Föstudaginn 26. júní mun hljómsveitin Four Leaves Left spila á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal kl. 21:00. Hljómsveitin spilar tónlist sem nær allt frá fingerstyle plokki og upp í djassskotið fönk. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Hótel Edda Laugum
Skrifstofa Dalabyggðar – sumarlokun 2015
Vegna sumarleyfa starfsmanna verður skrifstofa Dalabyggðar lokuð vikuna 12.-19. júlí.
Grasnytjar í landi Fjósa
Á fundi Byggðarráðs 9. júní sl. var sveitarstjóra falið að gera drög að endurnýjuðum samningum um grasnot á landi Fjósa og bjóða ónotað land til afnota. Í samræmi við þetta eru þeir sem hafa haft beitar- eða slægju-afnot á landi Fjósa eða óska eftir slíkum afnotum beðnir að hafa samband við sveitarstjóra fyrir 25. júní næstkomandi.
Hreinsun rotþróa 2015
Árleg hreinsun rotþróa fer fram á næstu vikum og í ár verður hreinsað í Laxárdal, Skarðsströnd og Saurbæ. Á Skógarströnd, Hvammssveit og Fellsströnd verður hreinsað 2016 og í Suðurdölum og Haukadal 2017. Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að hlið séu ólæst. Til að …
Lóðasláttur eldri borgara
Þeir eldri borgarar sem þarfnast lóðasláttar, þurfa að sækja um það á skrifstofu Dalabúðar, einnig er umsóknareyðublaðið að finna á heimasíðu Dalabyggðar.
Rúlluplast
Rúlluplasti verður safnað í Dalabyggð 24.-25. júní. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Mikilvægt er að baggabönd og net séu sett sér í glæra plastpoka og vel aðgreinanleg frá rúlluplasti. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og …
Kvöldvaka 19. júní í Dalabúð
Samband breiðfirskra kvenna og Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi ætla að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna með kvöldvöku í Dalabúð föstudaginn 19. júní kl. 20:30. Dagskrá Setning / ávarp. Hanna Dóra Sturludóttir syngur létt lög við undirleik Halldórs Þórðarsonar. Almennur söngur við undirleik Halldórs Þórðarsonar. Aðgangseyrir er 500 kr og er kaffi og meðlæti innifalið.
Stéttarfélag Vesturlands – sumarlokun
Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands í Búðardal verður lokuð vegna sumarleyfa og annarra breytingatil 13. ágúst 2015. Þeir sem eiga erindi við félagið hafi samband við aðalskrifstofuna í Borgarnesi í síma 430 0430 eða sendið tölvupóst á stettvest@stettvest.is
Héraðsbókasafn Dalasýslu – sumarlokun 2015
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað fimmtudaginn 18. júní og allan júlímánuð vegna sumarleyfa bókavarðar. Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun verður þriðjudaginn 30. júní og fyrsti opnunardagur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 4. ágúst.
Ný samþykkt um búfjárhald
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest Samþykkt um búfjárhald í Dalabyggð og hefur hún verið send til birtingar í Stjórnartíðindum. Samkvæmt samþykktinni skal hver sá er hyggst halda búfé utan lögbýla sækja um leyfi til þess til sveitarstjórnar. Þeir sem við gildistöku samþykktarinnar eiga eða hafa í umsjón sinni búfé utan lögbýla, fá leyfi til að halda þeim gripafjölda er þeir …