Matthías á Orrahóli og Á mörkum mennskunnar

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 9. desember kl. 14 verður tvöföld sögustund hjá Byggðasafni Dalamanna og að þessu sinni í félagsheimilinu á Staðarfelli. Annars vegar mun Guðfinna S. Ragnarsdóttir segja frá Matthíasi Ólafssyni bónda og sergeantmajor á Orrahóli. Hins vegar mun Jón Jónsson þjóðfræðingur kynna nýútkomna bók sína „Á mörkum mennskunnar“.

 

Matthías á Orrahóli – Guðfinna S. Ragnarsdóttir
Matthías Ólafsson bóndi á Orrahóli og sergeantmajor í Hjálpræðishernum var afar litríkur persónuleiki, þrætugjarn og yfirgangssamur framan af ævi. Svo varð hann fyrir vitrun, frelsaðist og tók nýja stefnu í lífinu, stofnaði söfnuð á Fellsströnd innan Hjálpræðishersins sem taldi tugi manna.
Á mörkum mennskunnar – Jón Jónsson
Í bókinni er fjallað um förufólk fyrr á öldum á Íslandi, fólk sem flakkaði um landið og fékk húsaskjól hjá bændum. Gefið er yfirlit um sögu og sérstöðu þessa jaðarsetta hóps, fjallað um sögurnar sem voru sagðar um flakkarana og viðhorfin til þeirra. Oft líkist förufólkið meira þjóðtrúarverum en manneskjum í þessum sögum. Tekin eru fjöldi dæma um einstaklinga í hópnum sem gengu um sveitir landsins á 19. öld og lífshlaup þeirra skoðað nánar.
Allir áhugasamir eru velkomnir. Enginn formlegur aðgangseyrir er, en tekið á móti frjálsum framlögum frá þeim sem líkar dagskráin (eða kaffið) og vilja styrkja safnið.
Byggðasafn Dalamanna
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei