir fundir sveitarstjórnar verða haldnir annan fimmtudag hvers mánaðar og fundir byggðarráðs verða að jafnaði haldnir fjórða fimmtudag hvers mánaðar. Þá verður núverandi menningar- og ferðamálanefnd skipt upp í tvær …
Húsmæðraskólinn á Staðarfelli
Mánudaginn 30. apríl kl. 18:30 býðst Dalamönnum og nágrönnum tækifæri til að ganga um húsnæði Húsmæðraskólans á Staðarfelli í boði Byggðasafns Dalamanna, Héraðsskjalasafns Dalasýslu, bygginga- og skipulagsfulltrúa Dalabyggðar og ekki síst með dyggum stuðningi Sveins og Þóru bænda á Staðarfelli og Ríkiseigna. Dagskráin hefst á að Bogi Kristinsson byggingafulltrúi mun í stuttu máli segja frá byggingunni og Valdís Einarsdóttir safnvörður …
Sveitarstjórnarkosningar 2018
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí 2018. Upplýsingar um flest er lýtur að þeim er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Kjörskrá Á kjörskrá skal taka alla íslenska ríkisborgara sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 26. maí, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, þann 5. maí. Óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning …
Árgjald héraðsbókasafns 2018
Árgjald Héraðsbókasafns fyrir árið 2018 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr. Hægt er að greiða árgjaldið inn á reikning 0312-26-001818, kt. 510694-2019, skrá þarf í skýringar ef greitt er fyrir annan. Einnig er hægt að greiða árgjaldið á skrifstofu Dalabyggðar. Eindagi árgjalds er 1. maí og eftir það verður greiðsluseðlar sendir út að viðbættum kostnaði. Héraðsbókasafn Dalasýslu …